Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

115. fundur 14. desember 2021 kl. 13:00 - 15:35 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Benóný Valur Jakobsson formaður
  • Kristinn Jóhann Lund varaformaður
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson aðalmaður
  • Ásta Hermannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Nanna Steina Höskuldsdóttir varamaður
  • Heiðar Hrafn Halldórsson varamaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Þórir Örn Gunnarsson hafnarstjóri
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Jónas Hreiðar Einarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Smári Jónas Lúðvíksson starfsmaður í stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Þórir Örn Gunnarsson hafnastjóri sat fundinn undir lið 1.
Smári Jónas Lúðvíksson umhverfisstjóri sat fundinn undir liðum 5,7 og 8.

1.Innheimta farþegagjalda

Málsnúmer 201609019Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráð liggur fyrir, til kynningar, innheimta farþegagjalda.
Lagt fram til kynningar.

2.Umsókn um graftrarleyfi við fiskeldið í Núpsmýri

Málsnúmer 202111180Vakta málsnúmer

Samherji Fiskeldi óskar heimildar til að hefja jarðvegsvinnu í NA-horni byggingarreits lóðar undir fiskeldi í Núpsmýri. Uppgraftrarefni verði notað til að hefja gerð hljóðmanar við þjóðveg í samræmi við deiliskipulag. Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilaði framkvæmdirnar 30. nóvember s.l. á þeim grunni að þær væru í samræmi við samþykkt deiliskipulag.
Skipulags- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við leyfi til framkvæmda.

3.Formleg umsókn Carbon Iceland um land á Bakka

Málsnúmer 202112016Vakta málsnúmer

Carbon Iceland (CI) óskar eftir viðræðum um lóðarúthlutun á Bakka. Vísað er til 90-100 ha svæðis til samræmis við fyrri viljayfirlýsingu frá október 2020. Sveitarstjórn fjallaði um erindi CI á fundi sínum þann 7. desember s.l. og vísaði því til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði og byggðaráði. Fyrir liggur minnisblað um málið frá Garðari Garðarssyni hrl hjá Landslögum slf.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afla frekari upplýsingar um landþörf vegna starfseminnar og teikna upp hugmyndir að afmörkun landsins.

4.Ósk um samþykki fyrir byggingu út fyrir byggingarreit að Hraunholti 1

Málsnúmer 202112066Vakta málsnúmer

Hjörvar Jónmundsson óskar eftir heimild til að byggja lítillega út fyrir byggingarreit lóðarinnar að Hraunholti 1. Fyrir liggja drög að teikningu íbúðarhúss og frístandandi bílskúrs á lóðinni. Frávikið felst í því að húsið gengi allt að 1,7 m út fyrir byggingarreit til vesturs að Langholti.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur að frávikið frá gildandi deiliskipulagi sé óverulegt og hafi ekki áhrif á aðrar lóðir svæðisins. Ráðið felst því því á að bygging gangi út fyrir byggingarreit til samræmis við framlagða hugmynd.

5.Tillaga um gróðursetningu í lúpínubreiður

Málsnúmer 202107021Vakta málsnúmer

Fyrir fundi liggur samningur um kaup á plöntum til að planta í lúpínubreiður.

Samningurinn hljóðar upp á 540 plöntur á ári í 4. ár plönturnar verða 80-100 cm að hæð.
Tegundaskipting verða 50/50 birki og reynir og verða plönturnar afhentar að vori.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi samning.

6.Skipulagsbreytingar hjá Norðurþingi

Málsnúmer 201905131Vakta málsnúmer

Umræður um skipulagsbreytingar á framkvæmdasviði.
Skipulags- og framkvæmdaráð heldur áfram með málið á næsta fundi. Ráðið þakkar Smára Jónasi Lúðvíkssyni fyrir samstarfið og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.

7.Almennt um sorpmál 2021

Málsnúmer 202101035Vakta málsnúmer

Til kynningar eru fyrirhugaðar breytingar á sorpmálum fyrir árið 2022.
Lagt fram til kynningar.

8.Grjótvörn við Suðurfyllingu

Málsnúmer 201701013Vakta málsnúmer

Til kynningar er staðan á verkefninu, Grjótvörn við Suðurfyllingu.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:35.