Fara í efni

Æskulýðs- og menningarnefnd

16. fundur 12. desember 2017 kl. 16:15 - 18:55 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jóhanna Sigr Kristjánsdóttir formaður
  • Dögg Stefánsdóttir varaformaður
  • Áslaug Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Gunnar Illugi Sigurðsson aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi
  • Snæbjörn Sigurðarson
  • Stefán Jón Sigurgeirsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
Dagskrá

1.Leikhópurinn Lotta óskar eftir að setja upp Galdrakarlinn í OZ á Húsavík í janúar 2018

Málsnúmer 201712039Vakta málsnúmer

Leikhópurinn Lotta óskar eftir liðsinni Norðurþings með að setja upp Galdrakarlinn í OZ í mars 2018.
Æskulýðs- og menningarnefnd fagnar því að Leikhópurinn Lotta vilji setja upp Galdrakarlinn í OZ á Húsavík.

Menningarfulltrúa er falið að vinna málið áfram.

2.Mærudagar 2017 - Skýrsla

Málsnúmer 201712045Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni liggur skýrsla frá GB viðburðum um framkvæmd Mærudaga 2017.
Skýrslan er lögð fram til kynningar og GB viðburðum þakkað fyrir vel heppnaða Mærudaga 2017.

Menningarfulltrúa er falið að auglýsa eftir áhugasömum aðilum til að taka að sér framkvæmd Mærudaga 2018. Farið verður yfir umsóknir á janúarfundi Æskulýðs- og menningarnefndar.



3.Skjálfandi 2017- ósk um samstarf

Málsnúmer 201701089Vakta málsnúmer

Harpa Fönn Sigurjónsdóttir óskar eftir samstarfi við Norðurþing til að halda menningarhátíðina Skjálfanda vorið 2018.
Æskulýðs- og menningarnefnd fagnar því að Harpa Fönn sýni því áhuga að halda menningarhátíðina Skjálfanda.
Hátíðin er mikilvægur þáttur í menningarlífi ungmenna í Norðurþingi.

Ekki er svigrúm innan menningarsviðs til að styrkja hátíðina og óskar því nefndin eftir viðbótarfjármagni frá byggðarráði að upphæð 500 þúsund svo verkefnið geti orðið að veruleika.

Málinu er vísað til byggðarráðs.

4.Flugeldasýningar á Húsavík um áramót og á þrettánda

Málsnúmer 201712040Vakta málsnúmer

Kiwanisklúbburinn Skjálfandi hefur séð um flugeldasýningar á Húsavík um áramót og á þrettánda undanfarin ár. Klúbburinn hefur óskað eftir langtímasamningi um viðburðina. Fyrir nefndinni liggja samningsdrög að þríhliða samningi á milli Skjálfanda, Norðurþings og OH.
Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir samninginn. Hlutur Norðurþings í samningnum er samtals 1.100.000 á þremur árum.

5.Frístundarstyrkir ungmenna í Norðurþingi

Málsnúmer 201709039Vakta málsnúmer

Æskulýðs- og menningarnefnd ætlar sér að taka upp frístundarstyrki á árinu 2018. Styrkirnir eru hugsaðir til að koma koma til móts við þann kostnað sem iðkendur íþrótta/tómstunda þurfa að bera.

Fyrir Æskulýðs- og menningarnefnd liggur að setja reglur um frístundarstyrki.
Æskulýðs og menningarnefnd felur Íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna drög að reglum um frístundastyrki og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

Nefndin samþykkir að upphæð frístundastyrks árið 2018 verði 6000kr pr barn. Styrkurinn gildir fyrir börn fædd á árabilinu 2001-2014.

6.Afnot af íþróttahúsi AG Þjálfun

Málsnúmer 201709137Vakta málsnúmer

AG Þjálfun hyggst opna líkamsrækt á nýju ári á Raufarhöfn. Töluverðar breytingar þarf að gera á efri hæð hússins með að fjarlægja milliveggi. Einnig óska AG Þjálfun eftir notkun af herbergi á efri hæð hússins sem hefur verið nýtt undir sjúkraþjálfun og aðra þjónustu. Mögulegt er að útbúa herbergi á neðri hæð íþróttamiðstöðvarinnar undir sambærilega þjónustu.
Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti þær breytingar er gerðar verða á íþróttahúsinu á Raufarhöfn.
Nefndin leggur áherslu á að sjúkraþjálfari sem mun missa sína aðstöðu við breytingarnar hafi aðgang að öðru rými í húsinu eða annarri aðstöðu á Raufarhöfn.

7.Rekstur íþróttamiðstöðvarinnar á Raufarhöfn

Málsnúmer 201712016Vakta málsnúmer

AG Þjálfun/AG Briem sem hyggst opna líkamsrækt í íþróttamiðstöðinni á Raufarhöfn óskar eftir viðræðum við Norðurþing um að taka að sér umsjón íþróttamiðstöðvarinnar.
Æskulýðs - og menningarnefnd felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að afla frekari upplýsinga frá AG Briem ehf. um hugmyndir þeirra að umsjón íþróttamiðstöðvarinnar.

Málinu er frestað til næsta fundar.

8.Norðurþing - Heilsueflandi samfélag

Málsnúmer 201712041Vakta málsnúmer

Til umræðu er verkefnið ,,Heilsueflandi samfélag" sem Embætti landlæknis stendur fyrir.
15 sveitarfélög hafa formlega tekið þátt í verkefninu sem fellst meðal annars í því að huga að heilsueflingu í allri stefnumótun.
Æskulýðs- og menningarnefnd telur verkefnið mikilvægt samfélagsverkefni og skorar nefndin á Sveitarstjórn Norðurþings að taka málið til umræðu hvort Norðurþing eigi að gerast heilsueflandi samfélag.

Nefndin vill leggja ríka áherslu á að ef ákveðið verður að fara í verkefnið, sé mikilvægt að vel verði haldið utan um það og tryggt verði fjármagn fyrir verkefnisstjóra.

Erindinu er vísað til Sveitarstjórnar.

9.Erindisbréf Æskulýðs- og menningarnefndar

Málsnúmer 201712055Vakta málsnúmer

Æskulýðs- og menningarnefnd skal hefja vinnu við að gera erindisbréf nefndarinnar.
Lagt fram til kynningar og fyrirhugað er að halda áfram vinnu við bréfið á næstu fundum.

10.Kynning íþrótta- og tómstundafulltrúa

Málsnúmer 201606156Vakta málsnúmer

Til umræðu var
- búnaðarkaup íþróttamannvirkja
- samningamál íþróttafélaga
- samningur um Jökulsárhlaupið

Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 18:55.