Fara í efni

Umsókn um styrk vegna vímulausrar skemmtunar á Húsavík.

Málsnúmer 201611100

Vakta málsnúmer

Æskulýðs- og menningarnefnd - 6. fundur - 15.11.2016

Guðni Bragason fyrir hönd GB viðburða sækir um 200 þúsund króna styrk til að setja upp vímulausa skemmtun á Húsavík.
Æskulýðs- og menningarnefnd þakkar fyrir erindið og felur menningarfulltrúa og íþrótta- og tómstundarfulltrúa að ræða við GB viðburði um útfærslu á styrkveitingunni.

Afgreiðslu málsins er frestað til næsta fundar.

Æskulýðs- og menningarnefnd - 7. fundur - 17.01.2017

Guðni Bragason sækir um 200 þúsund króna styrk til að setja upp vímulausa skemmtun á Húsavík.
Skemmtunin fór fram þann 7. janúar í sal Borgarhólsskóla á Húsavík.
Um er að ræða frestað erindi frá nóvemberfundi Æskulýðs- og menningarnefndar.
Æskulýðs og menningarnefnd fagnar frumkvæði GB viðburða og samþykkir að styrkja skemmtunina um 100 þúsund krónur.

Nefndinni þykir umhugsunarefni hversu fáir mættu á viðburð af þessari stærðargráðu.