Fara í efni

Forvarnastefna Norðurþings 2017

Málsnúmer 201701068

Vakta málsnúmer

Æskulýðs- og menningarnefnd - 7. fundur - 17.01.2017

Til kynningar og umræðu eru drög að forvarnaráætlun Norðurþings.
Til kynningar voru drög að forvarnaráætlun Norðurþings. Áætlunin hefur verið unnin af Íþrótta- og tómstundarfulltrúa og starfsfólki félagsþjónustu Norðurþings.
Æskulýðs- og menningarnefnd leggur til að áætluninni verði vísað til umfjöllunar í Ungmennaráði Norðurþings.

Félagsmálanefnd - 9. fundur - 19.01.2017

Forvarnarhópur er starfræktur í sveitarfélaginu. Í honum eiga sæti félagsmálastjóri, æskulýðsfulltrúi, fulltrúar frá lögreglu, Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, auk fulltrúa frá grunnskólanum og framhaldsskólanum.
Ekki er til forvarnarstefna Norðurþings og því verið óljóst eftir hverju hópurinn á að vinna.
Hópurinn hefur verið upplýsingahópur þ.e. aðilar hafa skipst á upplýsingum um hvað er í gangi hjá ungmennum á Húsavík og hverju þurfi helst að fylgjast með.
Nefndin telur brýnt að fá staðfestingu á hvers forræði forvarnarhópur Norðurþings eigi að vera og að endurskipað verði í hópinn með erindisbréfi þannig að hlutverk hópsins liggi ljóst fyrir. Frekari umræðu frestað þar til frekari upplýsingar liggja fyrir um hlutverk hópsins.

Félagsmálanefnd - 13. fundur - 29.05.2017

Drög að Forvarnarstefnu Norðurþings lögð fram ásamt dæmum um verkefnis-og aðgerðaáætlun úr öðru sveitarfélagi.
Félagsmálanefnd felur félagsmálastjóra og tómstunda-og æskulýðsfulltrúa að leggja fram tillögu að hnitmiðaðri forvarnarstefnu og aðgerðaráætlun í samstarfi við forvarnarhóp Norðurþings, og leggja fyrir félagsmálanefnd haustið 2017.