Fara í efni

Fullveldishátíð í tilefni 100 ára afmæli fullveldis Íslands.

Málsnúmer 201810141

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 10. fundur - 29.10.2018

Fjölskylduráð leggur til að Norðurþing standi fyrir viðburði í tilefni 100 ára afmæli fullveldis Íslands.
Fjölskylduráð leggur til við byggðarráð að Norðurþing standi fyrir viðburði í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands þann 1. des. nk. og tekið verði tillit til þeirra viðburða sem nú þegar kunna hafa verið skipulagðir.

Byggðarráð Norðurþings - 271. fundur - 08.11.2018

Á fundi fjölskylduráðs Norðurþings þann 29. október s.l. var fjallað um fullveldishátíð í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslands og leggur ráðið til að Norðurþing standi fyrir viðburði í tilefni 100 ára afmæli fullveldis Íslands.

Á fundinum var bókað:
Fjölskylduráð leggur til við byggðarráð að Norðurþing standi fyrir viðburði í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands þann 1. des. nk. og tekið verði tillit til þeirra viðburða sem nú þegar kunna hafa verið skipulagðir.
Byggðarráð samþykkir að veita fjármunum til hátíðarhaldanna í samvinnu við skólasamfélagið í Norðurþingi. Sveitarstjóra falið að kanna fjárþörf vegna hátíðarhaldanna og leggja fyrir byggðarráð í næstu viku.
Lagt er til að íbúum í Norðurþingi sem eiga uppruna í Tékklandi og Eistlandi sem einnig fagna 100 ára fullveldisafmæli á árinu verði sérstaklega boðin þátttaka í hátíðarhöldunum.

Byggðarráð Norðurþings - 272. fundur - 15.11.2018

Framhald umræðu um fullveldishátíð í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands.

Á fundi fjölskylduráðs Norðurþings þann 29. október s.l. var fjallað um fullveldishátíð í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslands og leggur ráðið til að Norðurþing standi fyrir viðburði í tilefni 100 ára afmæli fullveldis Íslands.

Á fundinum var bókað:
Fjölskylduráð leggur til við byggðarráð að Norðurþing standi fyrir viðburði í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands þann 1. des. nk. og tekið verði tillit til þeirra viðburða sem nú þegar kunna hafa verið skipulagðir.
Byggðarráð samþykkir að taka þátt í skipulögðum hátíðarhöldum í byggðakjörnum sveitarfélagsins með framlagi allt að 500.000.

Fjölskylduráð - 15. fundur - 03.12.2018

Til kynningar er dagskrá Fullveldishátíðar í sveitarfélaginu.
Fjölskylduráð lýsir ánægju sinni yfir veglegri dagskrá í tilefni 100 ára fullveldi Íslands og með hvernig til tókst. Ráðið þakkar þeim sem lögðu hönd á plóg.