Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Húsnæðismál í Norðurþingi
201703160
Á fund byggðarráðs kemur Benedikt Sigurðarson, frá Búfesti hsf Norðurlandi til að ræða stöðuna á húsnæðismálum í sveitarfélaginu og möguleikum Búfesti hsf. til aðkomu að uppbyggingu húsnæðis á svæðinu.
2.Umræður um stöðu Framhaldsskólans á Húsavík
201707041
Soffía Helgadóttir óskar eftir því að umræður um stöðu FSH fari fram á fundi byggðarráðs.
Byggðarráð leggur áherslu á að áfram verði tryggð góð þjónusta í framhaldsskólunum í Þingeyjarsýslu. Mörkuð verði skýr framtíðarstefna á haustmánuðum þannig að framhaldsskólastigið í sýslunni verði áfram sú undirstaða byggðar sem það er í dag.
3.Sauðfjárveikivarnir í Norðurþingi
201707042
Olga Gísladóttir óskar eftir því að byggðarráð fjalli um sauðfjárveikivarnir í sveitarfélaginu.
Undanfarið hefur ítrekað borið á því að sauðfjárveikivarnahlið við Jökulsá hefur verið skilið eftir opið. Byggðarráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að tryggja réttar merkingar við hliðið.
4.Hverfisráð - austursvæði Norðurþings
201706085
Sveitarstjóri leggur fram tillögu að aðferðafræði við skipan í hverfisráð á Raufarhöfn, á Kópaskeri og í Kelduhverfi.
Byggðarráð samþykkir eftirfarandi verklag við val í hverfisráð á austursvæði Norðurþings:
Leitað verði eftir samþykki þeirra aðila sem tilnefndir hafa verið í hverfisráð á svæðinu. Dregið verði handahófskennt, á fundi byggðarráðs, úr þeim hópi aðila sem reiðubúnir eru til þess að starfa í hverfisráðum. Gætt verði kynjajafnvægis í ráðunum.
Leitað verði eftir samþykki þeirra aðila sem tilnefndir hafa verið í hverfisráð á svæðinu. Dregið verði handahófskennt, á fundi byggðarráðs, úr þeim hópi aðila sem reiðubúnir eru til þess að starfa í hverfisráðum. Gætt verði kynjajafnvægis í ráðunum.
5.Mærudagar 2016
201607188
Fyrir byggðarráði liggur úrskurður atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í kærumáli sem Norðurþing höfðaði er varðar kröfu lögreglustjórans á Norðurlandi eystra um greiðslu sveitarfélagsins á löggæslukostnaði vegna Mærudaga 2016. Niðurstaða ráðuneytisins er sú að fella úr gildi innheimtu löggæslukostnaðar að fjárhæð 600.000,- kr vegna hátíðarinnar.
Byggðarráð lýsir ánægju sinni með nýfallinn úrskurð atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. Sveitarstjóra er falið að leita eftir endurgreiðslu löggæslukostnaðar sem greiddur hefur verið af sveitarfélaginu.
6.Vefmyndavélar í Norðurþingi
201707036
Vefmyndavélar hafa verið settar upp af fyrirtækjum og sveitarfélögum víða um land undanfarin ár. Myndavélar af þessu tagi, sem sýna lifandi mynd sem hægt er að nálgast á vefnum allan sólarhringinn, eru gjarnan settar upp á góðum útsýnisstöðum og vekja mikla athygli bæði heimafólks og gesta, innlendra og erlendra. Þá geta myndavélar af þessu tagi haft öryggishlutverki að gegna að einhverju leyti.
Lagt er til að byggðarráð setji það í farveg innan stjórnsýslu Norðurþings að koma upp fleiri vefmyndavélum í sveitarfélaginu. Þannig verði t.d. skoðað að koma upp myndavél sem sýni Skjálfandaflóa, t.d. úr Húsavíkurvita eða í fjöllum/eyjum í flóanum. Einnig verði athugað með uppsetningu vefmyndavéla af sama tagi víðar í sveitarfélaginu, t.d. við heimskautsgerðið á Raufarhöfn og/eða Kelduhverfi/Öxarfirði/Kópaskeri. Vefmyndavélar verði þá sýnilegar með aðgengilegum hætti á heimasíðu Norðurþings og komið á framfæri eins og kostur er til jákvæðrar kynningar á svæðinu.
Leitað verði tæknilegra möguleika og kostnaður greindur. Einnig skoðað hvort hægt væri að leita eftir samstarfi við fyrirtæki um uppsetningu og/eða fjármögnun.
Lagt er til að byggðarráð setji það í farveg innan stjórnsýslu Norðurþings að koma upp fleiri vefmyndavélum í sveitarfélaginu. Þannig verði t.d. skoðað að koma upp myndavél sem sýni Skjálfandaflóa, t.d. úr Húsavíkurvita eða í fjöllum/eyjum í flóanum. Einnig verði athugað með uppsetningu vefmyndavéla af sama tagi víðar í sveitarfélaginu, t.d. við heimskautsgerðið á Raufarhöfn og/eða Kelduhverfi/Öxarfirði/Kópaskeri. Vefmyndavélar verði þá sýnilegar með aðgengilegum hætti á heimasíðu Norðurþings og komið á framfæri eins og kostur er til jákvæðrar kynningar á svæðinu.
Leitað verði tæknilegra möguleika og kostnaður greindur. Einnig skoðað hvort hægt væri að leita eftir samstarfi við fyrirtæki um uppsetningu og/eða fjármögnun.
Byggarráð samþykkir að fela framkvæmda- og þjónustufulltrúa að kanna kostnað við uppsetningu og útfærslu vefmyndavéla í sveitarfélaginu.
7.Málefni bókasafna Norðurþings
201707039
Fyrir byggðarráði liggja drög að þjónustusamningi Norðurþings við Menningarmiðstöð Þingeyinga um mönnun og rekstur bókasafna sveitarfélagsins á Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn.
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóra falið að ganga frá samningnum á þeim forsendum sem liggja fyrir og leggja fyrir sveitarstjórn.
8.Fasteignagjöld í Norðurþingi
201706056
Sveitarstjóri leggur fram upplýsingar er varðar vinnu við greiningu á mögulegum breytingum á álagningarstuðli fasteignagjalda sveitarfélagsins fyrir árið 2018.
Sveitarstjóri fór yfir þá vinnu sem er í gangi varðandi greiningu á mögulegum breytingum á álagningarstuðli fasteignagjalda.
9.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra
201704060
Fyrir byggðarráði liggur til kynningar fundargerðir 191. 192. og 193. fundar Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra.
Fundargerðirnar eru lagðar fram.
10.Fundargerðir 2017 - Samband íslenskra sveitarfélaga
201702033
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 851. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerðin er lögð fram.
Fundi slitið - kl. 18:55.
Byggðarráð þakkar Benedikt fyrir komuna og felur sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.