Fara í efni

Gjaldskrá hafna 2018

Málsnúmer 201712043

Vakta málsnúmer

Hafnanefnd - 20. fundur - 11.12.2017

Lögð fram drög að gjaldskrá fyrir hafnir Norðurþings.

Gjaldskrá hafna Norðurþings tekur að mestu leyti breytingum miðað við verðlagsþróun.
Til verða nýir gjaldstofnar t.d. farþega- og farmverndargjald, geymslugjöld á farmverndarsvæðum, leigugjöld fyrir landganga og rafmagnsmæla og skráningargjald vegna endurvigtunar.

Kynnt voru vinnugögn varðandi fjárfestingar í aðstöðu fyrir farþega á næstu árum. Hafnarstjóra er falið að láta vinna nánari útfærslu og rýmisþarfir ferðaþjónustufyrirtækja ásamt kostnaðarmati.
Farþegagjald fyrir árið 2018 verður 173 kr. á hvern farþega sem er hækkun um 3 kr. milli ára.

Hafnarnefnd samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til samþykktar í sveitarstjórn.

Gjaldskrá verður aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn Norðurþings - 76. fundur - 19.12.2017

Á 20. fundi hafnanefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað;

Gjaldskrá hafna Norðurþings tekur að mestu leyti breytingum miðað við verðlagsþróun.
Til verða nýir gjaldstofnar t.d. farþega- og farmverndargjald, geymslugjöld á farmverndarsvæðum, leigugjöld fyrir landganga og rafmagnsmæla og skráningargjald vegna endurvigtunar.

Kynnt voru vinnugögn varðandi fjárfestingar í aðstöðu fyrir farþega á næstu árum. Hafnarstjóra er falið að láta vinna nánari útfærslu og rýmisþarfir ferðaþjónustufyrirtækja ásamt kostnaðarmati.
Farþegagjald fyrir árið 2018 verður 173 kr. á hvern farþega sem er hækkun um 3 kr. milli ára.

Hafnarnefnd samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til samþykktar í sveitarstjórn.

Gjaldskrá verður aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins.
Til máls tóku: Gunnlaugur og Drífa.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirlagða gjaldskrá hafna 2018 með atkvæðum Örlygs, Óla, Olgu, Stefáns, Sifjar, Kjartans og Gunnlaugs.

Soffía situr hjá.

Sveitarstjórn Norðurþings - 77. fundur - 16.01.2018

Gerð er tillaga að breytingu að gjaldskrá hafna Norðurþings 2018 til samræmis við áður undirritaðan samning við PCC Bakkisilicon með tilvísun ívilunar samnings ríkisins, Norðurþings og PCC Bakki silicon.
Til máls tóku; Kristján og Kjartan.


Sveitarstjóri gerir tillögu að eftirfarandi breytingu á gjaldskránni:

7. gr.
Af vörum fluttum með reglulegum strandsiglingum er veittur 40% afsláttur af vörugjöldum í hverjum verðflokki. Af vörum sem fara eiga til útlanda en umskipað er í innlendri höfn skal greiða fullt vörugjald í fyrstu lestunarhöfn. Af vörum sem koma frá útlöndum og fara eiga áfram til útlanda er heimilt að innheimta fullt vörugjald þegar að vörurnar eru fluttar í land.
Í samræmi laga nr. 52/2013 um heimild til samninga um kísilver í landi Bakka í Norðurþingi og fjárfestingarsamning ríkisins við PCC SE og PCC BakkiSilicon hf. gilda sérákvæði um afslátt félagsins PCC BakkiSilicon hf. Samkvæmt samningi hafnasjóðs og PCC BakkiSilicon hf. frá 30. júlí 2013 skal félaginu veittur 40% afsláttur af vörugjöldum vegna inn- og útflutnings, hvort sem flutningurinn fer fram með reglubundnum strandsiglingum eða með beinum inn- og útflutningi.


Sveitarstjórn samþykkir breytinguna samhljóða.