Fara í efni

Félagsheimilið Heiðarbær

Málsnúmer 201804053

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 247. fundur - 06.04.2018

Byggðarráði hefur borist erindi þar sem lýst er yfir áhuga á að kaupa félagsheimilið Heiðarbæ.
Byggðarráð þakkar sýndan áhuga á félagsheimilinu Heiðarbæ. Byggðarráð telur eðlilegt að íbúar í Reykjahverfi eigi virkan þátt í ákvarðanatöku um framtíðarnýtingu félagsheimilis sveitarinnar, þ.m.t. hvort það eigi að vera í eigu og/eða rekstri sveitarfélagsins eða með öðrum hætti. Í því ljósi er erindinu vísað til hverfisráðs Reykjahverfis og þess farið á leit við ráðið að fjallað verði um erindið svo fljótt sem auðið er og eftir atvikum leitað álits annarra íbúa í Reykjahverfi.