Fara í efni

Jákvæður agi í Norðurþingi

Málsnúmer 201808060

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 4. fundur - 27.08.2018

Helga Jónsdóttir aðstoðarleikskólastjóri á Grænuvöllum kynnir agastefnuna jákvæður agi í starfi leikskólans.
Fjölskylduráð leggur til við sveitarstjórn að Jákvæður agi og verkfæri Jákvæðs aga verði tekin upp í samskiptum á vettvangi sveitarstjórnar þar sem virðing, góðvild og festa sem eru grunnhugtökin í Jákvæðum aga verði höfð að leiðarljósi í samskiptum og samstarfi innan sveitarstjórnar Norðurþings og í störfum kjörinna fulltrúa á vegum og vettvangi sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 84. fundur - 18.09.2018

Á 4. fundi fjölskylduráðs Norðþings var eftirfarandi bókað:

Fjölskylduráð leggur til við sveitarstjórn að Jákvæður agi og verkfæri Jákvæðs aga verði tekin upp í samskiptum á vettvangi sveitarstjórnar þar sem virðing, góðvild og festa sem eru grunnhugtökin í Jákvæðum aga verði höfð að leiðarljósi í samskiptum og samstarfi innan sveitarstjórnar Norðurþings og í störfum kjörinna fulltrúa á vegum og vettvangi sveitarstjórnar.
Til máls tóku: Helena, Guðbjartur, Kristján og Bergur.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu fjölskylduráðs samhljóða.

Kristján leggur fram eftirfarandi tillögu:
Fjölskylduráði er falið að vinna drög að sáttmála er innifelur það leiðarljós í samskiptum og samstarfi innan sveitarstjórnar sem vinna skal eftir og leggja fyrir næsta fund sveitarstjórnar til umfjöllunar og samþykktar.

Tillaga Kristjáns er samþykkt samhljóða.