Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

274. fundur 06. desember 2018 kl. 08:30 - 11:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Magnússon
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Silja Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðbjartur Ellert Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir formaður
  • Örlygur Hnefill Örlygsson varamaður
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2019

Málsnúmer 201805247Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri fer yfir forsendur að fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022.
Guðbjartur Ellert Jónsson leggur fram eftirfarandi tillögu:
Fulltrúi E lista leggur til að fjárfestingar á árinu 2019 breytist fyrir A hluta þannig að í stað þess að vera 580,5 milljónir verði þær 300 mkr. og til viðbótar verði 80 mkr ráðstafað til lækkunar á fasteignaskatti.


Tillaga Guðbjarts verður tekin til umræðu og afgreiðslu á næsta fundi byggðarráðs.

Fjárhagsáætlun er vísað til frekari umræðu og afgreiðslu á næsta fundi byggðarráðs.

2.Farþegagjöld við Húsavíkurhöfn

Málsnúmer 201702124Vakta málsnúmer

Guðbjartur Ellert Jónsson hefur lagt fram eftirfarandi beiðni:

Ég óska eftir að tekin verði fyrir samningur milli sveitarfélagsins og Norðursiglingar hf., um greiðslu farþegagjalda frá 2015 til 2018, sem gerður var í apríl s.l.
Óska ég sérstaklega eftir að farið verði yfir og kynnt drög sem lögð voru fyrir hafnarstjórn til samþykktar (efnisleg gögn) og svo endanlegan samning (undirritaður).

Ég vænti þess að gögnin og samningurinn verði sett inn í málið.

Fulltrúi E lista, Guðbjartur Ellert Jónsson, leggur fram eftirfarandi bókun:
Með vísan til 25. gr. IV kafla sveitarstjórnarlaga tel ég það skyldu mína að gera alvarlegar athugasemdir við afgreiðslu og málsmeðferð við gerð samnings milli Hafnarsjóðs Norðurþings og Norðursiglingar hf. sem gerður var í. apríl s.l.
Í nokkuð langan tíma hafa verið deilur milli aðila um forsendur sem lagðar voru til grundvallar upphæðar á innheimtu farþegagjalda. Horfið var frá þeirri vegferð að fá niðurstöðu fyrir dómi en þess í stað er gerður fordæmalaus samningur sem án efa er stefnumarkandi fyrir sveitarfélagið. Samningurinn ber með sér sérkjör á lögmætum og lögbundnum gjöldum sem almennt eru ekki í boði fyrir aðra.
Málsmeðferðin er lýsandi fyrir þá stjórnsýsluhætti sem fyrrverandi og núverandi meirihluti hafa tileinkað sér.
Í fyrsta lagi er gerður fordæmalaus samningur um greiðsludreifingu gjaldfallinna og lögbundinna gjalda en samningurinn felur í sér greiðsludreifingu á greiðslu farþegagjalda fyrir árin 2015, 2016 og 2017 þar sem fyrsta greiðsla er 20. september 2018 og sú síðasta þann 20. nóvember 2021.
Um er að ræða verulegar upphæðir en samkvæmt ákvæði samningsins er hann án verðbóta, dráttarvaxta og innheimtukostnaðar sem eitt og sér er áætlað ríflega 6 mkr. Hafnasjóður hefur þegar lagt út fyrir virðisaukaskatti vegna gjalfallinna skulda.
Það dylst engum að samningar sem fela í sér greiðsludreifingu á lögbundnum gjöldum og eru gerðir við suma en aðra ekki stangast á við alla eðlilega stjórnsýslu og jafnræðisreglu.
Samkvæmt VII kafla sveitarstjórnarlaga er fjallað um fjárstjórnarvald sveitarfélag og því nokkuð skýrt að málsmeðferðin, afgreiðsla nefndarinnar og inntak samningsins er ekki í anda vandaðrar stjórnýslu. Ég tel samninginn ólöglegan og því beri að falla frá honum. Í ljósi þess ber að innheimta kröfuna eins og hún stendur í dag samkvæmt stöðu í bókhaldi sveitarfélagsins. Ef það er sjónarmið meirihlutans að telja bæði málsmeðferðina, inntak samningsins og lögmæti hans gildan væri gott að það kæmi skýrt fram þannig að íbúar og lögaðilar í samfélaginu hafi vissu fyrir því hvar jafnræðislínan liggur þegar kemur að almennum innheimtum lögbundinna gjalda.

Kolbrún Ada Gunnarsdóttir, Silja Jóhannesdóttir og Örlygur Hnefill Örlygsson leggja fram eftirfarandi bókun:
Samningurinn sem kynntur er nú aftur var yfirfarinn og samþykktur af öllum fulltrúum í hafnarstjórn og sveitarstjórn Norðurþings í apríl á þessu ári eftir undirbúning málsins með ráðgjöfum sveitarfélagsins. Öðrum skuldendum viðkomandi gjalda sem ágreiningur hefur verið uppi um var boðin samskonar niðurstaða. Sérstaða þessa máls felst í eðli gjaldanna og lögmæti fjárhæðar skuldarinnar.



3.Samráð sveitarfélaga - Undirbúningur kjaraviðræðna 2019

Málsnúmer 201811081Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna endurnýjunar á kjarasamningsumboði til samræmis við núverandi stöðu.
Óskað er eftir að uppfært kjarasamningsumboð samkvæmt samþykkt sveitarstjórnar verði sent til kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir 20. janúar 2019.
Kristján Þór Magnússon vék af fundi kl. 10:40

Byggðarráð leggur til að sveitarstjórn samþykki að veita Sambandi íslenskra sveitarfélaga áframhaldandi kjarasamningsumboð.

4.Opnunartími stjórnsýsluhúsa Norðurþings um jól og áramót 2018

Málsnúmer 201812003Vakta málsnúmer

Fyrirhugaður opnunartími stjórnsýsluhúsa Norðurþings um jól og áramót er eftirfarandi:

Mánudaginn 24. desember og mánudaginn 31. desember er lokað á öllum afgreiðslustöðum sveitarfélagsins.

Fimmtudaginn 27. desember og föstudaginn 28. desember verður opið frá klukkan 10:00 - 14:00 á Húsavík og Kópaskeri.

Fimmtudaginn 27. desember og föstudaginn 28. desember verður opið frá klukkan 12:00 - 15:45 á Raufarhöfn.

Lagt fram til kynningar.

5.Fundargerðir Eyþings 2016-2018

Málsnúmer 201603019Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 314. fundar stjórnar Eyþings frá 23. nóvember 2018.
Lagt fram til kynningar.

6.Kerfisáætlun Landsnets 2019-2028 - Verkefnis og matslýsing

Málsnúmer 201811113Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur verkefnis- og matslýsing kerfisáætlunar Landsnets fyrir tímabilið 2019-2028. Óskað er eftir að ábendingar og athugasemdir við verkefnis- og matslýsinguna berist fyrir 19. desember.
Byggðarráð vísar erindinu til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.

7.Uppfærslur á samningi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og sveitarfélaga um rekstur Náttúrustofa

Málsnúmer 201811112Vakta málsnúmer

Samband íslenskra sveitarfélaga og umhverfis- og auðlindaráðuneytið hafa undanfarið unnið að endurskoðun á samningsformi milli UAR og náttúrustofa.
Óskað er eftir að sveitarfélög sem koma að rekstri náttúrustofanna taki málið fyrir og sendi athugasemdir ef einhverjar eru fyrir 14. desember.
Lagt fram til kynningar.

8.Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, til umsagnar drög að reglugerð um gerð stefnumótandi áætlunar ríkisins um málefni sveitarfélaga.

Málsnúmer 201812002Vakta málsnúmer

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vekur athygli á að ráðuneytið hefur birt til umsagnar drög að reglugerð um gerð stefnumótandi áætlunar ríkisins um málefni sveitarfélaga. Í reglugerðinni er kveðið á um að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra leggi fram tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins um málefni sveitarfélaga fyrir Alþingi, að minnsta kosti á þriggja ára fresti til fimmtán ára í senn. Í stefnumótandi áætlun skal jafnframt mörkuð aðgerðaáætlun til næstu fimm ára.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.