Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

280. fundur 07. febrúar 2019 kl. 08:30 - 10:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir varaformaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Silja Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir formaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir tók þátt í fundinum í gegnum Skype.

1.Stefna Sandfells ehf. vegna starfsmannaaðstöðu

Málsnúmer 201812068Vakta málsnúmer

Til kynningar fyrir byggðarráði er greinargerð Norðurþings sem lögð var fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra þann 24. janúar 2019 vegna stefnu byggingafélagsins Sandfells ehf. á hendur Norðurþingi til heimtu skaðabóta fyrir ólögmæta synjun stöðuleyfis.
Lagt fram til kynningar.

2.Siðareglur kjörinna fulltrúa

Málsnúmer 201806058Vakta málsnúmer

Bergur Elías Ágústsson hefur óskað eftir umræðu um siðareglur sveitarstjórnar.
Byggðarráð leggur til að ný sveitarstjórn undirriti siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Norðurþingi sem staðfestar voru á sveitarstjórnarfundi 19. júní 2018.

3.Kalina raforkustöð OH

Málsnúmer 201604013Vakta málsnúmer

Á fundi stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf. þann 1. febrúar s.l. var fjallað um Kalina raforkustöð Orkuveitu Húsavíkur.

Á fundi stjórnarinnar var bókað:
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur hefur farið yfir fyrirliggjandi samkeppnislýsingu vegna raforkuframleiðslu úr lághita í orkustöð OH að Hrísmóum 1 og leggur til að þessi leið verði farin.

Ljóst er að ákvörðun um að senda út samkeppnislýsinguna er stefnumarkandi.
Með vísan til samþykkta og reglna félagsins, vísar stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. ákvörðun um framhald verkefnisins til eigandans.

Varðandi aukaafskriftir, leggur stjórn OH til að orkustöðin verði afskrifuð að svo miklu leyti sem lög heimila.
Byggðarráð vísar málinu til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu.

4.Beiðni um kaup á einbýlishúsi í eigu Norðurþings

Málsnúmer 201901039Vakta málsnúmer

Á fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 29. janúar s.l. var tekin fyrir beiðni frá leigjendum húsnæðis í eigu Norðurþings og Ríkisins sem er staðsett í Lundi. Leigjendur hafa óskað eftir að hefja viðræður um möguleg kaup á húsnæðinu.
Á fundi ráðsins var bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og leggur til við byggðarráð að selja hlutdeild Norðurþings í húsinu.
Byggðarráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar og felur sveitarstjóra að kanna afstöðu ríkisins, sem á 75% hlut í eigninni, til sölunnar.

Silja Jóhannesdóttir vék af fundi kl. 9:55.

5.Sveitarfélögin og heimsmarkmiðin

Málsnúmer 201901104Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur bréf Forsætisráðuneytisins frá 28. janúar 2019 þar sem sveitarfélög eru hvött til að kynna sér heimsmarkmiðin.
Lagt fram til kynningar.

6.Fundargerðir 2019 - Samband íslenskra sveitarfélaga.

Málsnúmer 201902004Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 67. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

7.Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd: Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur), 356. mál.

Málsnúmer 201902003Vakta málsnúmer

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur). Óskað er eftir að umsögn berist eigi síðar en 21. febrúar n.k.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:00.