Fara í efni

Fjárhagsáætlun 2017 - Æskulýðs- og menningarsvið

Málsnúmer 201609131

Vakta málsnúmer

Æskulýðs- og menningarnefnd - 4. fundur - 15.09.2016

Byggðaráð samþykkti þann 8. september síðastliðin ramma fyrir fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir árið 2017.
Til umfjöllunar er fjárhagsrammi Æskulýðs- og menningarsviðs árið 2017.
Rammarnir eru eftirfarandi:
Menningarmál = 47.595.000,
Æskulýðs- og íþróttamál = 200.163.000
Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti fjárhagsramma Æskulýðs- og menningarsviðs.
Æskulýðs- og menningarnefnd staðfestir móttöku á fjárhagsramma sviðsins.

Nefndin fer þess á leit við byggðaráð að taka alfarið yfir málefni leikvalla sveitarfélagsins gegn því að fjármunir til þeirra verkefna fylgi.
Nýframkvæmdir leikvalla eru nú undir framkvæmdasviði en viðhald og rekstur er undir æskulýðs- og menningarsviði. Nefndin telur farsælla að hafa framkvæmdir, viðhald og rekstur undir einu sviði.

Einnig vill nefndin benda byggðaráði á að ákveða þarf framtíðarfyrirkomulag á málefnum nýrra íbúa og tryggja fjármagn í þann málaflokk.

Æskulýðs- og menningarnefnd - 5. fundur - 11.10.2016

Til umfjöllunar var fjárhagsáætlun Æskukulýðs- og menningarsviðs fyrir árið 2017.
Fjárhagsrammi æskulýðs- og menningarsviðs fyrir árið 2017 er:
- Æskulýðs og íþróttamál = 200.163.000
- Menningarmál = 47.595.000
"Æskulýðs- og menningarnefnd fellst á fyrirliggjandi fjárhagsáætlun og fjárhagsramma sviðsins."
Nefndin vísar málinu til Byggðarráðs.

Æskulýðs- og menningarnefnd - 6. fundur - 15.11.2016

Til umfjöllunar var fjárhagsáætlun Æskulýðs- og menningarsviðs fyrir árið 2017.
Fjárhagsrammi Æskulýðs- og menningarsviðs fyrir árið 2017 er:
- Æskulýðs og íþróttamál = 200.163.000
- Menningarmál = 47.595.000
Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun og fjárhagsramma sviðsins.

Æskulýðs- og menningarnefnd - 13. fundur - 12.09.2017

Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti útgönguspá sviðsins.
Rekstur sviðsins er í jafnvægi.