Fara í efni

Mærudagar 2016

Málsnúmer 201607188

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 182. fundur - 15.07.2016

Sveitarstjóri leggur til að í samræmi við undangengin ár verði sú lína lögð að vínveitingaleyfi til torgsöluaðila á hátíðasvæði Mærudaga gildi ekki lengur en til kl. 1:00 eftir miðnætti.
Byggðarráð hvetur leyfishafa til að fylgja fast eftir sinni skyldu að ekki sé selt áfengi eftir að leyfistími er útrunninn og aldurstakmarkanir séu virtar.

Æskulýðs- og menningarnefnd - 3. fundur - 16.08.2016

Fyrir liggur ráðgjöf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga að ekki sé heimild í lögum til að innheimta löggæslukostnað vegna bæjarhátíða eins og Mærudaga.
Æskulýðs- og menningarnefnd vill koma á framfæri þökkum til framvæmdaraðila Mærudaga 2016 fyrir vel heppnaða hátíð.

Æskulýðs- og menningarnefnd felur menningarfulltrúa að leggja fram kæru vegna þeirrar ákvörðunar að innheimta löggæslukostnað vegna Mærudaga í ár og fyrri ár.

Byggðarráð Norðurþings - 219. fundur - 06.07.2017

Fyrir byggðarráði liggur úrskurður atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í kærumáli sem Norðurþing höfðaði er varðar kröfu lögreglustjórans á Norðurlandi eystra um greiðslu sveitarfélagsins á löggæslukostnaði vegna Mærudaga 2016. Niðurstaða ráðuneytisins er sú að fella úr gildi innheimtu löggæslukostnaðar að fjárhæð 600.000,- kr vegna hátíðarinnar.
Byggðarráð lýsir ánægju sinni með nýfallinn úrskurð atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. Sveitarstjóra er falið að leita eftir endurgreiðslu löggæslukostnaðar sem greiddur hefur verið af sveitarfélaginu.