Fjölskylduráð

12. fundur 12. nóvember 2018 kl. 13:00 - 15:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Benóný Valur Jakobsson varaformaður
  • Hrund Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Berglind Hauksdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson Fræðslu- og menningarfulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi
  • Hróðný Lund félagsmálafulltrúi
Fundargerð ritaði: Hróðný Lund Félagsmálastjóri
Dagskrá

1.Rekstrarstyrkur HSÞ - endurnýjun samnings

201810106

Gunnhildur Hinriksdóttir framkvæmdastjóri HSÞ kynnti starfsemi héraðssambandsins.
Samningur HSÞ og Norðurþings rennur út í lok árs 2018.
Fjölskylduráð Norðurþings þakkar framkvæmdastjóra HSÞ fyrir greinargóða kynningu. Ráðið frestar umræðu um endurnýjun á rekstrarstyrk til næsta fundar.

2.Fræðslusvið - Fjárhagsáætlun 2019

201810022

Fræðslustjóri leggur fram fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2019 til umræðu fyrir ráðið.
Fjölskylduráð vísar fjárhagsáætlun fræðslusviðs til umfjöllunar í byggðarráði.

3.Söluheimild eigna: Garðarsbraut 73 íbúð 202

201811015

Verkefnastjóri framkvæmdasviðs óskar eftir söluheimild á íbúð Norðurþings að Garðarsbraut 73.
Fjölskylduráð samþykkir samhljóða að veita skipulags- og framkvæmdaráði söluheimild vegna íbúðar Norðurþings að Garðarsbraut 73 íbúð 202.

4.Söluheimild eigna: Garðarsbraut 69 íbúð 403

201811016

Verkefnastjóri framkvæmdasviðs óskar eftir söluheimild á íbúð Norðurþings að Garðarsbraut 69.
Fjölskylduráð samþykkir samhljóða að veita skipulags- og framkvæmdaráði söluheimild vegna íbúðar Norðurþings að Garðarsbraut 69 íbúð 403.

5.Fötlunarráð 2018-2022

201811036

Félagsmálastjóri kynnir tilnefningar í fötlunarráð Norðurþings árin 2018-2022, en samkv. 2. mgr. 42. gr. laga nr. 40/1991 um félagsþjónustu stendur: "Í hverju sveitarfélagi, eða í sveitarfélögum sem eiga samstarf um þjónustu við fatlað fólk, skal starfa formlegur samráðsvettvangur er nefnist samráðshópur um málefni fatlaðs fólks þar sem fjallað er um þjónustu við fatlað fólk og framkvæmd og þróun þjónustunnar."
Fjölskylduráð tilnefnir eftirfarandi einstaklinga í notendaráð fyrir fatlað fólk og fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

Jóna Rún Skarphéðinsdóttir / þjónustuþegi
Einar Víðir Einarsson
Hermína Hreiðarsdóttir / foreldri
Arna Þórarinsdóttir
Karólína Gunnlaugsdóttir
Sigríður Hauksdóttir / starfsmaður

6.Starfsemi og aðbúnaður í skammtímavistun - Sólbrekka

201811038

Félagsmálastjóri kynnir úttekt sem Marzenna K. Cybulska, verkefnastjóri búsetu hjá Norðurþingi gerði í október 2018 um aðbúnaði notenda og starfsmanna í og við húsnæði skammtímavistunar í Sólbrekku.
Fjölskylduráð vísar því til skipulags- og framkvæmdaráðs að hefja tafarlaust vinnu við úrbætur á aðgengi utandyra og lóð við Sólbrekku. Sem og að koma á nettengingu í herbergjum íbúa.

7.Pálsreitur - Reglugerð um þjálfunarbúsetu fyrir sjálfstæða búsetu.

201811042

Félagsmálastjóri kynnir nýja reglugerð Norðurþings um búsetu í Pálsreit - þjálfunarbúsetu fyrir sjálfstæða búsetu.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 15:00.