Fara í efni

Erindi varðandi frumvörp Alþingis um breytingu á stjórn fiskveiða er varðar strandveiðar.

Málsnúmer 201704102

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 212. fundur - 27.04.2017

Fyrir byggðarráði liggur áskorun frá Stjórn Kletts, félagi smábátaeigenda Ólafsfjörður - Tjörnes, um að Norðurþing lýsi yfir stuðningi við tvö frumvörp sem liggja fyrir Alþingi um breytingu á stjórn fiskveiða er varðar strandveiðar.
Byggðarráð þakkar fyrirliggjandi erindi frá stjórn Kletts, félagi smábátaeigenda. Byggðarráð tekur undir málstað Kletts og telur að fyrirliggjandi hugmyndir um lagabreytingar líklegar til að hafa jákvæð áhrif, m.a. auka öryggi. Strandveiðar eru einn af mörgum þáttum atvinnulífs í Norðurþingi sem mikilvægir eru fyrir fjölbreytileika samfélagsins. Takist vel til við framkvæmd strandveiða viðhalda þær verðmætri þekkingu og reynslu ásamt því að skapa verðmæti og stuðla að nýliðun í stéttinni.