Fara í efni

Húsnæðisáætlanir, stofnframlög og skyldur sveitarfélaga gagnvart fötluðu fólki.

Málsnúmer 201612060

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd - 9. fundur - 19.01.2017

Lög um almennar íbúðir nr. 52/2016 tóku gildi á Alþingi þann 15. júní sl. í 1. gr. laganna segir: Markmið laga þessara er að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga, sem eru undir tekju- og eignarmörkum skv. 10. gr. við upphaf leigu, með því að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði og stuðla að því að húsnæðiskostnaður sé í samræmi við greiðslugetu leigjenda eða að jafnaði ekki umfram fjórðung tekna. Í því skyni er ríki og sveitarfélögum heimilt að veita stofnframlög til byggingar og kaupa á almennum íbúðum til að stuðla að því að í boði verði leiguíbúðir á viðráðanlegu verði fyrir þá sem þurfa á því að halda, þ.m.t. fyrir námsmenn, ungt fólk, aldraða, fatlað fólk og fólk sem ekki er fært um að sjá sér fyrir húsnæði sökum félagslegra aðstæðna eða verulegs fjárhagsvanda.
Með gildistöku laga um almennar íbúðir verða ekki lengur sérlausnir í málaflokki fatlaðs fólks.
Þann 7. des sl. sendi Þroskahjálp erindi til bæjarstjórnar þar sem þeir hvetja stjórnendur sveitarfélaga eindregið til að huga sérstaklega að aðstæðum og þörfum fólks með þroskahömlun og fatlaðs fólks almennt þegar gerðar eru áætlanir í húsnæðismálum. Vísað er til samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem íslensk stjórnvöld hafa fullgilt.
Félagsmálanefnd leggur til við sveitastjórn að félagsmálastjóra verði falið að skipa starfshóp sem fer yfir búsetuþörf og kostnaðargreinir mismunandi möguleika á framtíðar búsetu fyrir einstaklinga með þroskahömlun og fatlað fólk. Óskað er eftir að fyrstu drög verði lögð fyrir nefndina í maí 2017.

Sveitarstjórn Norðurþings - 64. fundur - 24.01.2017

Á 9. fundi félagsmálanefndar var eftirfarandi bókað:

"Lög um almennar íbúðir nr. 52/2016 tóku gildi á Alþingi þann 15. júní sl. í 1. gr. laganna segir: Markmið laga þessara er að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga, sem eru undir tekju- og eignarmörkum skv. 10. gr. við upphaf leigu, með því að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði og stuðla að því að húsnæðiskostnaður sé í samræmi við greiðslugetu leigjenda eða að jafnaði ekki umfram fjórðung tekna. Í því skyni er ríki og sveitarfélögum heimilt að veita stofnframlög til byggingar og kaupa á almennum íbúðum til að stuðla að því að í boði verði leiguíbúðir á viðráðanlegu verði fyrir þá sem þurfa á því að halda, þ.m.t. fyrir námsmenn, ungt fólk, aldraða, fatlað fólk og fólk sem ekki er fært um að sjá sér fyrir húsnæði sökum félagslegra aðstæðna eða verulegs fjárhagsvanda. Með gildistöku laga um almennar íbúðir verða ekki lengur sérlausnir í málaflokki fatlaðs fólks. Þann 7. des sl. sendi Þroskahjálp erindi til bæjarstjórnar þar sem þeir hvetja stjórnendur sveitarfélaga eindregið til að huga sérstaklega að aðstæðum og þörfum fólks með þroskahömlun og fatlaðs fólks almennt þegar gerðar eru áætlanir í húsnæðismálum. Vísað er til samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem íslensk stjórnvöld hafa fullgilt.

Félagsmálanefnd leggur til við sveitastjórn að félagsmálastjóra verði falið að skipa starfshóp sem fer yfir búsetuþörf og kostnaðargreinir mismunandi möguleika á framtíðar búsetu fyrir einstaklinga með þroskahömlun og fatlað fólk. Óskað er eftir að fyrstu drög verði lögð fyrir nefndina í maí 2017."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu félagsmálanefndar.

Félagsmálanefnd - 13. fundur - 29.05.2017

Róbert kynnti tillögu að endurskipulagningu íbúða Norðurþings, í þeirri tillögu felst m.a. að íbúðum verði fjölgað í Leiguheimilakerfinu, með stofnstyrkjum frá Íbúðalánasjóði.
Tillagan lögð fram og rædd, og verður tekin upp að nýju í haust í tengslum við gerð húsnæðisáætlunar.

Félagsmálanefnd - 19. fundur - 15.03.2018

Drög að Minnisblaði um uppbyggingu íbúða fyrir fólk með fötlun lagt fram.
Nefndin lýsir ánægju sinni með þá framtíðarsýn sem lýst er í minnisblaðinu og vísar því til umræðu í byggðaráði.

Byggðarráð Norðurþings - 247. fundur - 06.04.2018

Félagsmálanefnd lýsir ánægju sinni með þá framtíðarsýn sem lýst er í minnisblaði um uppbyggingu íbúða fyrir fólk með fötlun og vísar því til umræðu í byggðarráði.
Byggðarráð fór yfir minnisblað um húsnæðismál fatlaðra í Norðurþingi. Norðurþing bíður eftir að framkvæmdir hefjist við tvær nýjar íbúðir á Húsavík á forsendum reglna um stofnframlög Íbúðalánasjóðs og hvetur til þess að framkvæmda- og fjárfestingaáætlun um tillögur minnisblaðsins verði útfærðar og kynntar í byggðarráði.

Félagsmálanefnd - 20. fundur - 16.04.2018

Á 247. fundi byggðarráðs var bókað;

Byggðarráð fór yfir minnisblað um húsnæðismál fatlaðra í Norðurþingi. Norðurþing bíður eftir að framkvæmdir hefjist við tvær nýjar íbúðir á Húsavík á forsendum reglna um stofnframlög Íbúðalánasjóðs og hvetur til þess að framkvæmda- og fjárfestingaáætlun um tillögur minnisblaðsins verði útfærðar og kynntar í byggðarráði.
Nefndin felur félagsmálastjóra að þrýsta á að framkvæmdir hefjist sem fyrst við byggingu á þeim íbúðum sem þegar hafa fengið vilyrði fyrir stofnframlögum. Nefndin felur einnig félagsmálastjóra í samráði við framkvæmda- og þjónustufulltrúa að hefja vinnu við framkvæmda og fjárfestingaráætlun sem byggir á minnisblaðinu.