Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

291. fundur 29. maí 2019 kl. 08:30 - 09:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Magnússon
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir formaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Örlygur Hnefill Örlygsson varamaður
  • Benóný Valur Jakobsson varamaður
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá
Örlygur Hnefill Örlygsson tekur þátt í fundinum í gegnum síma.
Í upphafi fundar var samþykkt samhljóða að Kolbrún Ada Gunnarsdóttir stýrði fundi.

1.Skipulagsbreytingar hjá Norðurþingi

Málsnúmer 201905131Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar greinargerð vegna fyrirhugaðra skipulagsbreytinga hjá Norðurþingi.


Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmda- og þjónustufulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Byggðarráð þakkar Gunnari Hrafni fyrir yfirferðina.
Lagt fram til kynningar.

2.Húsnæðismál í Norðurþingi

Málsnúmer 201703160Vakta málsnúmer

Til umræðu í byggðarráði er fyrirhugaður fundur með Búfesti hsf og Fakta Bygg AS n.k. mánudag þar sem staðan verður tekin á framgangi tilraunaverkefnis Íbúðalánasjóðs.
Byggðarráð fór yfir dagskrá fundarins á mánudag en endanleg dagskrá vegna hans mun liggja fyrir síðar í dag og verður kjörnum fulltrúum og nefndarfólki boðin þátttaka.

3.Heimsókn ríkisstjórnar Íslands

Málsnúmer 201905136Vakta málsnúmer

Haft hefur verið samband við sveitarfélögin á Eyþingssvæðinu vegna áforma ríkisstjórnarinnar um að koma saman til fundar í Mývatnssveit 13. júní nk. Óskar ríkisstjórnin eftir því að eiga fund með fulltrúum sveitarfélaga innan Eyþings.
Byggðarráð leggur til að Kolbrún Ada Gunnarsdóttir og Hjalmar Bogi Hafliðason sitji fundinn fyrir hönd Norðurþings og til vara Helena Eydís Ingólfsdóttir og Bergur Elías Ágústsson.

4.Jafnlaunavottun hjá Norðurþingi

Málsnúmer 201905025Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur að taka ákvörðun vegna þriggja tilboða sem borist hafa í jafnlaunavottun hjá Norðuþingi.
Byggðarráð samþykkir að taka lægsta tilboði í jafnlaunavottun fyrir sveitarfélagið frá iCert.

Fundi slitið - kl. 09:45.