Fara í efni

Skjálfandi 2017- ósk um samstarf

Málsnúmer 201701089

Vakta málsnúmer

Æskulýðs- og menningarnefnd - 7. fundur - 17.01.2017

Óskað hefur verið eftir því að sveitarfélagið komi að listahátíðinni Skjálfandi sem haldinn verður á Húsavík í maí 2017.
Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir að styrkja verkefnið um 400 þúsund á árinu 2017 og felur menningarfulltrúa að ganga frá samningum við forsvarsmenn hátíðarinnar.

Æskulýðs- og menningarnefnd - 16. fundur - 12.12.2017

Harpa Fönn Sigurjónsdóttir óskar eftir samstarfi við Norðurþing til að halda menningarhátíðina Skjálfanda vorið 2018.
Æskulýðs- og menningarnefnd fagnar því að Harpa Fönn sýni því áhuga að halda menningarhátíðina Skjálfanda.
Hátíðin er mikilvægur þáttur í menningarlífi ungmenna í Norðurþingi.

Ekki er svigrúm innan menningarsviðs til að styrkja hátíðina og óskar því nefndin eftir viðbótarfjármagni frá byggðarráði að upphæð 500 þúsund svo verkefnið geti orðið að veruleika.

Málinu er vísað til byggðarráðs.

Byggðarráð Norðurþings - 237. fundur - 15.12.2017

Borist hefur ósk frá Hörpu Fönn Sigurjónsdóttur um samstarfssamning til þriggja ára vegna Skjálfanda festival.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga til viðræðna við Hörpu Fönn Sigurjónsdóttur um mögulegan samstarfssamning vegna menningarhátíðarinnar Skjálfanda.

Byggðarráð Norðurþings - 245. fundur - 09.03.2018

Fyrir byggðarráði liggja drög að samstarfssamningi vegna listahátíðarinnar Skjálfanda. Undangengin sjö sumur hefur listahátíð og vinnustofudvöl listamanna verið haldin hátíðleg á Húsavík, fyrst undir heitinu Jónsvika, vinnuvika og listhátið, en sem Skjálfandi festival síðustu árin. Forsvarsmönnum hátíðarinnar hefur tekist vel upp með að festa hátíðina í sessi og hafa í gegnum tíðina liðlega 100 listamenn komið til Húsavíkur að þessu tilefni og tekið þátt. Að auki hafa börn og ungmenni úr sveitarfélaginu getað tekið þátt í námskeiðum og vinnustofum.

Byggðarráð þakkar aðstandendum Skjálfandi festival fyrir dugnað og metnað við uppsetningu hátíðarinnar undangengin sjö ár. Sveitarstjóra er falið að ganga frá samkomulagi til þriggja ára um framhald hátíðarinnar, byggt á þeim samningsdrögum sem liggja fyrir byggðarráði.