Hafnanefnd

20. fundur 11. desember 2017 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Trausti Aðalsteinsson formaður
  • Sigurgeir Höskuldsson varaformaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Þórir Örn Gunnarsson
Fundargerð ritaði: Þórir Örn Gunnarsson Rekstrarstjóri hafna
Dagskrá

1.Eignasjóður Norðurþings óskar eftir lóðinni að Norðurgarði 5, fyrir slökkvistöð.

201712019

Eignarsjóður óskar eftir lóðinni að Norðurgarði 5, fyrir fyrirhugaða slökkvistöð.
Hafnanefnd samþykkir að lóðinni verði úthlutað til Eignarsjóðs.

2.Hafnasamband Íslands - Fundargerðir 2017

201702006

Til kynningar.
Lagt fram til kynningar. Fundargerð hafnasambandsins nr. 399

3.Sameiginlegt erindi hafnasambandsins og Samgöngustofu

201712022

Lagt fram til kynningar. Sameiginlegt erindi hafnasambandsins og Samgöngustofu um öryggismál í höfnum landsins.
Starfsmenn hafna Norðurþings eru búnir að yfirfara hafnir m.t.t. hæðar á bryggjuköntum og slysahættu sem skapast getur vegna snjósöfnunar við bryggjutré og kanta.

Hafnanefnd felur rekstrarstjóra hafna að skila til nefndarinnar greinargerð um stöðu mála í öryggismálum hafnanna.

4.Samráðshópur Fiskistofu og hafnasambandsins

201712036

Lagt fram til kynningar. Erindi frá samráðshóp Fiskistofu og hafnasambandsins um eflingu samstarfs og samskipta Fiskistofu við hafnaryfirvöld í landinu.
Hafnanefnd fagnar auknu samstarfi við Fiskistofu og jafnframt hugmyndum um fjarvigtun.

5.Skemmtiferðaskip, framtíð & uppbygging.

201703131

Uppbygging og markaðssetning hafna Norðurþings vegna skemmtiferðaskipa.
Hafnarnefnd felur rekstrarstjóra hafna að halda áfram vinnu við kynningarefni til markaðssetningar fyrir hafnir Norðurþings.

6.Gjaldskrá hafna 2018

201712043

Lögð fram drög að gjaldskrá fyrir hafnir Norðurþings.

Gjaldskrá hafna Norðurþings tekur að mestu leyti breytingum miðað við verðlagsþróun.
Til verða nýir gjaldstofnar t.d. farþega- og farmverndargjald, geymslugjöld á farmverndarsvæðum, leigugjöld fyrir landganga og rafmagnsmæla og skráningargjald vegna endurvigtunar.

Kynnt voru vinnugögn varðandi fjárfestingar í aðstöðu fyrir farþega á næstu árum. Hafnarstjóra er falið að láta vinna nánari útfærslu og rýmisþarfir ferðaþjónustufyrirtækja ásamt kostnaðarmati.
Farþegagjald fyrir árið 2018 verður 173 kr. á hvern farþega sem er hækkun um 3 kr. milli ára.

Hafnarnefnd samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til samþykktar í sveitarstjórn.

Gjaldskrá verður aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 18:00.