Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

245. fundur 09. mars 2018 kl. 12:00 - 13:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Olga Gísladóttir varaformaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Kristján Þór Magnússon
  • Soffía Helgadóttir varamaður
Starfsmenn
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Dagskrá

1.Samþykktir Norðurþings 2018

Málsnúmer 201801010Vakta málsnúmer

Framhald á umræðum um breytingar á samþykktum Norðurþings.
Framhald á umræðu um breytingar á samþykktum.

2.Skjálfandi - ósk um samstarf

Málsnúmer 201701089Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að samstarfssamningi vegna listahátíðarinnar Skjálfanda. Undangengin sjö sumur hefur listahátíð og vinnustofudvöl listamanna verið haldin hátíðleg á Húsavík, fyrst undir heitinu Jónsvika, vinnuvika og listhátið, en sem Skjálfandi festival síðustu árin. Forsvarsmönnum hátíðarinnar hefur tekist vel upp með að festa hátíðina í sessi og hafa í gegnum tíðina liðlega 100 listamenn komið til Húsavíkur að þessu tilefni og tekið þátt. Að auki hafa börn og ungmenni úr sveitarfélaginu getað tekið þátt í námskeiðum og vinnustofum.

Byggðarráð þakkar aðstandendum Skjálfandi festival fyrir dugnað og metnað við uppsetningu hátíðarinnar undangengin sjö ár. Sveitarstjóra er falið að ganga frá samkomulagi til þriggja ára um framhald hátíðarinnar, byggt á þeim samningsdrögum sem liggja fyrir byggðarráði.

3.Skjalastefna Norðurþings

Málsnúmer 201803042Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til samþykktar skjalastefna Norðurþings. Tilgangur stefnunnar er að setja ramma um meðferð skjala hjá Norðurþingi og lýsa ábyrgð starfsmanna á þeim. Stefnunni er ætlað að tryggja örugga meðferð og vörslu opinberra skjala með réttindum íbúa, hag stjórnsýslunnar og varðveislu á sögu Norðurþings. Stefnan nær til allra skjala sem tengjast starfsemi sveitarfélagsins nema bókhaldsskjala og skjala varðandi laun, ráðningar og starfsmannahald. Stefnan gildir um öll skjöl starfsmanna, stofnanna, deilda og fyrirtækja Norðurþings, óháð formi.

Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til sveitarstjórnar til samþykktar.

4.Norðurþing - Facebook síða

Málsnúmer 201803039Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til samþykktar að opna Facebook síðu fyrir sveitarfélagið.
Byggðarráð samþykkir að opna Facebook síðu fyrir sveitarfélagið.

5.Aðalfundur Veiðifélags Deildarár 2018

Málsnúmer 201803036Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur boð á aðalfund Veiðifélags Deildarár, laugardaginn 7. apríl nk.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að tryggja að fulltrúi sveitarfélagsins mæti á fundinn.

6.Aðalfundarboð Lánasjóðs sveitarfélaga

Málsnúmer 201803037Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur boð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga, föstudaginn 23. mars nk.

Seturétt eiga allir kjörnir fulltrúar í sveitarstjórn en á aðalfundinum er framkvæmdarstjóri sveitarfélags fer með atkvæðistrétt síns sveitarfélags nema ef sveitarstjórn hefur tekið sérstaka ákvörðun um annað og þá þarf sjóðnum að berast staðfesting á því ásamt umboði.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að fara með umboð Norðurþings á fundinn.

7.Fundargerðir Eyþings 2016-2018

Málsnúmer 201603019Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 303. fundar stjórnar Eyþings.
Lagt fram.

8.Umhverfis- og samgöngunefnd: Til umsagnar 248. mál, frumvarp til laga um hollustuhætti og mengunarvarnir o.fl. (sérstök kæruheimild vegna athafna og athafnaleysis)

Málsnúmer 201803034Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um hollustuhætti og mengunarvarnir o.fl(sérstök kæruheimild vegan athafna og athafnaleysi).

Lagt fram.

9.Allsherjar- og menntamálanefnd: Til umsagnar 236. mál, tillögu að þingsályktun um aðgengi að starfrænum smiðjum

Málsnúmer 201803033Vakta málsnúmer

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar eftir umsögn um tillögu að þingsályktun um aðgengi að starfsrænum smiðjum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 13:00.