Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Hverfisráð Raufarhafnar 2017-2018
201709131
Gísli Briem formaður hverfisráðs Raufarhafnar situr fundinn í síma og fer yfir starfsemi ráðsins.
Byggðarráð færir Gísla þakkir og óskar eftir áframhaldandi góðu samstarfi við hverfisráð Raufarhafnar.
2.Samþykktir Norðurþings 2018
201801010
Sveitarstjóri gerir grein fyrir tillögum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins eftir yfirferð á samþykktum Norðurþings sem samþykktar voru á síðasta fundi sveitarstjórnar í mars sl.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að haga afgreiðslu á samþykktarbreytingum í samræmi við ráðleggingar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.
3.Samningur um félagsþjónustu í Þingeyjarsýslum
201801111
Félagsmálanefnd vísar drögum að nýjum samningi um félagsþjónustu milli sveitarfélaga í Þingeyjarsýslum til umfjöllunar í byggðarráði.
Jónas Einarsson vék af fundi undir þessum lið.
Byggðarráð fór yfir fyrirliggjandi samning og vísar til sveitarstjórnar til samþykktar.
Byggðarráð fór yfir fyrirliggjandi samning og vísar til sveitarstjórnar til samþykktar.
4.Drög að samstarfssamningi við Hafnasamband Norðurlands um rekstur dráttarbáts á Húsavík
201804055
Samtal hefur staðið yfir milli hafnayfirvalda í Norðurþingi og Hafnasamlags Norðurlands bs. um samstarf um rekstur dráttarbáts á Húsavík. Aðilar eru sammála um að markmið beggja aðila sé að treysta samstarf í þessum málum á Norðurlandi þannig að öryggi stórskipahafna eins og á Húsavík verði tryggt.
Byggðarráð fagnar umræðunni og telur mikilvægt að samkomulag náist um þessa þjónustu, en vísar erindinu að öðru leyti til hafnanefndar.
5.Stefna á hendur landeigendum í Kelduhverfi í svokölluðu Ássandsmáli
201804060
Sveitarfélagið Norðurþing á land í Keldhverfi, Ytri-Bakka, sem að hluta er í óskiptu landa milli jarðanna tveggja, Ytri- og Syðri-Bakka. Nú hefur Ríkissjóður stefnt landeigendum á svæðinu með það fyrir augum að viðurkennt verði með dómi að stefnandi sé eigandi að land því sem afsalað var frá jörðunum Ási, Hóli, Keldunesi, Eyvindarstöðum, Kelduneskoti, Lindarbrekku, Framnesi, Þórunnarseli, Bakka, Syðri-Bakka og Þórseyri í Kelduhverfi til Sandgræðslu Íslands með afsali þann 29. október 1939. Jafnframt að viðurkennt verði að veiðiréttur fyrir eignarlandi á vatnasvæði Litluárvatna tilheyri stefnanda. Í þriðja lagi að viðurkennt verði að mörk eignarlands stefnanda séu eftir mörkum hinnar upphaflegu sandgræðslugirðingar á Ássandi eins og hún var lögð árið 1942 og miðlínu Jökulsár á Fjöllum/Bakkahlaups, sem lýst er nánar í stefnuskjalinu.
Garðar Garðarsson, lögmaður hjá Landslögum mun verða verjandi eigenda Bakkajarðanna; Ytri- og Syðri-Bakka, þar með Norðurþings og Egils Egilssonar og fjölskyldu er eiga Syðri-Bakka. Frekari kynning á málinum mun liggja fyrir byggðarráði þegar greinargerð lögmanns sveitarfélagsins liggur fyrir.
Garðar Garðarsson, lögmaður hjá Landslögum mun verða verjandi eigenda Bakkajarðanna; Ytri- og Syðri-Bakka, þar með Norðurþings og Egils Egilssonar og fjölskyldu er eiga Syðri-Bakka. Frekari kynning á málinum mun liggja fyrir byggðarráði þegar greinargerð lögmanns sveitarfélagsins liggur fyrir.
Byggðarráð samþykkir að málsvörn vegna Ytri- og Syðri Bakka verði á forræði Garðars Garðarssonar, enda um að ræða að hluta óskiptar landeignir.
6.HNÞ bs. - skipting á kröfu Brúar
201804057
Byggðarráð samþykkir að greiða upp fyrirliggjandi kröfu vegna lífeyrisskuldbindinga frá Héraðsnefnd Þingeyinga að upphæð 4.374.194 kr. Byggðarráð harmar þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið að hálfu lífeyrissjóðsins Brúar, þar sem ófullnægjandi upplýsingagjöf og seinagangur hefur gert Norðurþingi og öðrum sveitarfélögum ókleift að gera ráð fyrir þessum skuldbindingum við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið.
7.Kosningavitinn í komandi sveitarstjórnarkosningum
201804058
Byggðarráð afþakkar boðið.
8.Ósk um tilnefningar til setu í stjórn Þekkingarnets Þingeyinga
201804056
Óli Halldórsson vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis sem forstöðumaður Þekkingarnets Þingeyinga.
Byggðarráð tilnefnir Jón Höskuldsson til setu í stjórn Þekkingarnets Þingeyinga 2018-2020.
Byggðarráð tilnefnir Jón Höskuldsson til setu í stjórn Þekkingarnets Þingeyinga 2018-2020.
9.Styrktarbeiðni: Sögur - Verðlaunahátíð barnanna 2018
201803080
Beiðni um styrk til Verðlaunahátíðar barna 2018 sem er hápunktur lestrarhvetjandi verkefnis á landsvísu. Óskað er eftir styrkjum á bilinu 100 til 300 þúsund krónur.
Byggðarráð hafnar beiðninni.
10.Umsókn um styrk vegna Sjávarútvegsskólans 2018
201803084
Beiðni um styrk að fjárhæð 250.000 kr. til að greiða hluta kostnaðar við sjávarútvegsskólann 2018. Skólinn mun verða starfræktur fjórar vikur á Akureyri, eina viku á Dalvík og eina viku á Húsavík og er ætlaður 14 ára nemendum og er hluti vinnuskólum sveitarfélaganna.
Byggðarráð sér sér ekki fært að styrkja verkefnið með beinu fjárframlagi en getur tekið þátt á sömu forsendum og á síðasta ári.
11.Ný löggjöf um persónuvernd
201706150
Fyrir byggðarráði liggur minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um kostnað vegna nýrra persónuverndarlaga og fundargerð lögfræðingahóps um persónuvernd.
Lagt fram til kynningar.
12.Umboð - samþykki Norðurþings fyrir miðlun upplýsinga um lán sveitarfélagsins sem veitt hafa verið á grundvelli VIII. kafla laga nr. 44/1998 um húsnæðismál
201707119
Varasjóður húsnæðismála óskar eftir samþykki sveitarfélagsins fyrir birtingu niðurstaðna skýrslna um greiningu á rekstrargrundvelli félagslegra leiguíbúða í sveitarfélögum á heimasvæði Varasjóðs húsnæðismála á vef Velferðarráðuneytisins og á heimasíðu Íbúðalánasjóðs.
Byggðarráð samþykkir umrædda birtingu.
13.Húsnæðisáætlanir, stofnframlög og skyldur sveitarfélaga gagnvart fötluðu fólki
201612060
Félagsmálanefnd lýsir ánægju sinni með þá framtíðarsýn sem lýst er í minnisblaði um uppbyggingu íbúða fyrir fólk með fötlun og vísar því til umræðu í byggðarráði.
Byggðarráð fór yfir minnisblað um húsnæðismál fatlaðra í Norðurþingi. Norðurþing bíður eftir að framkvæmdir hefjist við tvær nýjar íbúðir á Húsavík á forsendum reglna um stofnframlög Íbúðalánasjóðs og hvetur til þess að framkvæmda- og fjárfestingaáætlun um tillögur minnisblaðsins verði útfærðar og kynntar í byggðarráði.
14.Félagsheimilið Heiðarbær
201804053
Byggðarráði hefur borist erindi þar sem lýst er yfir áhuga á að kaupa félagsheimilið Heiðarbæ.
Byggðarráð þakkar sýndan áhuga á félagsheimilinu Heiðarbæ. Byggðarráð telur eðlilegt að íbúar í Reykjahverfi eigi virkan þátt í ákvarðanatöku um framtíðarnýtingu félagsheimilis sveitarinnar, þ.m.t. hvort það eigi að vera í eigu og/eða rekstri sveitarfélagsins eða með öðrum hætti. Í því ljósi er erindinu vísað til hverfisráðs Reykjahverfis og þess farið á leit við ráðið að fjallað verði um erindið svo fljótt sem auðið er og eftir atvikum leitað álits annarra íbúa í Reykjahverfi.
15.Orlof húsmæðra 2018
201803087
Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem tilkynnt er að samkvæmt upplýsingum frá Velferðarráðuneytinu skuli framlag til orlofsnefnda á hverju svæði vera minnst kr. 110,91 fyrir hvern íbúa. Greiða skal framlagið til orlofsnefndar viðkomandi orlofssvæðis fyrir 15. maí n.k.
Lagt fram til kynningar.
16.Opinber innkaup
201804043
Lagt fram bréf Samband íslenskra sveitarfélaga sem sent var Ríkiskaupum varðandi samstarf Ríkiskaupa og sveitarfélaga um rammasamninga o.fl. ásamt fundargerð fundar tengiliðahóps um opinber innkaup.
Lagt fram til kynningar.
17.Hverfisráð Öxarfjarðar 2017-2018
201709132
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 4. fundar Hverfisráðs Öxarfjarðar.
Byggðarráð vísar lið 4 varðand opnunartíma sundlaugar í Lundi til æskulýðs- og menningarnefndar og lið 5 um leikskólamál á Kópaskeri til fræðslunefndar. Þá er lið 1 undir önnur mál vísað til framkvæmdanefndar.
18.Fundir hverfisráða Norðurþings
201709006
Fyrir byggðarráði liggur til kynningar fundargerð frá sameiginlegum fundi hverfisráða Norðurþings sem fram fór þann 21. mars 2018.
Byggðarráð þakkar hverfisráðunum vinnuna og hvetur til áframhaldandi góðrar samvinnu.
19.Fundargerðir Leigufélagsins Hvamms 2017 - 2018
201711096
Byggðarráð tilnefnir Óla Halldórsson fulltrúa á hluthafafund Leigufélagsins Hvamms og Jónas Einarson til vara.
Soffía óskar að eftirfarandi verði bókað:
Árið 2015 ákvað stjórn Leigufélags Hvamms ehf. að færa niður eignarverð í fasteigninni að Útgarði 4 um 94,6 milljónir króna eins sést ársreikningi 2014 og sett í neikvæða eignarstöðu.
Í bókum félagsins er eignin mjög lágt skrifuð og miðað við þróun fasteignamarkaðarins á Húsavík hefur hann breyst talsvert frá því að umræddur fjármálagjörningur átti sér stað. Varað var við niðurfærslunni þar sem það lá fyrir að iðnaðaruppbygging í Þingeyjarsýslu myndi hafa veruleg áhrif á fasteignaverð og alls ekki tímabært að fara í þessar niðurfærslu. Komið hefur á daginn og fasteignamat á Húsavík hækkði um 42,2% á síðasta ári og hreinlega spurning hvort 47 milljónir fyrir bílakjallarann sé nálægt markaðsvirði eða byggingarkostnaði.
Nær hefði verið fyrir sveitarfélagið að vinna á kjörtímabilinu að undirbúningi að áfanga 2 og 3 við Útgarð og hefja byggingu til að leysa hluta húsnæðisvandans á Húsavík en velja frekar að setja í einkaframkvæmd. Til lengri framtíðar litið, þá á öldruðum eftir að fjölga hlutfallslega því sem betur fer lifir fólk lengur. Við Útgarð er kjörið svæði fyrir eldri íbúa og fatlaða einstaklinga að búa í nálægð við öfluga heilbrigðis- og stoðþjónustu fyrir þá sem þess þurfa eða vilja. Það veitir ekki af þessu svæði fyrir þessa þjónustu hins opinbera til lengri framtíðar litið.
Þarna ráða skammtímasjónarmið sem er til þess fallið að úthýsa verkefnum sveitarfélagsins til einkaaðila og losna þannig við bókhaldslega „erfiða“ eign úr efnahagsreikningi Norðurþings sem er stærsti eignaraðilinn. Sveitarfélög eiga að hafa verkefni og leysa þau, ekki losa sig við þau.
Hvað finnst kjósendum um þetta svona korteri fyrir kosningar?
Hefði ekki verið heiðarlegra að þetta hefði komið fram fyrir 4 árum, í kosningaloforðum þeirra flokka sem þetta vilja?
Soffía Helgadóttir,
bráðum fyrrverandi bæjarfulltrúi Norðurþings.
Óli, Jónas og Olga óska bókað:
„Sú ákvörðun þáverandi stjórnvalda í Norðurþingi að stofna einkahlutafélag og hefja byggingu íbúðablokkar með stórum og dýrum íbúðum hefur reynst sveitarfélaginu kostnaðarsöm aðgerð. Umrædd niðurfærsla á eignarverði fasteignar að Útgarði 4 kom beint frá endurskoðanda Leigufélags Hvamms og hafði ekkert með afstöðu pólitískra framboða að gera.
Í þeirri gagnrýni sem fram hefur komið á umrædd áform Leigufélags Hvamms hefur vantað mjög útfærslu á því hvort og þá hvernig sveitarfélögin, þ.m.t. Norðurþing, eiga að fjármagna eða reka slíkt húsnæði. Ennfremur hvaða áhrif lántaka til slíkra framkvæmda hafi á skuldahlutfall sveitarfélagsins.
Vinna við að koma af stað nýbyggingu íbúða fyrir stækkandi hóp eldri íbúa Norðurþings hefur staðið yfir um langt skeið. Ef af því verður að nýbygging fjölda hentugra íbúða við Útgarð fyrir þennan aldurshóp hefjist á næstu mánuðum verður af því gífurlega mikill ávinningur og jákvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn á Húsavík.
Rétt er að geta þess að nægt byggingarrými er á svæðinu í nágrenni Útgarðs og Hvamms til að byggja frekara rými, þ.m.t. hjúkrunarheimili eða annað rými sem opinberir aðilar eða aðrir gætu hugsað sér að standa að.
Óli vék af fundi að loknum þessum lið og Olga tók við fundarstjórn.
Soffía óskar að eftirfarandi verði bókað:
Árið 2015 ákvað stjórn Leigufélags Hvamms ehf. að færa niður eignarverð í fasteigninni að Útgarði 4 um 94,6 milljónir króna eins sést ársreikningi 2014 og sett í neikvæða eignarstöðu.
Í bókum félagsins er eignin mjög lágt skrifuð og miðað við þróun fasteignamarkaðarins á Húsavík hefur hann breyst talsvert frá því að umræddur fjármálagjörningur átti sér stað. Varað var við niðurfærslunni þar sem það lá fyrir að iðnaðaruppbygging í Þingeyjarsýslu myndi hafa veruleg áhrif á fasteignaverð og alls ekki tímabært að fara í þessar niðurfærslu. Komið hefur á daginn og fasteignamat á Húsavík hækkði um 42,2% á síðasta ári og hreinlega spurning hvort 47 milljónir fyrir bílakjallarann sé nálægt markaðsvirði eða byggingarkostnaði.
Nær hefði verið fyrir sveitarfélagið að vinna á kjörtímabilinu að undirbúningi að áfanga 2 og 3 við Útgarð og hefja byggingu til að leysa hluta húsnæðisvandans á Húsavík en velja frekar að setja í einkaframkvæmd. Til lengri framtíðar litið, þá á öldruðum eftir að fjölga hlutfallslega því sem betur fer lifir fólk lengur. Við Útgarð er kjörið svæði fyrir eldri íbúa og fatlaða einstaklinga að búa í nálægð við öfluga heilbrigðis- og stoðþjónustu fyrir þá sem þess þurfa eða vilja. Það veitir ekki af þessu svæði fyrir þessa þjónustu hins opinbera til lengri framtíðar litið.
Þarna ráða skammtímasjónarmið sem er til þess fallið að úthýsa verkefnum sveitarfélagsins til einkaaðila og losna þannig við bókhaldslega „erfiða“ eign úr efnahagsreikningi Norðurþings sem er stærsti eignaraðilinn. Sveitarfélög eiga að hafa verkefni og leysa þau, ekki losa sig við þau.
Hvað finnst kjósendum um þetta svona korteri fyrir kosningar?
Hefði ekki verið heiðarlegra að þetta hefði komið fram fyrir 4 árum, í kosningaloforðum þeirra flokka sem þetta vilja?
Soffía Helgadóttir,
bráðum fyrrverandi bæjarfulltrúi Norðurþings.
Óli, Jónas og Olga óska bókað:
„Sú ákvörðun þáverandi stjórnvalda í Norðurþingi að stofna einkahlutafélag og hefja byggingu íbúðablokkar með stórum og dýrum íbúðum hefur reynst sveitarfélaginu kostnaðarsöm aðgerð. Umrædd niðurfærsla á eignarverði fasteignar að Útgarði 4 kom beint frá endurskoðanda Leigufélags Hvamms og hafði ekkert með afstöðu pólitískra framboða að gera.
Í þeirri gagnrýni sem fram hefur komið á umrædd áform Leigufélags Hvamms hefur vantað mjög útfærslu á því hvort og þá hvernig sveitarfélögin, þ.m.t. Norðurþing, eiga að fjármagna eða reka slíkt húsnæði. Ennfremur hvaða áhrif lántaka til slíkra framkvæmda hafi á skuldahlutfall sveitarfélagsins.
Vinna við að koma af stað nýbyggingu íbúða fyrir stækkandi hóp eldri íbúa Norðurþings hefur staðið yfir um langt skeið. Ef af því verður að nýbygging fjölda hentugra íbúða við Útgarð fyrir þennan aldurshóp hefjist á næstu mánuðum verður af því gífurlega mikill ávinningur og jákvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn á Húsavík.
Rétt er að geta þess að nægt byggingarrými er á svæðinu í nágrenni Útgarðs og Hvamms til að byggja frekara rými, þ.m.t. hjúkrunarheimili eða annað rými sem opinberir aðilar eða aðrir gætu hugsað sér að standa að.
Óli vék af fundi að loknum þessum lið og Olga tók við fundarstjórn.
20.Aðalfundur Skúlagarðs fasteignafélags 2018
201804050
Boðað hefur verið til aðalfundar í Skúlagarði-fasteignafélagi ehf. miðvikudaginn 25. apríl kl. 17:00.
Byggðarráð felur Kristjáni Þór Magnússyni að fara með umboð Norðurþings á fundinum og Drífu Valdimarsdóttur til vara.
21.Skýrsla flugklasans Air 66N 2018
201804042
Fyrir byggðarráði liggur skýrsla flugklasans Air 66N fyrir tímabilið 20. október 2017 til 20. mars 2018.
Lagt fram til kynningar.
22.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra
201704060
Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir 197. 198. og 199. funda Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra.
Lagt fram til kynningar.
23.Fundargerðir Eyþings 2016-2018
201603019
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 304. fundar stjórnar Eyþings.
Lagt fram til kynningar.
24.Fundagerðir 2018 - Samband íslenskra sveitarfélaga
201802023
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 858. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
25.Umhverfis- og samgöngunefnd: til umsagnar 389. mál, frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði samgöngu-, fjarskipta-, sveitarstjórnar- og byggðamála
201803101
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði samgöngu-, fjarskipta-, sveitarstjórnar- og byggðamála. Óskað er eftir að umsögnin berist eigi síðar en 5. apríl.
Lagt fram til kynningar.
26.Allsherjar- og menntamálanefnd: Til umsagnar, 345. mál, frumvarp til laga um lögheimili og aðsetur
201803132
Allsherjar- og mennmálanefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um lögheimili og aðsetur. Óskað er eftir að umsögnin berist eigi síðar en 12. apríl.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 14:10.