Fara í efni

Æskulýðs- og menningarnefnd

13. fundur 12. september 2017 kl. 16:15 - 18:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Erna Björnsdóttir formaður
  • Jóhanna Sigr Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Dögg Stefánsdóttir varaformaður
  • Áslaug Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Gunnar Illugi Sigurðsson aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi
  • Snæbjörn Sigurðarson
Starfsmenn
Fundargerð ritaði: Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
Dagskrá
Snæbjörn Sigurðarson menningarfulltrúi sat fundinn undir máli nr. 3

1.M.ed. ritgerð um menntun á Húsavík og Qeqertarsuaq

Málsnúmer 201701149Vakta málsnúmer

Þórhildur Jónsdóttir heimsótti Qeqertarsuaq vinabæ Húsavíkur á Grænlandi nú fyrir stuttu.
Þórhildur hélt stutta kynningu á ferð sinni.
Æskulýðs- og menningarnefnd þakkar Þórhildi fyrir kynninguna.

2.Framhaldsskólinn á Húsavík - 30 ára afmæli

Málsnúmer 201709026Vakta málsnúmer

Framhaldsskólinn á Húsavík mun halda uppá 30 ára afmæli skólans, föstudaginn 15.september nk.

Hátíðahöldin munu fara fram í húsnæði FSH.
Ingólfur Freysson fyrir hönd FSH óskar eftir því að fá að láni stóla úr höllinni til notkunar á afmælishátíð skólans.
Æskulýðs- og menningarnefnd fellst á að lána FSH stóla og þann búnað sem þarf til afmælisins án endurgjalds.

3.Málefni bókasafna Norðurþings

Málsnúmer 201506015Vakta málsnúmer

Menningarfulltrúi fór yfir málefni bókasafna Norðurþings. Menningarmiðstöð Þingeyinga tók við rekstri þeirra 1. september síðastliðinn.
Lagt fram til kynningar.

4.Sumarbúðir Kóder 2018 - Húsavík

Málsnúmer 201707043Vakta málsnúmer

Kóder eru frjáls félagasamtök með það meginmarkmið að kynna forritun fyrir sex til sextán ára börnum og ungmennum burtséð frá stöðu og staðalímyndum í samfélaginu.

Kóder hafa áhuga á að halda sumarbúðir fyrir 10-12 ára krakka á Húsavík sumarið 2018 og óska eftir stuðningi sveitarfélagsins í verkefnið.
Stuðningur sveitarfélagsins mundi felast í að útvega húsnæði til að hýsa sumarbúðirnar.


Æskulýðs- og menningarnefnd tekur jákvætt í erindið og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að vera í sambandi við forsvarsmann Kóder og vinna að nánari útfærslu verkefnisins og kynna fyrir nefndinni að nýju.

5.Frístundarstyrkir ungmenna í Norðurþingi

Málsnúmer 201709039Vakta málsnúmer

Æskulýðs og menningarnefnd hefur til skoðunar að taka upp frístundarstyrki fyrir ungmenni í Norðurþingi.
Æskulýðs- og menningarnefnd vill að sveitarfélagið Norðurþing taki upp frístundarstyrki fyrir ungmenni sveitarfélagsins frá upphafi árs 2018. Tilgangur og markmið styrkjanna er að öll börn og unglingar geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum.

Kostnaður við frístundastyrki er metinn á um 4.500.000 króna miðað við að styrkurinn sé 10.000 krónur á einstakling á aldrinum 6-18 ára.

Æskulýðs og menningarnefnd óskar eftir auka fjármagni að upphæð 4.500.000 við úthlutun fjárhagsramma fyrir árið 2018.

Erindinu er vísað til byggðarráðs.

6.Fjárhagsáætlun Æskulýðs og menningarnefndar 2018

Málsnúmer 201708050Vakta málsnúmer

Vinna við fjárhagsáætlun sviðsins fyrir árið 2018.
Æskulýðs- og menningarnefnd hefur komið sér saman um eftirfarandi áherslupunkta varðandi viðhald og nýframkvæmdir sviðsins fyrir næstu ár:

Verkefni áranna 2018 og 2019
Íþróttahöllin á Húsavík
- Almennt viðhald er komið á tíma, bæði að innan sem og að utan.

Verkefni áranna 2019-2021
Sundlaug Húsavíkur
Bygging nýrrar sundlaugar og að bæta aðstöðu

Önnur brýn verkefni eru meðal annars:
- Skíðamannvirki við Reyðarárhnjúk.
- Endurnýjun sparkvalla við Borgarhólsskóla.
- Íþróttamiðstöðin á Raufarhöfn.

Ítarlegt minnisblað frá Íþrótta- og tómstundafulltrúa verður sent til framkvæmdanefndar og byggðarráðs.



7.Gjaldskrá íþróttamannvirkja 2017

Málsnúmer 201709072Vakta málsnúmer

Til umræðu er gjaldskrá íþróttamannvirkja fyrir árið 2018.
Eftirfarandi gjaldskrá er samþykkt af Æskulýðs- og menningarnefnd og er vísað til staðfestingar í Sveitastjórn Norðurþings:

Íþróttahöll Húsavíkur
1/1 salur pr. klst. kr. 6.850
2/3 salur pr. klst. kr. 4.550
1/3 salur pr. klst. kr. 3.400

Litli salur/þreksalur pr. klst. kr. 3.400
Leigugjald fyrir allan salinn í sólarhring kr. 147.000
Leiga á stólum út úr húsi = 425

Leiga á sal utan hefðbundins opnunartíma (morguntímar)
1/1 salur pr. klst. kr. 11.600
2/3 salur pr. klst. kr. 9.350
1/3 salur pr. klst. kr. 8.200
Litli salur/þreksalur pr. klst. kr. 8.200

Íþróttamannvirki Raufarhöfn/Lundur/Kópasker
Salur til útleigu
1/1 salur = pr. klst. kr. 4.600

Nuddherbergi á Raufarhöfn:
4450 kr einn dagur (hver dagur eftir það 1000 kr)


Sundlaugar Norðurþings (Húsavík/Raufarhöfn)

Fullorðnir
Stakir miðar kr. 700
Afsláttarmiðar 10 stk. kr. 4.500
Afsláttarmiðar 30 stk. kr. 12.500
Árskort kr. 33.000
Fjölskyldukort (Árskort nr 2 hjá fjölskyldu) kr. 21.500


Eldri borgarar (67 ára og eldri)
Stakir miðar kr. 300
Afsláttarmiðar kr. 2.100
Árskort kr. 16.000
Fjölskyldukort kr. 8.000
Frítt fyrir 75% öryrkja*

Börn 6-17 ára
Stakur miði kr. 300
Afsláttarmiðar 10 stk. kr. 2.100
Frístundakort 1.barn kr. 3.000
2.barn kr. 2.000
3.barn kr. frítt

Sundföt/Handklæði
Sundföt kr. 700
Handklæði kr. 700
Handklæði sundföt sundferð kr. 1.500

Útleiga á Sundlaug til námskeiða (klst) 11.605
**leiga til viðurkenndra aðila með réttindi til kennslu

8.Gjaldskrá Frístundar 2018

Málsnúmer 201709071Vakta málsnúmer

Til umræðu er gjaldskrá frístundar fyrir árið 2018.
Eftirfarandi gjaldskrá er samþykkt af Æskulýðs- og menningarnefnd og er vísað til staðfestingar í Sveitastjórn Norðurþings:

Gjaldskrá 2018
Full vistun - 20.700 kr
hálf vistun - 11.900 kr

afsláttur:
50% fyrir annað barn
75% fyrir þriðja barn
100% ef fleiri en þrjú börn


síðdegishressing er innifalin í verðinu.

Gjaldskráin er óbreytt frá fyrra ári.

9.Fjárhagsáætlun 2017 - Æskulýðs- og menningarsvið

Málsnúmer 201609131Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti útgönguspá sviðsins.
Rekstur sviðsins er í jafnvægi.

Fundi slitið - kl. 18:45.