Fara í efni

Æskulýðs- og menningarnefnd

17. fundur 09. janúar 2018 kl. 16:15 - 19:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jóhanna Sigr Kristjánsdóttir formaður
  • Dögg Stefánsdóttir varaformaður
  • Áslaug Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Gunnar Illugi Sigurðsson aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi
  • Stefán Jón Sigurgeirsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
Dagskrá

1.Afreks- og viðurkenningarsjóður Norðurþings 2017

Málsnúmer 201711059Vakta málsnúmer

Auglýst var eftir umsóknum í Afreks- og viðurkenningarsjóð Norðurþings árið 2017. Auglýst var í staðarmiðlum og á heimasíðu Norðurþings í desember 2017 og í janúar 2018. Umsóknarfrestur var til 5. janúar 2017

Reglur sjóðsins má finna inná heimasíðu Norðurþings undir, stjórnsýsla/skjöl og útgefið efni/reglur og samþykktir/

Fimm umsóknir bárust í sjóðinn og voru eftirfarandi:

- Völsungur - Blakdeild/landsliðsverkefni Arney Kjartansdóttir
- Völsungur - Blakdeild / Vegna fyrirhugaðar valgreinar í blaki í Borgarhólsskóla
- Völsungur - Knattspyrnudeild / vegna menntunar þjálfara
- Völsungur - Knattspyrnudeild / vegna afrekslínu FSH og Völsungs.
- Skotfélag Húsavíkur - Gylfi Sigurðsson / vegna keppni og æfinga
Eftirfarandi umsókn hlaut úthlutun úr sjóðnum:

- Völsungur - Blakdeild/landsliðsverkefni Arney Kjartansdóttir
165.000 kr

Eftirfandi umsóknum var synjað þar sem þær uppfylltu ekki reglur sjóðsins:
- Völsungur - Blakdeild / Vegna fyrirhugaðar valgreinar í blaki í Borgarhólsskóla
- Völsungur - Knattspyrnudeild / vegna menntunar þjálfara
- Völsungur - Knattspyrnudeild / vegna afrekslínu FSH og Völsungs
- Skotfélag Húsavíkur - Gylfi Sigurðsson / vegna keppni og æfinga

2.Zumba námskeið á Húsavík

Málsnúmer 201801023Vakta málsnúmer

Jóhanna Svava Sigurðardóttir sækir um afnot af sal íþróttahallarinnar á Húsavík án endurgjalds vegna krakkazumba í febrúar og hyggst hún halda zumba bleikan zumbatíma þar sem allur ágóði rennur til Krabbameinsfélagsins.
Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir erindið.

3.Samningamál Grana og Norðurþings 2017-

Málsnúmer 201801022Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Hestamannafélagsins Grana vegna rekstrarársins 2016.
Einnig sækir félagið um starfsstyrk vegna ársins 2017.

Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir að styrkja Grana um 600.000 kr vegna starfsársins 2017 eins og gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins 2017.
Nefndin hvetur félagið til að hefja viðræður við Norðurþing um gerð styrktar- og samstarfssamnings.

4.Þorrablót á Kópasker

Málsnúmer 201801031Vakta málsnúmer

Björn Víkingur Björnsson fyrir hönd Þorrablótsnefndar á Kópaskeri óskar eftir því að fá afnot af íþróttahúsinu á Kópaskeri.
Jafnframt er óskað eftir því að leiga verði ekki innheimt vegna viðburðarinns.
Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir erindið.

5.Gjaldtaka á skíðagöngusvæði á Reykjaheiði

Málsnúmer 201801024Vakta málsnúmer

Skíðagönguspor er reglulega troðið uppá Reykjaheiði ofan Húsavíkur.
Forsvarsmenn Skíðagöngudeildar Völsungs hafa óskað eftir því við Íþrótta- og tómstundafulltrúa að tekin verði upp gjaldtaka á svæðinu. Með vægri gjaldtöku gætu skíðagöngumenn sýnt fram á það að þeir kunna að meta framlag Norðurþings að troða spor reglulega. Einnig væri þá hægt að áætla fjölda fólks sem notar svæðið reglulega.
Æskulýðs- og menningarnefnd tekur vel í þá ósk skíðagöngudeildar að tekið verði við frjálsum framlögum frá skíðagöngumönnum sem nota aðstöðuna.

Til viðmiðunar er eftirfarandi gjald

Stakt skipti = 500 kr
Árskort = 10.000

Leiðbeiningarskilti verður komið fyrir uppá Reykjaheiði og á vef Norðurþings.

6.Rekstur íþróttamiðstöðvarinnar á Raufarhöfn

Málsnúmer 201712016Vakta málsnúmer

AG Briem ehf hafa átt í viðræðum við Norðurþing um að taka að sér rekstur Íþróttamiðstöðvarinnar á Raufarhöfn og tjaldsvæðisins á Raufarhöfn.
Fyrir nefndinni liggja samningsdrög til umfjöllunar.
Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir að ganga til samninga við AG Briem út frá þeim samningsdrögum sem liggja fyrir nefndinni.

Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að ganga frá samningnum og kynna endanlegan samning fyrir nefndinni í febrúar.

7.Frístundarstyrkir ungmenna í Norðurþingi

Málsnúmer 201709039Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni liggja drög að reglum um frístundastyrki í Norðurþingi.
Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir eftirfarandi reglur um frístundarstyrki og vísar þeim til samþykktar í sveitarstjórn Norðurþings.

Reglur um frístundastyrki Norðurþings

Íþróttafélög/félagasamtök/stofnanir gera samning við Norðurþing um frístundastyrk.

Frístundastyrkir Norðurþings - Reglur og skilyrði
1. Markmið og tilgangur frístundastyrkja
- Meginmarkmið frístundastyrkja er að öll börn og unglingar í Norðurþingi geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum.
- Með frístundastyrknum má greiða að hluta fyrir íþrótta-, lista- og tómstundastarfsemi, á vegum félaga, samtaka og stofnana í Norðurþingi. .
- Frístundastyrkurinn eykur jöfnuð í samfélaginu og fjölbreytileika í iðkun íþrótta- lista- og tómstundastarfsemi.


2. Skilyrði fyrir veitingu frístundastyrkja
- Að iðkandi/styrkþegi eigi lögheimili í Norðurþingi eða stundi nám í einhverjum af grunnskólum Norðurþings.
- Að félagið/stofnunin sem nýtur greiðslunnar hafi lögheimili í Norðurþingi F og hafi gert samning um endurgreiðslu frístundastyrkja við Norðurþing.
- Að styrkþegi sé á aldrinum 4 - 18 ára miðað við fæðingarár (2001-2014).
- Að um skipulagt starf/kennslu/þjálfun sé að ræða.
- Að ekki verði óeðlilegar hækkanir á kostnaði við iðkun og æfingagjöldum.
- Styrkur getur aldrei orðið hærri en þátttöku- eða æfingagjald viðkomandi íþrótta- eða tómstundagreinar.

3. Reglur um notkun frístundastyrkja
- Styrkurinn veitir foreldrum og forráðamönnum rétt til að ráðstafa ákveðinni upphæð á ári fyrir hvert barn. Skal sú upphæð ákveðin við gerð fjárhagsáætlunar ár hvert.
Fyrir árið 2018 er upphæðin kr. 6.000.
- Notkun styrksins fer fram í gegnum rafrænt skráningarkerfi Norðurþings eða viðkomandi félags.
- Með styrknum má greiða fyrir skipulagt frístundastarf í Norðurþingi hjá félagi/stofnun sem gert hefur samning við sveitarfélagið um notkun frístundastyrkja. Þetta á t.d. við um starfsemi viðurkenndra íþróttafélaga, æskulýðsfélaga, nám við tónlistarskóla, og fl. Yfirlit yfir samstarfsfélög og stofnanir má finna á heimasíðu Norðurþings.

- Þegar foreldri eða forráðamaður hefur ráðstafað styrk til félags þá er ekki hægt að endurgreiða eða bakfæra.
- Ráðstöfunarréttur fellur niður uppfylli barn ekki lengur skilyrði samkvæmt lið 2.


4. Framkvæmd skráningar og uppgjörs frístundastyrkja
- Hvert félag/stofnun skal gera samning við Norðurþing, ætli það að taka þátt í frístundarstyrkjakerfinu.
- Þar kemur fram nafn félags/stofnunar og um hvaða frístundastarf er að ræða.



5. Sérstakar aðstæður
- Vafamál eru tekin sérstaklega til umfjöllunar af Íþrótta- og tómstundafulltrúa og formanni æskulýðs- og menningarnefndar.

6. Reglur þessar verða endurskoðaðar eins oft og þurfa þykir.

Næsta endurskoðun skal fara fram eigi síðar en við gerð fjárhagsáætlunar haustið 2018.


8.Norðurþing - Heilsueflandi samfélag

Málsnúmer 201712041Vakta málsnúmer

Um er að ræða mál sem tekið var fyrir á 76.fundi Sveitarstjórnar Norðurþings.
Bókun Sveitarstjórnar var eftirfarandi: Sveitarstjórn tekur jákvætt í málið og felur æskulýðs- og menningarnefnd að vinna málið og leggja fyrir sveitarstjórn að nýju.
Æskulýðs- og menningarnefnd telur mikilvægt að hefja vinnu við að gerast Heilsueflandi samfélag og leggur til að Sveitarstjórn Norðurþings sæki formlega um aðild að verkefninu.

Skipaður verði stýrihópur sem í sitja; Sveitarstjóri Norðurþings, Íþrótta- og tómstundafulltrúi Norðurþings og Fræðslufulltrúi Norðurþings sem munu leiða verkefnið fyrsta árið.

Málinu er vísað til Sveitarstjórnar Norðurþings.

9.Mærudagar 2018

Málsnúmer 201801036Vakta málsnúmer

Búið er að auglýsa eftir framkvæmdaraðila á Mærudögum 2018. Engar umsóknir bárust en umsóknarfrestur rann út nú í byrjun janúar.
Æskulýðs- og menningarnefnd leggur til að frestur verði framlengdur fram að 5.febrúar næstkomandi.
Auglýst verður eftir áhugasömum aðilum á landsvísu.

Fundi slitið - kl. 19:30.