Fara í efni

Stefna Sandfells ehf. vegna starfsmannaaðstöðu

Málsnúmer 201812068

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 276. fundur - 20.12.2018

Til kynningar fyrir byggðarráði er framlögð stefna byggingafélagsins Sandfells ehf. á hendur Norðurþingi til heimtu skaðabóta fyrir ólögmæta synjun stöðuleyfis.
Gaukur skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Bergur Elías vék af fundi undir þessum lið.

Sveitarstjóra er falið að gæta hagsmuna sveitarfélagsins í málinu.

Byggðarráð Norðurþings - 280. fundur - 07.02.2019

Til kynningar fyrir byggðarráði er greinargerð Norðurþings sem lögð var fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra þann 24. janúar 2019 vegna stefnu byggingafélagsins Sandfells ehf. á hendur Norðurþingi til heimtu skaðabóta fyrir ólögmæta synjun stöðuleyfis.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 295. fundur - 11.07.2019

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur kveðið upp dóm í máli Sandfells ehf. á hendur Norðurþingi þar sem sveitarfélagið er sýknað af kæru stefnanda.
Lagt fram til kynningar.