Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

212. fundur 27. apríl 2017 kl. 14:30 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Olga Gísladóttir varaformaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Þór Magnússon
  • Soffía Helgadóttir aðalmaður
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir móttökustjóri
Dagskrá

1.Uppbygging slökkvistöðvar

Málsnúmer 201701015Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja tillögur að hönnun og útliti nýrrar slökkvistöðvar á Húsavík. Til fundarins var framkvæmdanefndarfulltrúum boðið, sem og Almari Eggertssyni frá Faglausn.

Slökkviliðsstjóri Grímur Kárason og Henning Aðalmundsson aðstoðarslökkviliðsstjóri, Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmda- og þjónustufulltrúi, Þórir Örn Gunnarsson Rekstrarstjóri hafna, Sigurgeir Höskuldsson formaður framkvæmdanefndar, Örlygur Hnefill Örlygsson, Trausti Aðalsteinsson, Hjálmar Bogi Hafliðason og Kjartan Páll Þórarinsson ásamt Almari Eggertssyni frá Faglausn sátu fundinn undir lið 1.

Erindinu vísað til sveitarstjórnar.

2.Ársreikningur Norðurþings 2017

Málsnúmer 201704101Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráð mætti Ragnar Jónsson endurskoðandi Deloitte ehf og kynnti ársreikning Norðurþings fyrir árið 2016.
Byggðarráð samþykkir að vísa ársreikningi 2016 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

3.Húsnæðismál í Norðurþingi

Málsnúmer 201703160Vakta málsnúmer

Vísað er til umræðu á fundi byggðaráðs Norðurþings þann 31. mars 2017 þar sem kynntar voru hugmyndir um endurskipulagningu íbúða Norðurþings.

Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að sveitarfélagið marki húsnæðisstefnu og markmið til lengri tíma. Stefnan og markmiðin taki mið af Aðalskipulagi Norðurþings og greiningu í skýrslunni. Tillögur að forgangsröðun og áherslum við uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á Húsavík, sem birt var í júní 2016.

4.Heimild til sölu á íbúðarhúsnæði í eigu Norðurþings 2017

Málsnúmer 201704096Vakta málsnúmer

Sveitarfélagið Norðurþing á töluverðan fjölda íbúða sem annarsvegar eru leigðar íbúum á félagslegum forsendum og hinsvegar á almennum markaði. Stefna sveitarfélagsins um þónokkra hríð hefur verið sú að selja út úr eignsafni íbúðir sem losna. Fyrir byggðarráði liggur tillaga að veita núverandi leigutökum í íbúðum Norðurþings kauprétt til tveggja mánaða á markaðsverði eignanna.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að sveitarfélagið setji sér markmið um að selja stóran hluta af núverandi íbúðum og stuðla að því að byggðar verði nýjar íbúðir í svokölluðu Leiguheimilakerfi. Jafnframt að sveitarstjóra verði falið að sækja um almenn stofnframlög og viðbótaframlög til Íbúðarlánasjóðs á grundvelli þessa verkefnis.

Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að núverandi leigutökum verði boðinn kaupréttur á íbúðum innan ákveðins tíma að undangenginni kynningu.

5.Norðurþing - upplýsingamál

Málsnúmer 201703092Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fyrir tillaga að upphafi vinnu er snýr að ímyndar- og upplýsingamálum sveitarfélagsins. Lagt er til að forsvarsmönnum fyrirtækja, stofnana og félaga í Norðurþingi verði boðið til umræðufundar með ráðgjöfum sveitarfélagsins, þann 4. maí nk., á Fosshótel Húsavík.


Markmiðið með fundinum er að velta fyrir sér ímynd Norðurþings. Hugmyndin er að Aton verði með framsögu um verkefnið þar sem farið er yfir tækifæri í kynningarmálum. Þá verður einnig útskýrt betur af hverju spurningarnar sem við sendum út voru valdar til að ræða. Í framhaldinu verði skipt í hópa og unnið úr þessum spurningum í sameiningu. Eftir þennan fund mun Aton vinna úr þessum hugmyndum til að móta kynningarstefnu fyrir sveitarfélagið. Með beinu samtali við fólk sem er í forsvari fyrir fyrirtæki, stofnanir og félög á svæðinu er hægt að búa til grunn sem nýtist í upplýsingagjöf.



Spurningar til umhugsunar fyrir fundinn:

1. Hvað er Norðurþing?

2. Hvejir eru styrkleikar svæðisins?

3. Hverjir eru veikleikar svæðisins?

4. Af hverju ætti fólk að flytja til Norðurþings?

5. Hvernig sköpum við meiri samkennd á svæðinu?

Byggðarráð felur sveitarstjóra að auglýsa fundinn.

6.Tilnefningar í hverfisráð Reykjahverfis

Málsnúmer 201704054Vakta málsnúmer

Á íbúafundi sem haldinn var í Heiðarbæ, Reykjahverfi, þann 29. mars 2017 voru eftirfarandi aðilar tilnefndir í hverfisráðs Reykjahverfis.

Aðalmenn;
Atli Jespersen, Krummaholti
Hilmar Kári Þráinsson, Reykjavöllum
María Svanþrúður Jónsdóttir, Hrísateigi

Varamenn;
Rúnar Óskarsson, Hrísateigi
Aðalheiður Þorgrímsdóttir, Skógum
Byggðarráð vísar tilnefningunum til staðfestingar í sveitarstjórn.

7.Ísland ljóstengt 2017

Málsnúmer 201612061Vakta málsnúmer

Á 67. fundi sveitarstjórnar Norðurþings þann 11.04.2017 var eftirfarandi bókun samþykkt. "Sveitarstjórn samþykkir að vísa umræðu um lagningu ljósleiðara í Norðurþingi til byggðarráðs."

Sveitarstjóri fer yfir þau samskipti við verkfræðistofur sem hafa orðið varðandi verkefnið Ísland ljóstengt 2017.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að koma á samningi um fullnaðarhönnun lagningu ljósleiðara í dreifbýli sveitarfélagsins.

8.Aðalfundur Orkuveitu Húsavíkur 2017

Málsnúmer 201704072Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur aðalfundarboð OH. Tillaga að því hver fer með umboð Norðurþings á fundinum liggur fyrir byggðarráði.
Byggðarráð gerir tillögu um að Erna Björnsdóttir stjórnarformaður Orkuveitu Húsavíkur fari með umboð sveitarfélagsins á aðalfundi, til vara Jónas Einarsson.

9.Starfsemi Rarik í Norðurþingi

Málsnúmer 201704087Vakta málsnúmer

Undanfarið hefur verið mikil uppbygging innan Norðurþings á sviði raforkuflutnings. Á sama tíma virðist frekar hafa dregist saman staðbundin starfsemi RARIK, þ.á.m. í dreifðari byggðum Norðurþings.
Byggðarráð fer þess á leit við stjórn RARIK að sett verði á laggirnar starfstöð á Húsavík sem þjónustar íbúa og fyrirtæki í Norðurþingi. Þetta verði m.a. gert í ljósi stóraukinnar raforkusölu á svæðinu. Sveitarstjóra er falið að rita bréf til stjórnar RARIK.

10.PCC óskar eftir því að fá að bæta við einni lóð, Dvergabakka 6, undir vinnubúðir.

Málsnúmer 201704106Vakta málsnúmer

PCC hefur óskað eftir því að fá að bæta við einni lóð, Dvergabakka 6, undir vinnubúðir fyrir 120 manns frá 15. maí og fram í septemer á þessu ári.
Byggðarráð fellst á að PCC Bakki Silicon fái afnot af þessari lóð undir vinnubúðir til næstu sex mánaða og felur sveitarstjóra að ganga frá viðauka við fyrirliggjandi lóðarsamning.

11.Erindi varðandi frumvörp Alþingis um breytingu á stjórn fiskveiða er varðar strandveiðar.

Málsnúmer 201704102Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur áskorun frá Stjórn Kletts, félagi smábátaeigenda Ólafsfjörður - Tjörnes, um að Norðurþing lýsi yfir stuðningi við tvö frumvörp sem liggja fyrir Alþingi um breytingu á stjórn fiskveiða er varðar strandveiðar.
Byggðarráð þakkar fyrirliggjandi erindi frá stjórn Kletts, félagi smábátaeigenda. Byggðarráð tekur undir málstað Kletts og telur að fyrirliggjandi hugmyndir um lagabreytingar líklegar til að hafa jákvæð áhrif, m.a. auka öryggi. Strandveiðar eru einn af mörgum þáttum atvinnulífs í Norðurþingi sem mikilvægir eru fyrir fjölbreytileika samfélagsins. Takist vel til við framkvæmd strandveiða viðhalda þær verðmætri þekkingu og reynslu ásamt því að skapa verðmæti og stuðla að nýliðun í stéttinni.

12.Fundarboð - aðalfundur Stapa lífeyrissjóðs 2017

Málsnúmer 201704016Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundarboð á ársfund Stapa lífeyrissjóðs sem haldinn verður í Skjólbrekku, Mývatnssveit 3. maí nk.
Lagt fram.

13.Aðalfundur Fjallalambs árið 2017

Málsnúmer 201704075Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundarboð á aðalfund Fjallalambs hf. 2017 sem haldinn verður 29. apríl nk.
Byggðarráð felur Hjálmari Boga Hafliðasyni að fara með umboð sveitarfélagsins á aðalfundi, til vara Olga Gísladóttir.

14.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra

Málsnúmer 201704060Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar fundargerðir 189. og 190. fundar Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra og ársreikningur fyrir árið 2016.
Lagt fram.

15.Fundargerðir Eyþings 2016-2017

Málsnúmer 201603019Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 294. fundar stjórnar Eyþings.
Lagt fram.

16.Umsögn Samband íslenskra sveitarfélaga um tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun 2018-2022, 402. mál.

Málsnúmer 201704105Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur umsögn Samand íslenskra sveitarfélaga um tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun 2018-2022, 402. mál.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:00.