Fara í efni

Samningur um félagsþjónustu í Þingeyjarsýslum

Málsnúmer 201801111

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd - 19. fundur - 15.03.2018

Drög að nýjum samningi milli sveitarfélaganna kynnt.
Nefndin vísar drögunum til umfjöllunar í byggðaráði.

Byggðarráð Norðurþings - 247. fundur - 06.04.2018

Félagsmálanefnd vísar drögum að nýjum samningi um félagsþjónustu milli sveitarfélaga í Þingeyjarsýslum til umfjöllunar í byggðarráði.
Jónas Einarsson vék af fundi undir þessum lið.

Byggðarráð fór yfir fyrirliggjandi samning og vísar til sveitarstjórnar til samþykktar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 80. fundur - 24.04.2018

Á 247. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað;

Byggðarráð fór yfir fyrirliggjandi samning og vísar til sveitarstjórnar til samþykktar.
Til máls tók: Kolbrún Ada.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samning.