Fara í efni

Tún - dagatal skólaársins 2016-2017

Málsnúmer 201608021

Vakta málsnúmer

Æskulýðs- og menningarnefnd - 3. fundur - 16.08.2016

Til umfjöllunar er starfsáætlun Túns skólaárið 2016-2017.
Opið var fyrir umsóknir í Tún frá og með mánudeginum 8. ágúst ef að skráning næðist var stefnt á opnun sama dag. Fyrsti opnunardagur var mánudaginn 15. ágúst.
Æskulýðs - og mennningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi dagatal fyrir starfsárið 2016-2017.

Æskulýðs- og menningarnefnd - 4. fundur - 15.09.2016

Starfsemi frístundarheimilisins Túns fer vel af stað. 30 börn eru í vistun og miðað við húsnæði og fjölda starfsfólks er frístundarheimilið fullnýtt.
Þó nokkur biðlisti er eftir vistun í Tún.
Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir að fjölga um einn starfsmann í Túni í von um að biðlisti vegna vistunar tæmist.

Æskulýðs- og menningarnefnd - 5. fundur - 11.10.2016

Farið var yfir starfsemi Túns og kynntar voru breytingar á grunnskólalögum sem koma við starfsemi frístundarheimilisins.
Lagt fram til kynningar.