Félagsmálanefnd

13. fundur 29. maí 2017 kl. 14:00 - 16:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir formaður
  • Sif Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Anna Ragnarsdóttir aðalmaður
  • Örlygur Hnefill Örlygsson varaformaður
  • Hróðný Lund aðalmaður
  • Róbert Ragnarsson
Starfsmenn
  • Margrét Hólm Valsdóttir
Fundargerð ritaði: Róbert Ragnarsson staðgengill félagsmálastjóra
Dagskrá

1.Rafræn örorkuskírteini hjá TR

201705126

Tryggingastofnun upplýsir að stofnunin hefur hætt útgáfu örorkuskírteina, þau eru nú eingöngu fáanleg rafræn á Mínum síðum á tr.is

Breytingin hefur verið kynnt fyrir starfsmönnum Norðurþings í þeim deildum sem veita afslátt til örorkulífeyrisþega.
Lagt fram.

2.Húsnæðisáætlanir, stofnframlög og skyldur sveitarfélaga gagnvart fötluðu fólki.

201612060

Róbert kynnti tillögu að endurskipulagningu íbúða Norðurþings, í þeirri tillögu felst m.a. að íbúðum verði fjölgað í Leiguheimilakerfinu, með stofnstyrkjum frá Íbúðalánasjóði.
Tillagan lögð fram og rædd, og verður tekin upp að nýju í haust í tengslum við gerð húsnæðisáætlunar.

3.Málefni fatlaðra/bakgrunnsuppl.áætlun

200709183

Ósk um greiðsluþátttöku Norðurþings við sjúkraþjálfun.
Erindinu er hafnað með vísan til þess að það er ekki í verkahring sveitarfélaga að greiða fyrir heilbrigðisþjónustu.

4.Félagslegar íbúðir

201304006

Ósk um undanþágu vegna synjunar á umsókn um félagslegt húsnæði.
Umsókninni er vísað til endurupptöku í húsnæðisnefnd, í ljósi nýrra gagna.

5.Félagsleg heimaþjónusta

201401046

Ósk um félagslega heimaþjónustu utan dagvinnutíma.
Sótt er um undanþágu frá reglum um félagslega heimaþjónustu til að veita innlit utan dagvinnutíma.

Félagsmálanefnd samþykkir undanþágubeiðnina til sex mánaða.
Félagsmálanefnd leggur jafnframt til að skipulag þjónustu á heimilum fólks verði endurskoðað svo heimilt verði í ákveðnum tilvikum að veita þjónustu utan dagvinnutíma. Nefndin fer fram á að tillaga að slíkri breytingu, ásamt viðauka við fjárhagsáætlun verði lögð fyrir nefndina fyrir septemberlok.

6.Forvarnastefna Norðurþings 2017

201701068

Drög að Forvarnarstefnu Norðurþings lögð fram ásamt dæmum um verkefnis-og aðgerðaáætlun úr öðru sveitarfélagi.
Félagsmálanefnd felur félagsmálastjóra og tómstunda-og æskulýðsfulltrúa að leggja fram tillögu að hnitmiðaðri forvarnarstefnu og aðgerðaráætlun í samstarfi við forvarnarhóp Norðurþings, og leggja fyrir félagsmálanefnd haustið 2017.

Fundi slitið - kl. 16:00.