Fara í efni

Sveitarstjórn Norðurþings

77. fundur 16. janúar 2018 kl. 16:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Olga Gísladóttir aðalmaður
  • Soffía Helgadóttir aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson aðalmaður
  • Óli Halldórsson aðalmaður
  • Sif Jóhannesdóttir 2. varaforseti
  • Kristján Þór Magnússon
  • Stefán Jón Sigurgeirsson aðalmaður
  • Gunnlaugur Stefánsson 1. varaforseti
  • Jóhanna Sigr Kristjánsdóttir 1. varamaður
Starfsmenn
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir Ritari
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Dagskrá

1.Samþykktir Norðurþings 2018

Málsnúmer 201801010Vakta málsnúmer

Til fyrri umræðu í sveitarstjórn eru lagðar fram breytingar á samþykktum sveitarfélagsins. Undanfarnar vikur hefur byggðarráðs rætt kosti og galla núverandi nefndafyrirkomulags og tækifæri til breytinga á samþykktunum sem miða að því að bæta umhverfi kjörinna fulltrúa í sinni vinnu í stjórnkerfinu. Megintillögurnar sem til umræðu eru snúa að fækkun fastanefnda sveitarfélagsins niður í þrár stærri nefndir, sem áætlað væri að fundi að jafnaði einu sinni í viku. Jafnframt er til umræðu hvort fjölga eða fækka skuli í hópi kjörinna fulltrúa frá því sem nú er. Sveitarstjórnarlög gera ráð fyrir því að sveitarfélag af stærðargráðu Norðurþings hafi á að skipa sveitarstjórn með 7, 9 eða 11 fulltrúum. Jafnframt eru til umræðu breytingar á kjaraumhverfi sveitarstjórnarfólks.
Til máls tóku; Kristján, Jóhanna, Kjartan, Sif, Óli, Gunnlaugur og Jónas.

Sveitarstjórn vísar málinu til umræðu í byggðarráði og síðari umræðu í sveitarstjórn.

2.Uppgjör vegna breytinga á A deild Brúar lífeyrissjóðs

Málsnúmer 201801001Vakta málsnúmer

Borist hefur uppgjör vegna breytinga á A deild Brúar lífeyrissjóðs. Staðfest bókun sveitarstjórnar þarf að liggja fyrir við undirritun samkomulagsins. Uppgjörinu á að vera lokið þann 31. janúar 2018.
Til máls tóku; Kristján og Gunnlaugur.


Kristján Þór leggur fram eftirfarandi tillögu að afgreiðslu málsins;
Sveitarstjórn Norðurþings samþykkir að greiða framlagt uppgjör frá lífeyrissjóðnum Brú með fyrirvara um að undirliggjandi gögn og útreikningar sem á þeim byggja séu rétt. Jafnframt áskilur sveitarstjórn sér rétt til endurkröfu ef útreikningar og/eða aðrar forsendur standast ekki. Sveitarstjórn Norðurþings telur að vinnubrögð við framlagningu gagna sem og afgreiðslu- og greiðslufrestir sem gefnir eru séu óásættanleg, enda um að ræða veigamikið mál sem hefur mikil áhrif á fjárhag sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

3.Gjaldskrá hafna 2018

Málsnúmer 201712043Vakta málsnúmer

Gerð er tillaga að breytingu að gjaldskrá hafna Norðurþings 2018 til samræmis við áður undirritaðan samning við PCC Bakkisilicon með tilvísun ívilunar samnings ríkisins, Norðurþings og PCC Bakki silicon.
Til máls tóku; Kristján og Kjartan.


Sveitarstjóri gerir tillögu að eftirfarandi breytingu á gjaldskránni:

7. gr.
Af vörum fluttum með reglulegum strandsiglingum er veittur 40% afsláttur af vörugjöldum í hverjum verðflokki. Af vörum sem fara eiga til útlanda en umskipað er í innlendri höfn skal greiða fullt vörugjald í fyrstu lestunarhöfn. Af vörum sem koma frá útlöndum og fara eiga áfram til útlanda er heimilt að innheimta fullt vörugjald þegar að vörurnar eru fluttar í land.
Í samræmi laga nr. 52/2013 um heimild til samninga um kísilver í landi Bakka í Norðurþingi og fjárfestingarsamning ríkisins við PCC SE og PCC BakkiSilicon hf. gilda sérákvæði um afslátt félagsins PCC BakkiSilicon hf. Samkvæmt samningi hafnasjóðs og PCC BakkiSilicon hf. frá 30. júlí 2013 skal félaginu veittur 40% afsláttur af vörugjöldum vegna inn- og útflutnings, hvort sem flutningurinn fer fram með reglubundnum strandsiglingum eða með beinum inn- og útflutningi.


Sveitarstjórn samþykkir breytinguna samhljóða.

4.Breyting á deiliskipulagi Rifóss.

Málsnúmer 201712046Vakta málsnúmer

Á 24. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað;

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði kynnt skv. ákvæðum 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Til máls tók; Sif.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og umhverfisnefndar samhljóða.

5.Umsókn um stofnun lóðar, Skarðatún, út úr landeigninni Skörð (154.018)

Málsnúmer 201801005Vakta málsnúmer

Á 24. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað;

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt og jafnframt að lóðin fái heitið Skarðatún.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og umhverfisnefndar samhljóða.

6.Frístundarstyrkir ungmenna í Norðurþingi

Málsnúmer 201709039Vakta málsnúmer

Á 17. fundi æskulýðs- og menningarnefnd Norðurþing þann 19. janúar 2018 voru samþykktar reglur um frístundastyrki og þeim vísað til samþykktar í sveitarstjórn Norðurþings.

Sjá reglur í bókun nefndarinnar frá umræddum fundi.

Til máls tóku: Óli og Kjartan.

Sveitarstjórn samþykkir reglurnar samhljóða.

7.Norðurþing - Heilsueflandi samfélag

Málsnúmer 201712041Vakta málsnúmer

Á 17. fundi æskulýðs- og menningarnefndar var eftirfarandi bókað;

Æskulýðs- og menningarnefnd telur mikilvægt að hefja vinnu við að gerast Heilsueflandi samfélag og leggur til að Sveitarstjórn Norðurþings sæki formlega um aðild að verkefninu.

Skipaður verði stýrihópur sem í sitja; Sveitarstjóri Norðurþings, Íþrótta- og tómstundafulltrúi Norðurþings og Fræðslufulltrúi Norðurþings sem munu leiða verkefnið fyrsta árið.

Málinu er vísað til Sveitarstjórnar Norðurþings.




Fyrir sveitarstjórn liggur að samþykkja að sækja formlega um aðild að verkefninu hjá embætti landlæknis.
Til máls tóku: Kristján, Gunnlaugur, Olga, Óli og Kjartan.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að stofna stýrihóp og sækja formlega um aðild að verkefninu.



8.Leikskólar Norðurþings, gjaldskrá 2018.

Málsnúmer 201709046Vakta málsnúmer

Á 22. fundi fræðslunefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað;

Gjaldskrá leikskóla Norðurþings er lögð fram til samþykktar að nýju vegna villu í útreikningum á vistunargjöldum.

Lögð er fram gjaldskrá sem felur í sér 2,7% hækkun. Eftirfarandi gjaldskrá er samþykkt og vísað til staðfestingar sveitarstjórnar:

Almennt gjald
1 klst. 3.325 kr.
4 klst. 13.300 kr.
5 klst. 16.625 kr.
6 klst. 19.950 kr.
7 klst. 23.275 kr.
8 klst. 26.600 kr.
9 klst. 33.250 kr.

Einstæðir
1 klst. 2.390 kr.
4 klst. 9.560 kr.
5 klst. 11.950 kr.
6 klst. 14.340 kr.
7 klst. 16.730 kr.
8 klst. 19.120 kr.
9 klst. 23.900 kr.

Fæði mánaðargjöld:
Morgunverður á Grænuvöllum 2.455 kr.
Hádegisverður á Grænuvöllum 5.846 kr.
Síðdegishressing á Grænuvöllum 2.455 kr.
Mjólkurgjald í Lundi og á Raufarhöfn 640 kr.

Gjald ef barn er sótt eftir umsaminn tíma 1.000 kr.

Systkinaafsláttur
Með 2. barni 50%
Með 3. barni 75%
Til máls tóku: Olga, Jónas, Gunnlaugur og Óli.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi gjaldskrá.

9.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 201605083Vakta málsnúmer

Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri fer yfir helstu atriði úr starfi sínu síðustu vikur.
Til máls tók; Kristján.

10.Byggðarráð Norðurþings - 238

Málsnúmer 1801003FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 238. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

11.Æskulýðs- og menningarnefnd - 17

Málsnúmer 1801005FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 17. æskulýðs- og menningarnefndar Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

12.Skipulags- og umhverfisnefnd - 24

Málsnúmer 1801002FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 24. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

13.Orkuveita Húsavíkur ohf - 172

Málsnúmer 1801004FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 172. fundar orkuveitu Húsavíkur ohf.
Til máls tók undir lið 6 "Kalina raforkustöð OH": Jónas.

Fundargerðin er lögð fram.

14.Fræðslunefnd - 22

Málsnúmer 1801006FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 22. fundar fræðslunefndar Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

15.Framkvæmdanefnd - 24

Málsnúmer 1801001FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 24. fundar framkvæmdanefndar Norðurþings.
Til máls tók undir lið 6 "Refa- og minnkaveiði í Norðurþingi": Kjartan.

Fundargerðin er lögð fram.

16.Byggðarráð Norðurþings - 239

Málsnúmer 1801007FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 239. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 1 "Málefni Skúlagarðs": Óli og Soffía.

Til máls tóku undir lið 5 "Niðurstöður þjónustukönnunar 2017": Gunnlaugur, Kristján, Sif og Óli.

Fundargerðin er lögð fram.

Fundi slitið.