Fara í efni

Stefna á hendur landeigendum í Kelduhverfi í svokölluðu Ássandsmáli

Málsnúmer 201804060

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 247. fundur - 06.04.2018

Sveitarfélagið Norðurþing á land í Keldhverfi, Ytri-Bakka, sem að hluta er í óskiptu landa milli jarðanna tveggja, Ytri- og Syðri-Bakka. Nú hefur Ríkissjóður stefnt landeigendum á svæðinu með það fyrir augum að viðurkennt verði með dómi að stefnandi sé eigandi að land því sem afsalað var frá jörðunum Ási, Hóli, Keldunesi, Eyvindarstöðum, Kelduneskoti, Lindarbrekku, Framnesi, Þórunnarseli, Bakka, Syðri-Bakka og Þórseyri í Kelduhverfi til Sandgræðslu Íslands með afsali þann 29. október 1939. Jafnframt að viðurkennt verði að veiðiréttur fyrir eignarlandi á vatnasvæði Litluárvatna tilheyri stefnanda. Í þriðja lagi að viðurkennt verði að mörk eignarlands stefnanda séu eftir mörkum hinnar upphaflegu sandgræðslugirðingar á Ássandi eins og hún var lögð árið 1942 og miðlínu Jökulsár á Fjöllum/Bakkahlaups, sem lýst er nánar í stefnuskjalinu.

Garðar Garðarsson, lögmaður hjá Landslögum mun verða verjandi eigenda Bakkajarðanna; Ytri- og Syðri-Bakka, þar með Norðurþings og Egils Egilssonar og fjölskyldu er eiga Syðri-Bakka. Frekari kynning á málinum mun liggja fyrir byggðarráði þegar greinargerð lögmanns sveitarfélagsins liggur fyrir.
Byggðarráð samþykkir að málsvörn vegna Ytri- og Syðri Bakka verði á forræði Garðars Garðarssonar, enda um að ræða að hluta óskiptar landeignir.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 2. fundur - 03.07.2018

Til kynningar fyrir skipulags- og framkvæmdaráði Norðurþings.
Garðar Garðarsson, lögmaður Norðurþings í svokölluðu Ássandsmáli mun kynna aðdraganda málsins, kröfur stefnanda og hvar málið er statt í dag.
Lagt fram til kynningar.