Fara í efni

Æskulýðs- og menningarnefnd

7. fundur 17. janúar 2017 kl. 16:00 - 18:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Erna Björnsdóttir formaður
  • Jóhanna Sigr Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Dögg Stefánsdóttir varaformaður
  • Áslaug Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Gunnar Illugi Sigurðsson aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson Tómstunda- og æskulýðsful
  • Snæbjörn Sigurðarson
Fundargerð ritaði: Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
Dagskrá
Selmdís Þráinsdóttir forstöðumaður Túns sat fundin undir lið nr. 8.

1.Skjálfandi 2017- ósk um samstarf

Málsnúmer 201701089Vakta málsnúmer

Óskað hefur verið eftir því að sveitarfélagið komi að listahátíðinni Skjálfandi sem haldinn verður á Húsavík í maí 2017.
Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir að styrkja verkefnið um 400 þúsund á árinu 2017 og felur menningarfulltrúa að ganga frá samningum við forsvarsmenn hátíðarinnar.

2.Menningarstarfsemi í verbúðum við Hafnarstétt

Málsnúmer 201701088Vakta málsnúmer

Um áramót rann út samningur við menningarfélagið Út á Túni um starfsemi í verbúðum við Hafnarstétt á Húsavík.
Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir að óska eftir einni verbúð við Hafnarstétt á Húsavík undir menningarstarfsemi. Nefndin felur menningarfulltrúa að fylgja málinu eftir.

3.Umsókn um styrk vegna vímulausrar skemmtunar á Húsavík.

Málsnúmer 201611100Vakta málsnúmer

Guðni Bragason sækir um 200 þúsund króna styrk til að setja upp vímulausa skemmtun á Húsavík.
Skemmtunin fór fram þann 7. janúar í sal Borgarhólsskóla á Húsavík.
Um er að ræða frestað erindi frá nóvemberfundi Æskulýðs- og menningarnefndar.
Æskulýðs og menningarnefnd fagnar frumkvæði GB viðburða og samþykkir að styrkja skemmtunina um 100 þúsund krónur.

Nefndinni þykir umhugsunarefni hversu fáir mættu á viðburð af þessari stærðargráðu.

4.Samningamál íþróttafélaga 2017 - GH

Málsnúmer 201612151Vakta málsnúmer

Rekstrar- og samstarfssamningur á milli Norðurþings og GH er útrunninn.
GH hefur óskað eftir viðræðum um nýjan samning og eru viðræður þegar komnar af stað.
Æskulýðs- og menningarnefnd felur Íþrótta- og tómstundafulltrúa að ganga frá samningi við GH á grundvelli fyrri samnings. Jafnframt felur nefndin Íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna framtíðarsýn í samningamálum við íþróttafélög og leggja fram tillögur við gerð fjárhagsáætlunar árið 2018.

5.Gúmmíkurl gervigrasvalla

Málsnúmer 201511069Vakta málsnúmer

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur gefið út áætlun um að kurluðu dekkjagúmmíi verði skipt út fyrir hættuminni efni á leik- og íþróttavöllum. Sú áætlun er lögð fram til kynningar og er einnig sýnileg á heimasíðu Umhverfis- og auðlindarráðuneytisins.
Áætlun Norðurþings um endurnýjun á sínum gervigrasvöllum gerir ráð fyrir að skipta út gúmmíkurli og gervigrasi á sparkvöllum við Borgarhólsskóla innan tveggja ára. Fyrirhugað er að sparkvöllur á Raufarhöfn og gervigras á Húsavík verði endurnýjaðir á næstu 10-15 árum.
Áætlun ráðherra gerir ráð fyrir að allt gúmmíkurl verði farið af völlum á fyrir árslok 2026. Eðlilegra væri að miða við að skipta út gúmmíkurli samhliða endurnýjun valla sem fer eftir notkun vallana og ástandi.
Gúmmíkurlið sem er á gervigrasvöllum í Norðurþingi er dekkjakurl sem Efnastofnun Evrópu (ECHA) mælir ekki gegn notkun á íþróttavöllum á forsendum núverandi þekkingar.

6.Afreks - og viðurkenningarsjóður Norðurþings 2016

Málsnúmer 201611151Vakta málsnúmer

Afreks- og viðurkenningarsjóður Norðurþings var opin til umsóknar.
Auglýst var eftir umsóknum í sjóðinn í skránni fyrstu vikuna í desember og á vefsíðu Norðurþings.
Ein umsókn barst í sjóðinn að þessu sinni.

Afgeiðsla á umsóknum er eftirfarandi:

Sigurður Unnar Hauksson
- vegna þáttöku á alþjóðlegum mótum í Leirdúfuskotfimi með landsliði Íslands.

Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir að styrkja Sigurð um 150 þúsund krónur úr afreks og viðurkenningarsjóði Norðurþings.


7.Frístundastyrkir sveitarfélaga

Málsnúmer 201608158Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar voru frístundarstyrkir sveitarfélaga og fyrirkomulag á þeim.
Bent er á fróðlega umfjöllun um frístundastyrki á vefsíðu UMFÍ, umfi.is
Æskulýðs- og menninganefnd að leita leiða með að koma á styrkjakerfi í frístunda og tómstundamálum í Norðurþingi fyrir fjárhagsárið 2018.

8.Erindi vegna húsnæðismála Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Húsavík

Málsnúmer 201612112Vakta málsnúmer

Byggðarráð tók fyrir erindi frá Rannssóknarsetri HÍ þann 5.janúar 2017 varðandi húsnæðisvanda setursins. Sveitarstjóra var falið að vinna að úrlausn málsins með það fyrir augum að leigja Tún til að hýsa nemendur og starfsmenn Rannsóknarsetursins. Í Túni er nú starfrækt félagsmiðstöð og frístundarheimili og fái Rannsóknarsetur HÍ afnot af húsinu mun það hafa áhrif á núverandi starfsemi í Túni.
Ef Rannskóknarsetur HÍ mun fá aðgang að Túni mun það óhjákvæmilega hafa áhrif á þá starfsemi sem nú er í húsinu.
Mögulegt væri að veita Rannsóknarsetri HÍ aðgang að syðri hluta hússins og starfrækja Frístund og/eða félagsmiðstöð í nyrðri hluta hússins. Það mun þó þrengja að starfseminni í núverandi mynd enda eru 37 börn í frístundarvistun í Túni. Einnig er nyrðri hluti hússins og kjallari sárlega komin á tíma með viðhald og endurnýjun.

Æskulýðs- og menningarnefnd felur Íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna greinargerð um mögulegar breytingar á starfsemi Túns og leggja fyrir fund Æskulýðs- og menningarnefndar í febrúar.

Æskulýðs- og menningarnefnd óskar eftir umsögn Ungmennaráðs Norðurþings um hugsanlegan flutning félagsmiðstöðvarinnar Túns.

Afgreiðslu málsins er frestað til næsta fundar.

9.Forvarnastefna Norðurþings 2017

Málsnúmer 201701068Vakta málsnúmer

Til kynningar og umræðu eru drög að forvarnaráætlun Norðurþings.
Til kynningar voru drög að forvarnaráætlun Norðurþings. Áætlunin hefur verið unnin af Íþrótta- og tómstundarfulltrúa og starfsfólki félagsþjónustu Norðurþings.
Æskulýðs- og menningarnefnd leggur til að áætluninni verði vísað til umfjöllunar í Ungmennaráði Norðurþings.

10.Sundlaug Raufarhafnar

Málsnúmer 201508055Vakta málsnúmer

Á 4.fundi Æskulýðs- og menningarnefndar þann 15. september 2016 tók Æskulýðs- og menningarnefnd ákvörðun um að fresta lokun sundlaugarinnar á Raufarhöfn út árið 2016.
Til umræðu var starfsfyrirkomulag sundlaugarinnar á árinu 2017.
Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir að halda óbreyttum opnunartíma út apríl og skoðað verði að auka opnunartíma yfir sumartímann.

11.Þorrablót á Kópaskeri 2017

Málsnúmer 201701047Vakta málsnúmer

Sigríður Kjartansdóttir fyrir hönd þorrablótsnefndar á Kópaskeri óskar eftir afnotum á íþróttahúsinu á Kópaskeri án endurgjalds vegna þorrablóts sem fyrirhugað er þann 18.febrúar næstkomandi.
Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir erindið og felur Íþrótta- og tómstundafulltrúa að fylgja málinu eftir.

12.Sundlaug Húsavíkur - vatnsrennibraut

Málsnúmer 201611099Vakta málsnúmer

Í framkvæmdaáætlun ársins 2017 sem samþykkt var í framkvæmdanefnd þann 16. nóvember 2016 var áætlað að setja upp nýja vatnsrennibraut í sundlaug Húsavíkur. Rennibrautin meðal verkefna/nýframkvæmda sem talin voru upp í viðhaldsáætlun frá Æskulýðs- og menningarnefnd sem tekin var fyrir á 6. fundi nefndarinar þann 16.11.2016.
Æskulýðs- og menningarnefnd fagnar því að framkvæmdanefnd hafi eyrnamerkt fjármagn í uppbyggingu á Sundlaug Húsavíkur. Nefndin felur íþrótta- og tómstundarfulltrúa að kanna mögulegar leiðir og kostnað í samstarfi við framkvæmdafulltrúa sem samræmist áætluðum kostnaði í verkið.

13.Kynning íþrótta- og tómstundafulltrúa

Málsnúmer 201606156Vakta málsnúmer

Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta og tómstundarfulltrúi fór yfir málefni sviðsins.
Til kynningar voru eftirtalin mál:
- Sundlaug Húsavíkur - Framtíðarskipulag
- Ungmennaráð - febrúarfundur með sveitarstjórn
- Landsþing ungmennahúsa á Hólmavík
- Ferð FÍÆT (Félag Íþrótta, æskulýðs og tómstundafulltrúa) til Eistlands.

14.Ungmennaráð Norðurþings - 5

Málsnúmer 1612001Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar og staðfestingar var fundargerð Ungmennaráðs frá 6.desember 2016. Einnig voru lagðar fram breytingar á erindisbréfi ungmennaráðs.
Æskulýðs- og menningarnefnd fellst á breytingartillögur Ungmennaráðs á erindisbréfi þess.
Æskulýðs- og menningarnefnd vísar breyttu erindisbréfi til staðfestingar í Sveitarstjórn.

Fundi slitið - kl. 18:45.