Byggðarráð Norðurþings

276. fundur 20. desember 2018 kl. 08:30 - 10:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Magnússon
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Silja Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðbjartur Ellert Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir formaður
  • Örlygur Hnefill Örlygsson varamaður
Starfsmenn
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Dagskrá

1.Fyrirspurn um samninga um sölu eigna

201812027

Guðbjartur Ellert Jónsson óskar eftir, fyrir næsta fund byggðarráðs, að farið verði yfir samninga um sölu eigna sem þegar hafa verið gerðir og uppgjör þeirra. Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um hvaða eignir eigi að selja samkvæmt tillögum í fjárhagsáætlun fyrir árið 2019.
Örlygur vék af fundi undir umræðu um sölu á Höfði 24 c.

Lagt fram til kynningar.

2.Trúnaðarmál

201812038

Fyrirspurn um ráðningarsamning frá Guðbjarti Ellerti Jónssyni.
Gunnar Hrafn framkvæmda- og þjónustufulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Fært í trúnaðarmálabók.

3.Skipting á almennum byggðakvóta vegna fiskveiðiársins 2018/2019

201811110

Norðurþingi barst bréf frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu þess efnis að mistök urðu við útreikning á byggðakvóta þetta haustið þar sem rangar tölur bárust frá Fiskistofu um landaðan afla á ákveðnum höfnum. Leiðrétt skipting á alemnnum byggðakvóta vegna fiskveiðiársins 2018/2019 er sú að Kópasker fær 15 tonn í stað 19, en Raufarhöfn fær úthlutað óbreyttu magni, þ.e. 134 tonnum.

Lagt fram til kynningar.

4.Borgarhólsskóli - Morgunverður og ávaxtastund.

201806109

Á 17. fundi fjölskylduráðs Norðurþings var bókað:
Niðurstaða útgönguspár fjárhagsáætlunar fræðslusviðs 2018 bendir til þess að svigrúm sé innan rekstursins til þess að mæta kostnaði við innleiðingu morgunverðar og ávaxtastundar í Borgarhólsskóla. Fjölskylduráð samþykkir að draga ósk sína um aukafjárveitingu vegna málsins til baka. Ákvörðuninni er vísað til byggðaráðs.
Lagt fram til kynningar.

5.Málefni Skúlagarðs

201704036

Sveitarstjóri gerir grein fyrir framvindu mála er varðar framtíðarrekstur gisti- og veitingaþjónustu í Skúlagarði.
Lagt fram til kynningar. Frekari upplýsingar um málið lagðar fyrir byggðarráð í janúar.

6.Stefna Sandfells ehf. vegna starfsmannaaðstöðu

201812068

Til kynningar fyrir byggðarráði er framlögð stefna byggingafélagsins Sandfells ehf. á hendur Norðurþingi til heimtu skaðabóta fyrir ólögmæta synjun stöðuleyfis.
Gaukur skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Bergur Elías vék af fundi undir þessum lið.

Sveitarstjóra er falið að gæta hagsmuna sveitarfélagsins í málinu.

7.Heiðarbær veitingar sf., samningur um leigu á félagsheimilinu Heiðarbæ

201511006

Leigusamningur um afnot Heiðarbæjar veitinga sf. af fasteigninni í Heiðarbæ rennur út 31. desember 2018. Samningurinn og framhald atvinnustarfseminnar í Heiðarbæjar er lagt til umræðu í byggðarráði.
Lagt fram til kynningar.

8.Hverfisráð Öxarfjarðar 2017-2019

201709132

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 7. fundar hverfisráðs Öxarfjarðar frá 4. desember s.l.
Lagt fram til kynningar.

9.Dvalarheimili aldraðra - Hvammur, fundargerðir 2017-2018

201702089

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð stjórnar Dvalarheimilis aldraðra á Húsavík frá 18. desember. Þar var til umræðu samningur ríkisins við aðildarsveitarfélög DA um uppbyggingu nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík.
Byggðarráð ítrekar mikilvægi verkefnisins og hvetur aðila til að ganga sem fyrst frá samningum, eining er um verkefnið hjá sveitarfélaginu Norðurþingi.

Fundi slitið - kl. 10:30.