Fara í efni

Frístundarstyrkir ungmenna í Norðurþingi

Málsnúmer 201709039

Vakta málsnúmer

Æskulýðs- og menningarnefnd - 13. fundur - 12.09.2017

Æskulýðs og menningarnefnd hefur til skoðunar að taka upp frístundarstyrki fyrir ungmenni í Norðurþingi.
Æskulýðs- og menningarnefnd vill að sveitarfélagið Norðurþing taki upp frístundarstyrki fyrir ungmenni sveitarfélagsins frá upphafi árs 2018. Tilgangur og markmið styrkjanna er að öll börn og unglingar geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum.

Kostnaður við frístundastyrki er metinn á um 4.500.000 króna miðað við að styrkurinn sé 10.000 krónur á einstakling á aldrinum 6-18 ára.

Æskulýðs og menningarnefnd óskar eftir auka fjármagni að upphæð 4.500.000 við úthlutun fjárhagsramma fyrir árið 2018.

Erindinu er vísað til byggðarráðs.

Byggðarráð Norðurþings - 227. fundur - 28.09.2017

Á 13. fundi æskulýðs- og menningarnefndar vísaði nefndin eftirfarandi erindi til byggðarráðs:

"Æskulýðs- og menningarnefnd vill að sveitarfélagið Norðurþing taki upp frístundarstyrki fyrir ungmenni sveitarfélagsins frá upphafi árs 2018. Tilgangur og markmið styrkjanna er að öll börn og unglingar geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum.

Kostnaður við frístundastyrki er metinn á um 4.500.000 króna miðað við að styrkurinn sé 10.000 krónur á einstakling á aldrinum 6-18 ára.

Æskulýðs og menningarnefnd óskar eftir auka fjármagni að upphæð 4.500.000 við úthlutun fjárhagsramma fyrir árið 2018."
Byggðarráð lýsir ánægju sinni með áform æskulýðs- og menningarnefndar um að taka upp frístundastyrki fyrir ungmenni og börn í sveitarfélaginu. Byggðarráð telur að ekki standi efni til að auka við þann fjárhagsramma sem lagður var fyrir nefndina vegna fjárhagsársins 2018. Byggðarráð leggur til við nefndina að leita allra leiða til að forgangsraða fjármunum innan sviðsins sem nú þegar fara til þjónustu við börn og ungmenni svo af þessum áformum megi verða.

Æskulýðs- og menningarnefnd - 14. fundur - 14.11.2017

Á 13. fundi æskulýðs- og menningarnefndar lýsti nefndin yfir áhuga sínum á því að taka upp frístundarstyrki í sveitarfélaginu. Áætlaður kostnaður var um 4.500.000 - króna og var óskað eftir fjármagni til byggðarráðs fyrir verkefninu.
Á 227.fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
,,Byggðarráð lýsir ánægju sinni með áform æskulýðs- og menningarnefndar um að taka upp frístundastyrki fyrir ungmenni og börn í sveitarfélaginu. Byggðarráð telur að ekki standi efni til að auka við þann fjárhagsramma sem lagður var fyrir nefndina vegna fjárhagsársins 2018. Byggðarráð leggur til við nefndina að leita allra leiða til að forgangsraða fjármunum innan sviðsins sem nú þegar fara til þjónustu við börn og ungmenni svo af þessum áformum megi verða."
Lagt fram til kynningar.

Æskulýðs- og menningarnefnd - 16. fundur - 12.12.2017

Æskulýðs- og menningarnefnd ætlar sér að taka upp frístundarstyrki á árinu 2018. Styrkirnir eru hugsaðir til að koma koma til móts við þann kostnað sem iðkendur íþrótta/tómstunda þurfa að bera.

Fyrir Æskulýðs- og menningarnefnd liggur að setja reglur um frístundarstyrki.
Æskulýðs og menningarnefnd felur Íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna drög að reglum um frístundastyrki og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

Nefndin samþykkir að upphæð frístundastyrks árið 2018 verði 6000kr pr barn. Styrkurinn gildir fyrir börn fædd á árabilinu 2001-2014.

Æskulýðs- og menningarnefnd - 17. fundur - 09.01.2018

Fyrir nefndinni liggja drög að reglum um frístundastyrki í Norðurþingi.
Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir eftirfarandi reglur um frístundarstyrki og vísar þeim til samþykktar í sveitarstjórn Norðurþings.

Reglur um frístundastyrki Norðurþings

Íþróttafélög/félagasamtök/stofnanir gera samning við Norðurþing um frístundastyrk.

Frístundastyrkir Norðurþings - Reglur og skilyrði
1. Markmið og tilgangur frístundastyrkja
- Meginmarkmið frístundastyrkja er að öll börn og unglingar í Norðurþingi geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum.
- Með frístundastyrknum má greiða að hluta fyrir íþrótta-, lista- og tómstundastarfsemi, á vegum félaga, samtaka og stofnana í Norðurþingi. .
- Frístundastyrkurinn eykur jöfnuð í samfélaginu og fjölbreytileika í iðkun íþrótta- lista- og tómstundastarfsemi.


2. Skilyrði fyrir veitingu frístundastyrkja
- Að iðkandi/styrkþegi eigi lögheimili í Norðurþingi eða stundi nám í einhverjum af grunnskólum Norðurþings.
- Að félagið/stofnunin sem nýtur greiðslunnar hafi lögheimili í Norðurþingi F og hafi gert samning um endurgreiðslu frístundastyrkja við Norðurþing.
- Að styrkþegi sé á aldrinum 4 - 18 ára miðað við fæðingarár (2001-2014).
- Að um skipulagt starf/kennslu/þjálfun sé að ræða.
- Að ekki verði óeðlilegar hækkanir á kostnaði við iðkun og æfingagjöldum.
- Styrkur getur aldrei orðið hærri en þátttöku- eða æfingagjald viðkomandi íþrótta- eða tómstundagreinar.

3. Reglur um notkun frístundastyrkja
- Styrkurinn veitir foreldrum og forráðamönnum rétt til að ráðstafa ákveðinni upphæð á ári fyrir hvert barn. Skal sú upphæð ákveðin við gerð fjárhagsáætlunar ár hvert.
Fyrir árið 2018 er upphæðin kr. 6.000.
- Notkun styrksins fer fram í gegnum rafrænt skráningarkerfi Norðurþings eða viðkomandi félags.
- Með styrknum má greiða fyrir skipulagt frístundastarf í Norðurþingi hjá félagi/stofnun sem gert hefur samning við sveitarfélagið um notkun frístundastyrkja. Þetta á t.d. við um starfsemi viðurkenndra íþróttafélaga, æskulýðsfélaga, nám við tónlistarskóla, og fl. Yfirlit yfir samstarfsfélög og stofnanir má finna á heimasíðu Norðurþings.

- Þegar foreldri eða forráðamaður hefur ráðstafað styrk til félags þá er ekki hægt að endurgreiða eða bakfæra.
- Ráðstöfunarréttur fellur niður uppfylli barn ekki lengur skilyrði samkvæmt lið 2.


4. Framkvæmd skráningar og uppgjörs frístundastyrkja
- Hvert félag/stofnun skal gera samning við Norðurþing, ætli það að taka þátt í frístundarstyrkjakerfinu.
- Þar kemur fram nafn félags/stofnunar og um hvaða frístundastarf er að ræða.5. Sérstakar aðstæður
- Vafamál eru tekin sérstaklega til umfjöllunar af Íþrótta- og tómstundafulltrúa og formanni æskulýðs- og menningarnefndar.

6. Reglur þessar verða endurskoðaðar eins oft og þurfa þykir.

Næsta endurskoðun skal fara fram eigi síðar en við gerð fjárhagsáætlunar haustið 2018.


Sveitarstjórn Norðurþings - 77. fundur - 16.01.2018

Á 17. fundi æskulýðs- og menningarnefnd Norðurþing þann 19. janúar 2018 voru samþykktar reglur um frístundastyrki og þeim vísað til samþykktar í sveitarstjórn Norðurþings.

Sjá reglur í bókun nefndarinnar frá umræddum fundi.

Til máls tóku: Óli og Kjartan.

Sveitarstjórn samþykkir reglurnar samhljóða.