Fara í efni

Æskulýðs- og menningarnefnd

6. fundur 15. nóvember 2016 kl. 15:00 - 17:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Erna Björnsdóttir formaður
  • Dögg Stefánsdóttir varaformaður
  • Áslaug Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Gunnar Illugi Sigurðsson aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson Tómstunda- og æskulýðsful
  • Snæbjörn Sigurðarson
  • Stefán Jón Sigurgeirsson varamaður
Fundargerð ritaði: Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
Dagskrá
Stefán Jón Sigurgeirsson sat ekki liði 1-4 á fundinum.

1.Framkvæmd Mærudaga 2016

Málsnúmer 201510024Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar var skýrsla GB viðburða um framkvæmd Mærudaga 2016.
Æskulýðs- og menningarnefnd þakkar GB viðburðum fyrir greinargóða skýrslu um framkvæmd Mærudaga 2016.

Menningarfulltrúa er falið að hefja viðræður við GB viðburði um umsjón og framkvæmd Mærudaga 2017.

2.Umsókn um styrk vegna vímulausrar skemmtunar á Húsavík.

Málsnúmer 201611100Vakta málsnúmer

Guðni Bragason fyrir hönd GB viðburða sækir um 200 þúsund króna styrk til að setja upp vímulausa skemmtun á Húsavík.
Æskulýðs- og menningarnefnd þakkar fyrir erindið og felur menningarfulltrúa og íþrótta- og tómstundarfulltrúa að ræða við GB viðburði um útfærslu á styrkveitingunni.

Afgreiðslu málsins er frestað til næsta fundar.

3.Ártal í Skálamel

Málsnúmer 201603044Vakta málsnúmer

Æskulýðs- og menningarnefnd leitar eftir áhugasömum aðila til að taka að sér umsjón og uppsetningu á ártali í Skálamel um áramót.
Æskulýðs- og menningarnefnd fela menningarfulltrúa að fylgja málinu eftir.

4.Ósk um stuðning við Snorraverkefnið 2017

Málsnúmer 201610042Vakta málsnúmer

Snorrasjóður óskar eftir stuðningi við Snorraverkefnið 2017.

Sumarið 2017 mun nítjándi hópur ungmenna af íslenskum ættum á aldrinum 18 ? 28 ára koma hingað til lands frá Kanada og Bandaríkjunum til að kynnast rótum sínum. Markmið þess er að
styrkja tengsl afkomenda Íslendinga í Norður-Ameríku við Ísland og hvetja unga Vestur-Íslendinga til að varðveita og rækta íslenskan menningar- og þjóðararf sinn.
Verkefnið er samstarfsverkefni Þjóðræknisfélags Íslendinga og Norræna félagsins og stendur yfir í 6 vikur, eða
frá 11. júní - 20. júlí 2017.
Æskulýðs- og menningarnefnd hafnar erindinu.

5.Fjölgun leikskólaplássa á Húsavík.

Málsnúmer 201604068Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd fékk það verkefni að kanna leiðir til að fjölga leikskólaplássum á Húsavík. Breytingarnar gætu haft áhrif á húsnæðismál frístundar og félagsmiðstöðvar. Málið er því lagt fram til umsagnar í Æskulýðs- og menningarnefnd.
Lagt fram til kynningar.

6.Íslenskar Æskulýðsrannsóknir

Málsnúmer 201610192Vakta málsnúmer

Háskóli Íslands, umboðsmaður barna og fleiri aðilar standa fyrir ráðstefnunni Íslenskar æskulýðsrannsóknir mánudaginn 21. nóvember næstkomandi. Þema ráðstefnunnar er þátttaka ungmenna og barna - og er kallað eftir erindum og kynningum sem tengjast þema ráðstefnunnar. Við hvetjum ungmennaráð til að huga að því að senda inn kynningu og taka til umræðu málefni sem brenna á ungu fólki í dag. Hver kynning verður um 15-20 mín löng og fer fram í málstofu.
Lagt fram til kynningar.

7.Ósk um styrk vegna þorrablóts Kvenfélags Húsavíkur 2017

Málsnúmer 201610218Vakta málsnúmer

Ólöf Ásta Ólafsdóttir óskar eftir afnotum af Íþróttahöllinni á Húsavík án endurgjalds fyrir þorrablót Kvenfélags Húsavíkur þann 14. janúar 2017.
Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir að styrkja Kvenfélag Húsavíkur með niðurfellingu á húsaleigu fyrir íþróttahöllina á Húsavík.

Nefndin felur íþrótta- og tómstundarfulltrúa að fylgja málinu eftir.

8.Leikvellir Norðurþingi 2016-

Málsnúmer 201607165Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar var greinargerð um leikvelli Norðurþings sem unnin var af íþrótta- og tómstundafulltrúa.
Lagt fram til kynningar

9.Gjaldskrá Túns 2017

Málsnúmer 201611095Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni liggur gjaldskrá Frístundarheimilisins Túns fyrir árið 2017.
Æskulýðs - og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.

Fullt pláss = 20.700 kr á mánuði
1/2 pláss = 11.900 kr á mánuði

Systkinaafsláttur:
50% fyrir annað barn
75% fyrir þriðja barn

Gjaldskráin verður auglýst á heimasíðu Norðurþings og tekur gildi frá og með 1. janúar 2017.

10.Gjaldskrá íþróttamannvirkja Norðurþings 2017

Málsnúmer 201611094Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni liggur gjaldskrá íþróttamannvirkja fyrir árið 2017.
Æskulýðs - og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.

Gjaldskrá:
Íþróttahöll Húsavíkur
1/1 salur pr. klst. kr. 6.650 kr.
2/3 salur pr. klst. kr. 4.450 kr.
1/3 salur pr. klst. kr. 3.300 kr.

Litli salur/þreksalur pr. klst. kr. 3.300 kr.
Leigugjald fyrir allan salinn í sólarhring kr. 143.000 kr.
Leiga á stólum út úr húsi = 415 kr stk

Leiga á sal utan hefðbundins opnunartíma (morguntímar)
1/1 salur pr. klst. kr. 11.300 kr.
2/3 salur pr. klst. kr. 9.100 kr.
1/3 salur pr. klst. kr. 8.000 kr.
Litli salur/þreksalur pr. klst. kr. 8.000 kr.


Íþróttamannvirki Raufarhöfn/Lundur/Kópasker
Salur til útleigu
1/1 salur = pr. klst. kr. 4.450 kr.

Sundlaugar Norðurþings (Húsavík/Lundur/Raufarhöfn)

Fullorðnir
Stakir miðar kr. 650
Afsláttarmiðar 10 stk. kr. 4.250 kr.
Afsláttarmiðar 30 stk. Kr. 11.900 kr.
Árskort kr. 32.100 kr.
Fjölskyldukort kr. 21.000 kr.

Eldri borgarar (67 ára og eldri)
Stakir miðar kr. 300
Afsláttarmiðar kr. 2.100
Árskort kr. 15.500
Fjölskyldukort kr. 7.750
Frítt fyrir 75% öryrkja*

Börn 6-17 ára
Stakur miði kr. 300
Afsláttarmiðar 10 stk. kr. 2.100
Frístundakort 1.barn kr. 3.000
2.barn kr. 2.000
3.barn kr. frítt

Sundföt/Handklæði
Sundföt kr. 700
Handklæði kr. 700
Handklæði sundföt sundferð kr. 1550
*Sé þess krafist í afgreiðslu gætu gestir þurft að framvísa viðeigandi skírteinum


Gjaldskráin verður auglýst á heimasíðu Norðurþings og tekur gildi frá og með 1. janúar 2017

11.Viðhaldsverkefni íþrótta- og tómstundamála 2017

Málsnúmer 201610068Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar var greinargerð um viðhaldsverkefni á æskulýðs- og menningarsviði.
Lagt fram til kynningar.
Æskulýðs- og menningarnefnd vísar meðfylgjandi greinargerð til umfjöllunar í framkvæmdanefnd.

12.Fjárhagsáætlun 2017 - Æskulýðs- og menningarsvið

Málsnúmer 201609131Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar var fjárhagsáætlun Æskulýðs- og menningarsviðs fyrir árið 2017.
Fjárhagsrammi Æskulýðs- og menningarsviðs fyrir árið 2017 er:
- Æskulýðs og íþróttamál = 200.163.000
- Menningarmál = 47.595.000
Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun og fjárhagsramma sviðsins.

13.Kynning íþrótta- og tómstundafulltrúa

Málsnúmer 201606156Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir eftirtalin mál:
- Fjárhagsstaða sviðsins
- Heilsueflandi samfélag
- Brennur áramóta og þrettánda

Lagt fram til kynningar.

14.Ungmennaráð Norðurþings - 4

Fundi slitið - kl. 17:30.