Fara í efni

Fjölskylduráð

7. fundur 01. október 2018 kl. 13:00 - 15:10 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Benóný Valur Jakobsson varaformaður
  • Hrund Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir varamaður
  • Berglind Hauksdóttir varamaður
  • Elís Orri Guðbjartsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson
  • Kjartan Páll Þórarinsson
  • Hróðný Lund
  • Röðull Reyr Kárason Ritari
Fundargerð ritaði: Röðull Reyr Kárason Þjónustufulltrúi
Dagskrá
Jónas Halldór Friðriksson, framkvæmdastjóri Völsungs sat fundinn undir lið 3.
Hallgrímur Jónsson, gjaldkeri Völsungs sat fundinn undir lið 3.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir liðum 1-3.
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir liðum 1-2 og 4.
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir lið 1 og 4-6.
Elís Orri Guðbjartsson sat fundinn í gegnum síma.

1.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2019

Málsnúmer 201805247Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur fjárhagsrammi fyrir fjölskyldusvið Norðurþings árið 2019 til kynningar og umræðu.
Fjárhagsrammar fyrir fjölskyldusvið lagðir fram til kynningar og umræðu.

2.Gjaldskrár fjölskyldusviðs Norðurþings

Málsnúmer 201809155Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggja til kynningar og umræðu gjaldskrár á Fjölskyldusviði fyrir árið 2019.
Fjölskylduráð felur sviðstjórum fjölskyldusviðs að nota fyrirliggjandi drög að gjaldskrám til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlun Norðurþings.

3.Samningamál Völsungs 2019-

Málsnúmer 201809156Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur samstarfs- og styrktarsamningur Norðurþings við Völsung til kynningar og umræðu.
Fulltrúar Völsungs komu og kynntu hugmyndir sínar að samstarfs- og styrktarsamningi milli Norðurþings og Völsungs.
Fjölskylduráð þakkar fulltrúum Völsungs fyrir komuna og kynningu.

4.Tillaga um spjaldtölvukaup

Málsnúmer 201809110Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur tillaga frá fulltrúum B-lista um spjaldtölvukaup fyrir alla grunnskólanemendur í Norðurþingi.
Fjölskylduráð fjallaði um málið og meirihluti óskar eftir samtali við skólastjórnendur um tillöguna.
Fræðslufulltrúa falið að boða skólastjórnendur á fund fjölskylduráðs.

5.Félagslegar íbúðir

Málsnúmer 201810005Vakta málsnúmer

Ósk um undanþágu skv. 4.gr. reglna Norðurþings um leiguíbúðir Norðurþings.
Fjölskylduráð samþykkir ósk um undanþágu skv. 4.gr. reglna um leiguíbúðir Norðurþings.

6.Yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga.

Málsnúmer 201809106Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur til kynningar yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga.
Félagsmálastjóri gerði grein fyrir yfirliti yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga.

Fundi slitið - kl. 15:10.