Fara í efni

Æskulýðs- og menningarnefnd

4. fundur 15. september 2016 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Erna Björnsdóttir formaður
  • Jóhanna Sigr Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Dögg Stefánsdóttir varaformaður
  • Áslaug Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Gunnar Illugi Sigurðsson aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson Tómstunda- og æskulýðsful
Fundargerð ritaði: Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta - og tómstundafulltrúi
Dagskrá

1.Barnasýning Þjóðleikhússins á Húsavík

Málsnúmer 201609190Vakta málsnúmer

Í október mun Þjóðleikhúsið ferðast um landið og bjóða 5-6 ára börnum að njóta leiksýningarinnar "Lofthræddi örninn hann Örvar".
Óskað er eftir sýningarrými fyrir leiksýninguna og gistingu fyrir 2 einstaklinga á meðan á sýningunni stendur.
Æskulýðs- og menningarnefnd fagnar erindinu og felur menningarfulltrúa að koma sýningunni á fót í samstarfi við Þjóðleikhúsið.
Nefndin leggur áherslu á að sýningin verði í boði fyrir öll 5-6 ára börn í sveitarfélaginu.

2.Bókasafnið á Raufarhöfn- flutningur í nýtt húsnæði

Málsnúmer 201609056Vakta málsnúmer

Á fundi fræðslunefndar þann 14.september síðastliðinn var tekið fyrir erindi frá Menningarfulltrúa Norðurþings og forstöðumanni Bókasafna Norðurþings, sem óskuðu eftir því við fræðslunefnd að kannaður yrði sá möguleiki að bókasafnið á Raufarhöfn fengi rými í húsnæði Grunnskóla Raufarhafnar. Fyrirsjáanlegt er að safnið þurfi að flytja úr núverandi húsnæði á næstunni.

Afgreiðsla fræðslunefndar var eftirfarandi:
Fræðslunefnd tekur vel í erindið og felur skólastjóra að vinna málið áfram með menningarfulltrúa og forstöðumanni Bókasafna Norðurþings.
Æskulýðs- og menningarnefnd tekur undir bókun fræðslunefndar.

3.Hrútadagur 2016- umsókn um styrk

Málsnúmer 201608140Vakta málsnúmer

Hrútadagsnefnd Raufarhafnar sækir um styrk vegna Hrútadagsins 2016.
Samþykkt að styrkja Hrútadaginn 2016 um kr. 100.000.

4.Samningamál íþróttafélaga - Golfklúbburinn Gljúfri

Málsnúmer 201609024Vakta málsnúmer

Samningur Norðurþings og Golfklúbbsins Gljúfra var í gildi frá 2013-2015.
Golfklúbburinn óskar eftir árs framlengingu á núverandi samningi og nýjum samningaviðræðum á árinu 2016.
Einnig er ársreikningur Gljúfra fyrir árið 2015 lagður fram til kynningar.
Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir að framlengja samning Golfklúbbsins Gljúfra um eitt ár til viðbótar, þeas út árið 2016.
Samningurinn felur í sér peningastyrk uppá 350 þúsund krónur á ári.

5.Tún - starfsáætlun skólaársins 2016-2017

Málsnúmer 201608021Vakta málsnúmer

Starfsemi frístundarheimilisins Túns fer vel af stað. 30 börn eru í vistun og miðað við húsnæði og fjölda starfsfólks er frístundarheimilið fullnýtt.
Þó nokkur biðlisti er eftir vistun í Tún.
Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir að fjölga um einn starfsmann í Túni í von um að biðlisti vegna vistunar tæmist.

6.Sundlaug Raufarhafnar

Málsnúmer 201508055Vakta málsnúmer

Íþrótta og tómstundafulltrúi kynnti mögulegar orkusparandi aðgerðir í skóla og íþróttamannvirki á Raufarhöfn.
Æskulýðs - og menningarnefnd ákveður að fresta fyrirhugaðri lokun sem átti að taka gildi 1. nóvember. Laugin verður því opin út árið.
Einnig ákveður nefndin að fresta fyrirhuguðum kaupum á heitum potti.
Ákvörðun þessi er tekin í ljósi nýrra upplýsinga og möguleika á styrkveitingu úr Orkusjóði.

7.Unglingadeild Öxarfjarðarskóla - Félagsstarf í Túni

Málsnúmer 201609066Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar var bref frá nemendum í unglingadeild Öxarfjarðarskóla.
Nemendur óska eftir því að sveitarfélagið greiði fyrir vikulegar rútuferðir til að þeir geti sótt félagsstarf í Túni.
Æskulýðs- og menningarnefnd þakkar fyrir erindið og þeim áhuga sem nemendur Öxafjarðarskóla sýna starfinu í Túni.
Nefndin samþykkir að fjölga ferðum í tvær í mánuði í stað einnar fram að áramótum.
Málið verður tekið til endurskoðunar á nýju ári.

8.Ungmennaráð Norðurþings 2016

Málsnúmer 201609118Vakta málsnúmer

Tilnefningar í ungmennaráð Norðurþings eru komnar frá : FSH, Öxarfjarðarskóla, Raufarhöfn (fulltrúi af vinnumarkaði) og frá Borgarhólsskóla.
Æskulýðs- og menningarnefnd fagnar því að tilnefningar í Ungmennaráð séu komnar í hús.

Fulltrúarnir eru eftirfarandi:
Aðalmenn

Kristín Káradóttir
FSH
Fanný Traustadóttir
FSH
Bjartey Unnur Stefánsdóttir
Öxarfjarðarskóli
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
Borgarhólsskóli
Birkir Rafn Júlíusson
Fulltrúi af vinnumarkaði

Æskulýðs- og menningarnefnd mun boða Ungmennaráð til fundar við fyrsta tækifæri.

Tilnefningum í Ungmennaráð er vísað til Sveitarstjórnar til staðfestingar.

9.Sundlaugin í Lundi 2016

Málsnúmer 201604017Vakta málsnúmer

Sundlaugin í Lundi var opin í sumar frá 6. júní - 14. ágúst.
Fjöldi opnunardaga var 70 og heildarfjöldi gesta var 2166. Meðaltalsfjöldi á dag var því 31. gestur á dag en dreifingin var mjög misjöfn á milli daga.
Lagt fram til kynningar

10.Gúmmíkurl gervigrasvalla

Málsnúmer 201511069Vakta málsnúmer

Seinustu mánuði hefur mikil umræða verið um notkun kurlaðs dekkjagúmmís á íþróttavöllum.
Háværar raddir hafa verið um heilsufarslega skaðsemi kurlsins og mikill þrýstingur var settur á ráðamenn að gera eitthvað í málinu.

Umhverfisstofnun sendi tilmæli frá sér þann 12. júlí sl. þar sem kom fram að "þó að rannsóknir hafi ekki sýnt fram á að notkun dekkjakurls valdi heilsufarslegum skaða beinir Umhverfisstofnun því til aðila sem bera ábyrgð á gervigrasvöllum, að við endurnýjun vallanna eða við byggingu nýrra valla verði notaðar aðrar lausnir."

Sumarið 2016 samþykkti svo Alþingi þingsályktunartillögu um notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavöllum, þar sem Alþingi fól umhverfis- og auðlindaráðherra, í samstarfi við Umhverfisstofnun og Samband íslenskra sveitarfélaga "að móta áætlun sem miði að því að kurluðu dekkjagúmmíi verði skipt út fyrir hættuminni efni á þeim leik- og íþróttavöllum þar sem það er nú að finna". Því verki verði lokið fyrir árslok 2016.

Æskulýðs - og menningarnefnd fór yfir ástandsskýrslu gervigrasvalla Norðurþings sem unnin var af Íþrótta - og tómstundafulltrúa.

Niðurstöðum samantektarinnar er vísað til framkvæmdanefndar sem þarf að móta áætlun um það hvenær skipta eigi gúmmíkurlinu út fyrir hættuminna efni. Þeirri áætlunargerð skal lokið fyrir árslok 2016 og skal komið áleiðis til Sambands íslenskra sveitarfélaga.

11.Fjárhagsáætlun 2017 - Æskulýðs- og menningarsvið

Málsnúmer 201609131Vakta málsnúmer

Byggðaráð samþykkti þann 8. september síðastliðin ramma fyrir fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir árið 2017.
Til umfjöllunar er fjárhagsrammi Æskulýðs- og menningarsviðs árið 2017.
Rammarnir eru eftirfarandi:
Menningarmál = 47.595.000,
Æskulýðs- og íþróttamál = 200.163.000
Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti fjárhagsramma Æskulýðs- og menningarsviðs.
Æskulýðs- og menningarnefnd staðfestir móttöku á fjárhagsramma sviðsins.

Nefndin fer þess á leit við byggðaráð að taka alfarið yfir málefni leikvalla sveitarfélagsins gegn því að fjármunir til þeirra verkefna fylgi.
Nýframkvæmdir leikvalla eru nú undir framkvæmdasviði en viðhald og rekstur er undir æskulýðs- og menningarsviði. Nefndin telur farsælla að hafa framkvæmdir, viðhald og rekstur undir einu sviði.

Einnig vill nefndin benda byggðaráði á að ákveða þarf framtíðarfyrirkomulag á málefnum nýrra íbúa og tryggja fjármagn í þann málaflokk.

12.Málefni nýrra íbúa

Málsnúmer 201509064Vakta málsnúmer

Málefni nýrra íbúa í sveitarfélaginu hafa verið undir Æskulýðs - og menningarsviði og undir stjórn íþrótta - og tómstundarfulltrúa. Samráðshópur fundar á 6 vikna fresti öll þau mál sem tengjast málefnum nýrra íbúa og uppbygginu tengdri kísilveri á Bakka.
Einnig hefur samráðshópurinn mótað starfslýsingu að starfi móttökufulltrúa nýrra íbúa.
Rætt var um framtíðarsýn og fyrirkomulag á málaflokknum.
Æskulýðs - og menningarnefnd hvetur byggðarráð til að taka til umræðu fyrirkomulag á móttöku nýrra íbúa í sveitarfélaginu.
Leitað verði eftir samstarfi við fleiri aðila til að koma á fót starfi móttökustjóra nýrra íbúa.

13.Kynning íþrótta- og tómstundafulltrúa

Málsnúmer 201606156Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir málefni sviðsins.
Til umfjöllunnar var:
- Félagsstarf barna Raufarhöfn
- Frístundastyrkir sveitarfélaga - samanburður
- Íþróttahöllin á Húsavík

Fundi slitið - kl. 18:00.