Félagsmálanefnd

19. fundur 15. mars 2018 kl. 16:15 - 17:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir formaður
  • Sif Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Anna Ragnarsdóttir aðalmaður
  • Hróðný Lund aðalmaður
  • Svava Hlín Arnarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Róbert Ragnarsson félagsmálafulltrúi
Fundargerð ritaði: Róbert Ragnarsson Settur félagsmálastjóri
Dagskrá
Formaður bauð Svövu Hlín Arnarsdóttur velkomna á sinn fyrsta fund í félagsmálanefnd.

1.Samningur um félagsþjónustu í Þingeyjarsýslum

201801111

Drög að nýjum samningi milli sveitarfélaganna kynnt.
Nefndin vísar drögunum til umfjöllunar í byggðaráði.

2.Húsnæðisáætlanir, stofnframlög og skyldur sveitarfélaga gagnvart fötluðu fólki

201612060

Drög að Minnisblaði um uppbyggingu íbúða fyrir fólk með fötlun lagt fram.
Nefndin lýsir ánægju sinni með þá framtíðarsýn sem lýst er í minnisblaðinu og vísar því til umræðu í byggðaráði.

3.Frístundastarf fatlaðra barna og ungmenna

201711077

Minnisblað íþrótta-og æskulýðsfulltrúa, félagsmálastjóra og verkefnastjóra virkni lagt fram.

Nefndin lýsir ánægju sinni með uppleggið í minnisblaðinu og óskar eftir nánari útfærslu og kostnaðarmati fyrir næsta fund.

4.Félagsleg heimaþjónusta: Gjaldskrá 2018

201802056

Gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu árið 2018 lögð fram.
Nefndin samþykkir gjaldskrána og vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn.

5.Beiðni um kaup á íbúð

201803006

Beiðni um að taka mál á dagskrá með afbrigðum.
Leigjandi óskar eftir að kaupa íbúð.
Nefndin leggur til við framkvæmdanefnd að beiðni leigjanda um kaup á íbúðinni verði samþykkt.

6.Endurskoðun leiguverðs - Sambýli Norðurþings

201803038

Tillaga að breytingum á ákvörðun leiguverðs
Nefndin samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu byggðaráðs.

7.Boðsbréf CEMR á ráðstefnu fyrir evrópska sveitarstjórnarmenn um málefni jafnréttis-innflytjenda-og mannréttindamála

201803001

Bréfið er lagt fram.

8.Velferðarnefnd - 9. mál: umsögn um tillögu til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfærslu (borgaralaun)

201802029

Lagt fram.

9.Allsherjar- og menntamálanefnd: Til umsagnar 42. mál - frumvarp til laga um útlendinga (fylgdarlaus börn)

201802090

Lagt fram.

10.Allsherjar- og menntamálanefnd: Til umsagnar 133. mál - frumvarp til laga um íslenskan ríkisborgararétt og barnalög (ríkisfangsleysi)

201802093

Lagt fram.

11.Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis til umsagnar 128. mál -lög um ættleiðingar (umsagnir nánustu fjölskyldu)

201802094

Lagt fram.

12.Velferðarnefnd Alþingis: Til umsagnar 90.mál - tillögu til þingsályktunar um bætta stjórnsýslu í umgengnismálum

201802134

Lagt fram.

13.Velferðarnefnd: Til umsagnar 178. mál, til umsagnar frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu (réttur til einbýlis og sambúðar við maka á öldrunarstofnunum)

201803035

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:45.