Fara í efni

Fjölskylduráð

10. fundur 29. október 2018 kl. 13:00 - 16:35 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Benóný Valur Jakobsson varaformaður
  • Hrund Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Berglind Hauksdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson
  • Kjartan Páll Þórarinsson
  • Hróðný Lund
  • Röðull Reyr Kárason Ritari
Fundargerð ritaði: Röðull Reyr Kárason Þjónustufulltrúi
Dagskrá
Jón Höskuldsson fræðslustjóri sat fundinn undir lið 1-3
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 5-13
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir lið 4-5.

1.Grænuvellir - Heimsókn fjölskylduráðs

Málsnúmer 201810059Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð heimsækir Grænuvelli og skólastjóri kynnir starfsemi hans.
Fjölskylduráð heimsótti Leikskólann Grænuvelli á Húsavík og kynnti Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir leikskólastjóri starfsemi leikskólans.
Ráðið þakkar henni góða kynningu.

2.Grænuvellir - Ársskýrsla 2017-2018

Málsnúmer 201810058Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar ársskýrsla Grænuvalla 2017-2018.
Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir leikskólastjóri lagði fram árskýrslu Grænuvalla fyrir árið 2017-2018.

3.Gænuvellir - Starfsáætlun 2018-2019

Málsnúmer 201810009Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar starfsáætlun Grænuvalla 2018-2019.
Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir leikskólastjóri lagði fram starfsáætlun Grænuvalla fyrir árið 2018-2019.

4.Málefni fatlaðra 2018

Málsnúmer 201809058Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur fyrir stefna Norðurþings í tóbaksvarnarmálum þjónustuheimila og þjónustustöðva fyrir fatlaða en Norðurþing fylgir stefnu heilbrigðisyfirvalda um tóbaksvarnir. Markmiðið er að draga úr heilsutjóni og dauðsföllum af völdum tóbaks með því að vernda fólk fyrir áhrifum tóbaksefna.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi reglur í tóbaksvarnamálum þjónustuheimila og vísar til sveitarstjórnar til staðfestingar. Reglurnar verða birtar á vef Norðurþings.

5.Móttaka flóttamanna í Norðurþingi

Málsnúmer 201810040Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur ósk frá fulltrúa V-lista, Berglindi Hauksdóttir, eftir umfjöllun og afgreiðslu eftirfarandi máls í fjölskylduráði: Á liðnu kjörtímabili var Norðurþing meðal þeirra sveitarfélaga sem bauðst með formlegum hætti til að taka á móti flóttafólki í sveitarfélaginu. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Norðurþings þrátt fyrir þetta að hálfu ráðuneytis. Bent skal á að í Norðurþingi eru afar góðar aðstæður til að taka á móti nýju fólki og allir velkomnir. Mikil atvinna er í boði á svæðinu, félagslegir innviðir sterkir og mikla krafta samkenndar og samhjálpar hægt að virkja hjá íbúum sjálfum sem og í stjórnsýslunni. Í nálægðinni í minni samfélögum getur að mörgu leyti falist mikill styrkur til að takast á við verkefni eins og þetta. Móttaka nýrra íbúa, þ.m.t. flóttamanna frá öðrum löndum, byggir ekki eingöngu á kerfislegum aðgerðum heldur persónulegum og samfélagslegum þáttum, auk þess að koma fólki til aðstoðar sem þarf á því að halda, getur hlotist af slíku lærdómur og jákvæð áhrif fyrir samfélagið
Berglind Hauksdóttir fulltrúi V-lista leggur til við fjölskylduráð að boð Norðurþings um að sveitarfélagið taki á móti flóttamönnum til búsetu verði þegar í stað ítrekað með bréflegum hætti. Ef viðbrögð verða jákvæð verði málið undirbúið fyrir komandi ár, þ.m.t. húsnæðisúrræði og aðrir nauðsynlegir þættir.

Fjölskylduráð felur félagsmálastjóra að ítreka við félagsmálaráðuneytið boð Norðurþings um að taka á móti flóttamönnum.

6.Samningamál Völsungs 2019-

Málsnúmer 201809156Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar samningamál við Íþróttafélagið Völsung fyrir árið 2019.
Fjölskylduráð fjallaði um samningamál Norðurþings við Völsung. Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að vinna áfram þau drög sem liggja fyrir og leggja fyrir ráðið á fundi þess eftir tvær vikur.

7.Rekstrarstyrkur HSÞ - endurnýjun samnings

Málsnúmer 201810106Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar samningamál við HSÞ.
Fjölskylduráð frestar afgreiðslu rekstrarstyrks við HSÞ. Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að boða forsvarsmenn HSÞ til fundar við ráðið í nóvember.

8.Ársreikningur Grana 2017/2018

Málsnúmer 201810112Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráð liggur ársskýrsla og ársreikningur Hestamannafélagsins Grana 2017-2018.
Árskýrsla og ársreikningur Grana fyrir árið 2017-2018 lagt fram til kynningar.

9.Vetraropnun sundlaugarinnar í Lundi september 2018 - maí 2019

Málsnúmer 201808107Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar fyrirkomulag á opnun á sundlauginni í Lundi í Öxarfirði.
Fjölskylduráð telur ekki grundvöll fyrir heilsárs opnun sundlaugarinnar í Lundi. Ráðið leggur til að opnun sundlaugar verði með sama hætti og hefur verið á árinu 2018, þ.e. frá 1. maí til 30. september 2019.

10.Rauðhetta - Húsavík 2019

Málsnúmer 201810068Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur ósk frá Leikhópnum Lottu um að Norðurþing styrki hópinn um afnot af sýningarhúsnæði, gistingu fyrir 5 manns. Leikhópurinn Lotta stefnir að því að setja upp sýninguna Rauðhettu þann 1. febrúar 2019 á Húsavík.
Fjölskylduráð samþykkir að styrkja Leikhópinn Lottu um afnot af sýningarhúsnæði. Samþykkt með atkvæðum: Berglindar Hauksdóttur, Helenu Eydísar Ingólfsdóttur og Hrundar Ásgeirsdóttur.

Benóný Valur Jakobsson og Bylgja Steingrímsdóttir greiddu atkvæði með ósk Leikhópsins Lottu í heild sinni.

11.Fundargerðir stjórnar Menningarmiðstöðvar Þingeyinga 2018

Málsnúmer 201810095Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur fundargerðir stjórnar Menningarmiðstöðvar Þingeyinga 2018.
Fundargerðir stjórnar Menningarmiðstöðvar Þingeyinga lagðar fram.

12.Bogfiminámskeið á Húsavík

Málsnúmer 201810132Vakta málsnúmer

Kristján Ben Eggertsson fer fyrir hópi sem hyggst fá kennara til að halda bogfiminámskeið á Húsavík helgina 10-11 nóvember 2018. Kristján óskar eftir styrk frá Norðurþingi með því að gefa eftir leigu á 1/3 af sal íþróttahallarinnar vegna námskeiðsins.
Kostnaður fyrir hvern þátttakenda á námskeiðinu er 12.000 kr á mann en 8 manns hafa þegar skráð sig.
Fjölskylduráð samþykkir styrkbeiðnina.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að ganga frá málinu.

13.Fullveldishátíð í tilefni 100 ára afmæli fullveldis Íslands.

Málsnúmer 201810141Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð leggur til að Norðurþing standi fyrir viðburði í tilefni 100 ára afmæli fullveldis Íslands.
Fjölskylduráð leggur til við byggðarráð að Norðurþing standi fyrir viðburði í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands þann 1. des. nk. og tekið verði tillit til þeirra viðburða sem nú þegar kunna hafa verið skipulagðir.

Fundi slitið - kl. 16:35.