Fara í efni

Formleg umsókn Carbon Iceland um land á Bakka

Málsnúmer 202112016

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 118. fundur - 07.12.2021

Fyrir sveitarstjórn liggur erindi frá Carbon Iceland ehf. varðandi úthlutun lóðar til félagsins til uppbyggingar á kolefnisföngun á iðnaðarsvæði við Bakka í samræmi við viljayfirlýsingu sem undirrituð var af hálfu sveitarfélagsins þann 29. október 2020.
Carbon Iceland ehf. sækir um tilvitnað landsvæði á Bakka og óskar eftir að viðræður við sveitarfélagið geti farið af stað hið fyrsta.
Til máls tók: Bergur Elías.

Bergur leggur til að erindinu verði vísað til byggðarráðs og skipulags- og framkvæmdaráðs til frekari úrvinnslu.
Tillagan er samþykkt samhljóða.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 115. fundur - 14.12.2021

Carbon Iceland (CI) óskar eftir viðræðum um lóðarúthlutun á Bakka. Vísað er til 90-100 ha svæðis til samræmis við fyrri viljayfirlýsingu frá október 2020. Sveitarstjórn fjallaði um erindi CI á fundi sínum þann 7. desember s.l. og vísaði því til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði og byggðaráði. Fyrir liggur minnisblað um málið frá Garðari Garðarssyni hrl hjá Landslögum slf.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afla frekari upplýsingar um landþörf vegna starfseminnar og teikna upp hugmyndir að afmörkun landsins.

Byggðarráð Norðurþings - 382. fundur - 16.12.2021

Á 118. fundi sveitarstjórnar var tekið fyrir erindi frá Carbon Iceland ehf. varðandi úthlutun lóðar til félagsins til uppbyggingar á kolefnisföngun á iðnaðarsvæði við Bakka í samræmi við viljayfirlýsingu sem undirrituð var af hálfu sveitarfélagsins þann 29. október 2020. Carbon Iceland ehf. sækir um tilvitnað landsvæði á Bakka og óskar eftir að viðræður við sveitarfélagið geti farið af stað hið fyrsta.

Á fundinum var bókað;
Bergur leggur til að erindinu verði vísað til byggðarráðs og skipulags- og framkvæmdaráðs til frekari úrvinnslu.
Tillagan er samþykkt samhljóða.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka upp viðræður við Carbon Iceland og afla upplýsinga um áform og þarfir fyrirtækisins, meðal annars á grundvelli afgreiðslu á 115. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs;
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afla frekari upplýsingar um landþörf vegna starfseminnar og teikna upp hugmyndir að afmörkun landsins.