Fara í efni

Skipulagsbreytingar hjá Norðurþingi

Málsnúmer 201905131

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 33. fundur - 28.05.2019

Kynning skipulagsbreytinga hjá Norðurþingi.

Lagt fram til kynningar og vísað til byggðaráðs til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 291. fundur - 29.05.2019

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar greinargerð vegna fyrirhugaðra skipulagsbreytinga hjá Norðurþingi.


Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmda- og þjónustufulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Byggðarráð þakkar Gunnari Hrafni fyrir yfirferðina.
Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 35. fundur - 11.06.2019

Önnur umræða í skipulags- og framkvæmdaráði um fyrirhugaðar skipulagsbreytingar í Norðurþingi.
Tillaga
Undirritaðir leggja til að það starf sem verður til við sameiningu bæjarverkstjóra og umhverfisstjóra (áður garðyrkjustjóra) verði auglýst laust til umsóknar að loknum skipulagsbreytingum á framkvæmdasvæði, sem undirritaðir samþykkja.

Greinargerð
Undanfarin ár hafa verið uppi hugmyndir um endurskoðun Þjónustustöðvar á Húsavík og stofnaðir starfshópar þar um. Nú liggja fyrir tillögur að skipulagsbreytingum sem er mikilvægt að séu sýnilegar. Sömuleiðis þarf erindisbréf fyrir nýtt starf að liggja fyrir.
Nýtt starf sem sameinar bæjarverkstjóra á Húsavík og Umhverfisstjóra (áður garðyrkjustjóra) Norðurþings er ábyrgðarmikið starf og felur í sér nokkur mannaforráð. Það samræmist góðum starfsháttum að auglýsa slíkt starf laust til umsóknar.

Guðmundur Halldórsson, Heiðar Hrafn Halldórsson, Hjálmar Bogi Hafliðason og
Kristján Friðrik Sigurðsson

Kristinn Jóhann Lund og Silja Jóhannesdóttir eru á móti tillögunni og samþykkja skipulagsbreytinguna eins og hún liggur fyrir.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 115. fundur - 14.12.2021

Umræður um skipulagsbreytingar á framkvæmdasviði.
Skipulags- og framkvæmdaráð heldur áfram með málið á næsta fundi. Ráðið þakkar Smára Jónasi Lúðvíkssyni fyrir samstarfið og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 116. fundur - 11.01.2022

Fjallað var um skipulagsbreytingar á framkvæmdasviði.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að auglýsa eftir verkstjóra í þjónustumiðstöð á Húsavík þar sem m.a. verður lögð áhersla á garðyrkju og umhverfismál.