Fara í efni

Húsnæðismál í Norðurþingi

Málsnúmer 201703160

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 210. fundur - 31.03.2017

Róbert Ragnarsson, ráðgjafi fer yfir vinnu við greiningu á húsnæðismálum sveitarfélagsins. Til kynningar fyrir byggðarráði verður gerð húsnæðisáætlunar, möguleikar til sölu íbúðahúsnæðis, möguleikar til uppbyggingar nýrra íbúða (leiguheimila) í samstarfi við aðra aðila. Róbert, ásamt sveitarstjóra kynna stöðu vinnunnar við greininguna á valkostum sveitarfélagsins til skemmri og lengri tíma.
Lagt fram

Byggðarráð Norðurþings - 212. fundur - 27.04.2017

Vísað er til umræðu á fundi byggðaráðs Norðurþings þann 31. mars 2017 þar sem kynntar voru hugmyndir um endurskipulagningu íbúða Norðurþings.

Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að sveitarfélagið marki húsnæðisstefnu og markmið til lengri tíma. Stefnan og markmiðin taki mið af Aðalskipulagi Norðurþings og greiningu í skýrslunni. Tillögur að forgangsröðun og áherslum við uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á Húsavík, sem birt var í júní 2016.

Sveitarstjórn Norðurþings - 68. fundur - 02.05.2017

Á 212. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

"Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að sveitarfélagið marki húsnæðisstefnu og markmið til lengri tíma. Stefnan og markmiðin taki mið af aðalskipulagi Norðurþings og greiningu í skýrslunni "Tillögur að forgangsröðun og áherslum við uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á Húsavík", sem birt var í júní 2016."
Til máls tóku: Óli, Kristján, Kjartan, Hjálmar, Jónas, Soffía, Sif.

Tillagan er samþykkt samhljóða.

Byggðarráð Norðurþings - 219. fundur - 06.07.2017

Á fund byggðarráðs kemur Benedikt Sigurðarson, frá Búfesti hsf Norðurlandi til að ræða stöðuna á húsnæðismálum í sveitarfélaginu og möguleikum Búfesti hsf. til aðkomu að uppbyggingu húsnæðis á svæðinu.
Benedikt Sigurðarson frá Búfesti hsf. mætti á fund byggðarráðs til að kynna hugmyndir félagsins um samstarf félagsins og sveitarfélaga á Norður/Norðausturlandi vegna bygginga leiguíbúða/almennra íbúða með stofnstyrkjum skv. lögum nr. 52/2016 og nýtt framboð hagkvæmra íbúða án hagnaðarkröfu.
Byggðarráð þakkar Benedikt fyrir komuna og felur sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.

Byggðarráð Norðurþings - 291. fundur - 29.05.2019

Til umræðu í byggðarráði er fyrirhugaður fundur með Búfesti hsf og Fakta Bygg AS n.k. mánudag þar sem staðan verður tekin á framgangi tilraunaverkefnis Íbúðalánasjóðs.
Byggðarráð fór yfir dagskrá fundarins á mánudag en endanleg dagskrá vegna hans mun liggja fyrir síðar í dag og verður kjörnum fulltrúum og nefndarfólki boðin þátttaka.