Fara í efni

Samráð sveitarfélaga - Undirbúningur kjaraviðræðna 2019

Málsnúmer 201811081

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 273. fundur - 29.11.2018

Samband íslenskra sveitarfélaga boðaði til samráðsfundar í samstarfi við Eyþing vegna komandi kjaraviðræðna 26. október s.l. Á fundinum var farið yfir helstu atriði sem snúa að kjarasamningsgerðinni að þessu sinni.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 274. fundur - 06.12.2018

Fyrir byggðarráði liggur erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna endurnýjunar á kjarasamningsumboði til samræmis við núverandi stöðu.
Óskað er eftir að uppfært kjarasamningsumboð samkvæmt samþykkt sveitarstjórnar verði sent til kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir 20. janúar 2019.
Kristján Þór Magnússon vék af fundi kl. 10:40

Byggðarráð leggur til að sveitarstjórn samþykki að veita Sambandi íslenskra sveitarfélaga áframhaldandi kjarasamningsumboð.

Sveitarstjórn Norðurþings - 87. fundur - 13.12.2018

Á 274. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað;

Byggðarráð leggur til að sveitarstjórn samþykki að veita Sambandi íslenskra sveitarfélaga áframhaldandi kjarasamningsumboð.
Sveitastjórn samþykkir samhljóða tillögu byggðarráðs.