Fara í efni

Málefni nýbúa í Norðurþingi

Málsnúmer 201808063

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 4. fundur - 27.08.2018

Viðburðurinn "Velkomin í Norðurþing" kynntur af fjölmenningarfulltrúa.
Fjölmenningarfulltrúi kynnti viðburðinn „Velkomin í Norðurþing“. Viðburðurinn er hugsaður sem árlegur viðburður; vettvangur til að bjóða nýja íbúa formlega velkomna og hvetja „eldri“ íbúa til að taka vel á móti nýju fólk, gefa sig á tal og deila upplýsingum. Fyrirhugað er að halda þrjá viðburði, þann fyrsta á Húsavík á Fosshóteli þann 6. september og síðar í haust sitthvorn viðburðinn á Kópaskeri og Raufarhöfn.

Fjölskylduráð þakkar fjölmenningarfulltrúa kynninguna og fagnar því starfi sem nú þegar hefur verið unnið og því sem framundan er.