Fara í efni

Starfsemi Rarik í Norðurþingi

Málsnúmer 201704087

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 212. fundur - 27.04.2017

Undanfarið hefur verið mikil uppbygging innan Norðurþings á sviði raforkuflutnings. Á sama tíma virðist frekar hafa dregist saman staðbundin starfsemi RARIK, þ.á.m. í dreifðari byggðum Norðurþings.
Byggðarráð fer þess á leit við stjórn RARIK að sett verði á laggirnar starfstöð á Húsavík sem þjónustar íbúa og fyrirtæki í Norðurþingi. Þetta verði m.a. gert í ljósi stóraukinnar raforkusölu á svæðinu. Sveitarstjóra er falið að rita bréf til stjórnar RARIK.