Fara í efni

Fjölskylduráð

1. fundur 25. júní 2018 kl. 13:00 - 15:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Benóný Valur Jakobsson varaformaður
  • Hrund Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Berglind Hauksdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson
  • Kjartan Páll Þórarinsson
  • Hróðný Lund
  • Röðull Reyr Kárason Ritari
Fundargerð ritaði: Röðull Reyr Kárason Þjónustufulltrúi
Dagskrá
Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri Borgarhólsskóla sat fundinn undir lið 4.
Guðrún S. Kristjánsdóttir skólastjóri Öxarfjarðarskóla sat fundinn undir lið 5.

1.Völsungur - samningamál 2018-

Málsnúmer 201707045Vakta málsnúmer

Til umræðu eru samningsmál Völsungs.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti stöðu samnings milli Norðurþings og Völsungs.

2.Íþróttahús og tjaldsvæði á Kópaskeri

Málsnúmer 201806105Vakta málsnúmer

Til umræðu er fyrirkomulag á starfsemi íþróttahúss og tjaldsvæði á Kópaskeri í ljósi starfsloka starfsmanns.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir stöðu á starfsemi íþróttahúss og tjaldsvæði á Kópaskeri í ljósi starfsloka starfsmanns. Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að kanna möguleika á samstarfi innan stjórnsýslu sveitarfélagsins og utan um hlutdeild í starfsmanni á Kópaskeri og geta þannig skapað áhugavert starf með fjölbreyttum verkefnum.

3.Grunnskóli Raufarhafnar - Ráðning skólastjóra

Málsnúmer 201805244Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar ráðningu skólastjóra á Raufarhöfn. Auglýst var eftir nýjum skólastjóra eftir núverandi skólastjóri sagði starfi sínu lausu. Engar umsóknir bárust.
Fræðslufulltrúi kynnti stöðu mála vegna ráðningar skólastjóra á Raufarhöfn.
Fræðslufulltrúa falið að vinna að málinu.

4.Borgarhólsskóli - Morgunverður og ávaxtastund.

Málsnúmer 201806109Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar hvort bjóða eigi upp á morgunverð og ávexti í nestistíma í Borgarhólsskóla.
Fjölskylduráð samþykkir að morgunverður og ávaxtastund verði í boði í Borgarhólsskóla frá og með haustinu 2018.
Fræðslufulltrúa er falið í samstarfi við skólastjóra og starfsmenn Borgarhólsskóla að útfæra tillögur að framkvæmd morgunverðar og ávaxtastundar og kynna fyrir ráðinu í ágúst.


5.Öxarfjarðarskóli - Skólaakstur leikskólabarna

Málsnúmer 201806110Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar erindi frá skólastjóra Öxarfjarðarskóla um skólaakstur leikskólabarna í og úr Öxarfjarðarskóla.

Hverfisráð í Kelduhverfi fjallaði einnig um málið á 3. fundi sínum þar sem eftirfarandi var bókað undir öðrum lið: Hverfisráð Kelduhverfis skorar á sveitarstjórn Norðurþings að setja inn í samninga við skólabílstjóra að leikskólabörn skulu hafa pláss í skólabílunum. Slíkur gjörningur væri mikilvægur stuðningur við brotthætta byggð.
Fræðslufulltrúa falið að gera könnun meðal foreldra leikskólabarna í Öxarfjarðarskóla um þörf á skólakstri ásamt því að greina kostnað þess að bjóða upp á akstur fyrir leikskólabörn.

6.Skólaþjónusta Norðurþings - Aukning starfshlutfalls sálfræðinga.

Málsnúmer 201806108Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar aukningu hlutfalls sálfræðinga hjá Skólaþjónustu Norðurþings.
Fræðslufulltrúi kynnti málið. Ráðið samþykkti að fresta afgreiðslu málsins.

7.Allsherjar- og menntamálanefnd: Til umsagnar, 622. mál lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga

Málsnúmer 201806012Vakta málsnúmer

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar eftir umsögn frumvarp til laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
Lagt fram til kynningar.

8.Jafnlaunakönnun fyrir Norðurþing

Málsnúmer 201703088Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur niðurstaða jafnlaunakönnunar sem Rannsóknarmiðstöð HA vann fyrir Norðurþing.
Í nýútkominni skýrslu RHA um launakönnun starfsmanna Norðurþings sem framkvæmd var í október 2017 kemur fram að um kynbundinn launamun er að ræða meðal starfsmanna Norðurþings. Ráðið vísar málinu til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði og Byggðarráði.
Fjölskylduráð leggur til að markvisst verði unnið að því að leiðrétta kynbundinn launamun hjá Norðurþingi.

9.Ýmsar ráðstefnur og fundir - Fjölskylduráð

Málsnúmer 201806059Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur fundarboð á landsfund jafnréttismála, málþing og jafnréttisdag 20. - 21. september n.k.
Lagt fram til kynningar.

10.Aðgerðir til að endurvekja traust og trúnað í málaflokki barnaverndar á Íslandi.

Málsnúmer 201806010Vakta málsnúmer

Borist hefur bréf frá Velferðarráðuneytinu vegna aðgerða til að endurvekja traust og trúnað í málaflokki barnaverndar á Íslandi.
Lagt fram til kynningar.

11.Samningur um félags- og tómstundastarf milli Norðurþings og Félags eldri borgara á Húsavík

Málsnúmer 201703013Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur undirritaður samningur á milli Norðurþings og Félags eldri borgara á Húsavík.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:15.