Fara í efni

Sumarbúðir Kóder 2018 - Húsavík

Málsnúmer 201707043

Vakta málsnúmer

Æskulýðs- og menningarnefnd - 13. fundur - 12.09.2017

Kóder eru frjáls félagasamtök með það meginmarkmið að kynna forritun fyrir sex til sextán ára börnum og ungmennum burtséð frá stöðu og staðalímyndum í samfélaginu.

Kóder hafa áhuga á að halda sumarbúðir fyrir 10-12 ára krakka á Húsavík sumarið 2018 og óska eftir stuðningi sveitarfélagsins í verkefnið.
Stuðningur sveitarfélagsins mundi felast í að útvega húsnæði til að hýsa sumarbúðirnar.


Æskulýðs- og menningarnefnd tekur jákvætt í erindið og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að vera í sambandi við forsvarsmann Kóder og vinna að nánari útfærslu verkefnisins og kynna fyrir nefndinni að nýju.