Æskulýðs- og menningarnefnd

3. fundur 16. ágúst 2016 kl. 16:00 - 19:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Erna Björnsdóttir formaður
  • Jóhanna Sigr Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Dögg Stefánsdóttir varaformaður
  • Áslaug Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Gunnar Illugi Sigurðsson aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson Tómstunda- og æskulýðsful
  • Snæbjörn Sigurðarson
Fundargerð ritaði: Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
Dagskrá
Snæbjörn Sigurðarson menningarfulltrúi sat fundinn undir lið 1-5

1.Norræn ráðstefna um heimsminjamál 21-23. september 2016

201607010

Lagt fram til kynningar.

2.Fundargerð Aðalfundar MMÞ 2016

201606103

Lagt fram til kynningar.

3.Mærudagar 2016

201607188

Fyrir liggur ráðgjöf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga að ekki sé heimild í lögum til að innheimta löggæslukostnað vegna bæjarhátíða eins og Mærudaga.
Æskulýðs- og menningarnefnd vill koma á framfæri þökkum til framvæmdaraðila Mærudaga 2016 fyrir vel heppnaða hátíð.

Æskulýðs- og menningarnefnd felur menningarfulltrúa að leggja fram kæru vegna þeirrar ákvörðunar að innheimta löggæslukostnað vegna Mærudaga í ár og fyrri ár.

4.Ársreikningur 2015

201606032

Lagt fram til kynningar

5.Vinnuskóli Norðurþings 2016

201603108

Aðalbjörn Jóhannsson flokkstjóri vinnuskóla Norðurþings kom og gerði grein fyrir starfsemi skólans í sumar.
21 ungmenni voru starfandi í vinnuskóla Norðurþings í sumar.
Æskulýðs- og menningarnefnd þakkar Aðalbirni fyrir kynninguna.

6.Tjaldsvæðið á Húsavík

201608033

Farið var yfir rekstur tjaldsvæðisins á Húsavík sumarið 2016. Í sumar hefur tjaldsvæðið hefur verið í rekstri hjá Æskulýðs- og menningarsviði.
Lagt fram til kynningar.

7.Hestamannafélagið Grani - Ársreikningur & ársskýrsla 2015

201605133

Til umfjöllunar er ársreikningur og ársskýrsla hestamannafélagsins Grana vegna ársins 2015
Lagt fram til kynningar.

8.Tún - dagatal skólaársins 2016-2017

201608021

Til umfjöllunar er starfsáætlun Túns skólaárið 2016-2017.
Opið var fyrir umsóknir í Tún frá og með mánudeginum 8. ágúst ef að skráning næðist var stefnt á opnun sama dag. Fyrsti opnunardagur var mánudaginn 15. ágúst.
Æskulýðs - og mennningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi dagatal fyrir starfsárið 2016-2017.

9.Frístundarheimilið Tún - húsnæðismál

201608022

Frístundarheimilið Tún er rekið í Miðgarði 4 á Húsavík. Húsið er í daglegu tali nefnt Tún. Í dag er starfrækt félagsmiðstöð og frístundarheimili í húsinu, ásamt því sem húsið gegnir menningarlegu og félagslegu hlutverki.
Á fundi 3.framkvæmdanefndar þann 13.apríl 2016 var samþykkt að undirbúa sölu Túns með þeim fyrirvara að það fyndist önnur staðsetning fyrir þá starsemi sem húsið hýsir nú í dag.
Rætt var um framtíðarhúsnæði fyrir frístundarheimili og félagsmiðstöð. Nefndin telur ekki tímabært að flytja starfsemi frístundarheimilisins í annað húsnæði fyrr en framtíðarlausn er fundin á húsnæðismálum.
Nefndin mun á næstu vikum vinna stefnumótun um þá starfsemi sem er í Túni og framtíðarmöguleika. Stefnumótun félagsmiðstöðvar mun verða unnin í samstarfi við ungmennaráð.

10.Fjársöfnun vegna verkefnisins Hjólað óháð aldri

201607059

Björg Björnsdóttir og Halla Rún Tryggvadóttir safna fyrir hjóli fyrir hönd Hjúkrunarheimilisins Hvamms. Söfnunin er hluti að verkefninu ,,Hjólað óháð aldri " sem er verkefni sem byggir á því að rjúfa einangrun og efla lífsgleði íbúa á hjúkrunarheimilum með því að gefa þeim kost á að fara út að hjóla.
Hafin er söfnun fyrir kaupum á 1-2 hjólum á Húsavík. Eitt hjól kostar um 800.000- krónur.
Æskulýðs- og menningarnefnd þakkar kærlega fyrir erindið og samþykkir að styrkja verkefnið um 200 þúsund krónur.

11.Umsókn um styrk

201605084

Thelma Dögg Tómasdóttir meðlimur í hestamannafélaginu Grana sækir um styrk vegna þátttöku á "FEIF Youth CUP" alþjóðlegu hestamannamóti í Hollandi sem fram fór 23 - 31 júlí 2016.
Æskulýðs- og menningarnefnd þakkar fyrir erindið.
Nefndin samþykkir að styrkja Thelmu Dögg um 50 þúsund krónur úr afrekssjóði Norðurþings.

12.Kaldur pottur

201608037

Til skoðunar er að kaupa ísbað frá Set til notkunar í sundlaug Húsavíkur.
Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir að festa kaup á ísbaði fyrir sundlaug Húsavíkur.
Nefndin leggur áherslu á að varúðarmerkingar verði við karið.
Nefndin felur Íþrótta - og tómstundafulltrúa að fylgja málinu eftir í samráði við forstöðumann sundlaugarinnar.

13.Uppsögn á skrifstofu í íþróttahöll

201606170

HSÞ hefur leigt skrifstofuaðstöðu í íþróttahöllinni á Húsavík fyrir framkvæmdarstjóra sambandsins.
HSÞ segir upp leigu á skrifstofunni frá og með 30. júní 2016.
Þriggja mánaða uppsagnarfrestur er á skrifstofunni samkvæmt samningi.
Lagt fram til kynningar.

14.Töff ehf óskar eftir afnotum af íþróttahöllinni á Húsavík

201608048

Töff ehf óskar eftir viðræðum við Norðurþing um leigu á efri hæð íþróttahallarinnar á Húsavík fyrir líkamsræktaraðstöðu.
Æskulýðs- og menningarnefnd tekur jákvætt í erindið og felur íþrótta og tómstundafulltrúa að vinna málið áfram.

15.Íþróttahöllin á Húsavík - opnun

201608023

Óskað hefur verið eftir afnotum að íþróttahöllinni á Húsavík utan þess tíma sem hefur verið opið á.
Æskulýðs- og menningarnefnd telur fært að heimila leigu íþróttahallar utan núverandi opnunartíma skv eftirfarandi gjaldskrá:

1/1 salur pr. klst. kr. 10.900
2/3 salur pr. klst. kr. 8.775
1/3 salur pr. klst. kr. 7.700
Litli salur/þreksalur pr. klst. kr. 7.700


Áslaug Guðmundsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

16.Kynning íþrótta- og tómstundafulltrúa

201606156

Tómstunda og æskulýðsfulltrúi fór yfir eftirfarandi mál:

- Fjárhagsstaða sviðsins - janúar-júlí
- Sundlaugin í Lundi
- Sundlaug Raufarhafnar
- Sundlaug Húsavíkur
- Íþróttahöllin á Húsavík

Fundi slitið - kl. 19:00.