Fara í efni

Skipting á almennum byggðakvóta vegna fiskveiðiársins 2018/2019

Málsnúmer 201811110

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 273. fundur - 29.11.2018

Til kynningar í byggðarráði er niðurstaða umsóknar um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2018/2019. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur fjallað um umsóknina og niðurstaðan er að úthluta byggðakvóta til Norðurþings, þ.e. 19 þorskígildistonnum á Kópasker og 134 þorskígildistonnum til Raufarhafnar.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 276. fundur - 20.12.2018

Norðurþingi barst bréf frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu þess efnis að mistök urðu við útreikning á byggðakvóta þetta haustið þar sem rangar tölur bárust frá Fiskistofu um landaðan afla á ákveðnum höfnum. Leiðrétt skipting á alemnnum byggðakvóta vegna fiskveiðiársins 2018/2019 er sú að Kópasker fær 15 tonn í stað 19, en Raufarhöfn fær úthlutað óbreyttu magni, þ.e. 134 tonnum.

Lagt fram til kynningar.