Fara í efni

Unglingadeild Öxarfjarðarskóla - Félagsstarf í Túni

Málsnúmer 201609066

Vakta málsnúmer

Æskulýðs- og menningarnefnd - 4. fundur - 15.09.2016

Til umfjöllunar var bref frá nemendum í unglingadeild Öxarfjarðarskóla.
Nemendur óska eftir því að sveitarfélagið greiði fyrir vikulegar rútuferðir til að þeir geti sótt félagsstarf í Túni.
Æskulýðs- og menningarnefnd þakkar fyrir erindið og þeim áhuga sem nemendur Öxafjarðarskóla sýna starfinu í Túni.
Nefndin samþykkir að fjölga ferðum í tvær í mánuði í stað einnar fram að áramótum.
Málið verður tekið til endurskoðunar á nýju ári.