Fara í efni

Ný löggjöf um persónuvernd

Málsnúmer 201706150

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 234. fundur - 17.11.2017

Leiðbeiningar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um nýja persónuverndar löggjöf liggur til kynningar fyrir byggðarráð. Þar kemur m.a. fram að heppilegt verklag í byjun innleiðingu reglugerðarinnar fyrir sveitarfélög sé að setja saman teymi sem stýrir umræddu verkefni. Reglugerðin gildi þvert á svið og því mikilvægt að teymið sé fjölbreytt en í slíku teymi gætu t.d. verið lögfræðingur, tæknimanneskja, mannauðsstjóri og fulltrúi yfirstjórnar.
Lagt fram til kynningar.

Fræðslunefnd - 21. fundur - 12.12.2017

Lögð er fram til kynningar ný reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679 frá 27. apríl 2016 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga. Gert er ráð fyrir að reglugerðin komi til framkvæmda á Íslandi í maí 2018 samhliða gildistöku nýrra persónuverndarlaga.
Lagt fram til kynningar. Fræðslufulltrúi upplýsti jafnframt fulltrúa í nefndinni um stöðu máls 201711007, Mistök við uppfærslu á gögnum upp í skýið.

Byggðarráð Norðurþings - 242. fundur - 09.02.2018

Skrifstofustjóri fer yfir stöðuna og mögulegar leiðir varðandi undirbúning vegna nýrrar löggjafar um persónuvernd.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 247. fundur - 06.04.2018

Fyrir byggðarráði liggur minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um kostnað vegna nýrra persónuverndarlaga og fundargerð lögfræðingahóps um persónuvernd.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 256. fundur - 05.07.2018

Alþingi samþykkti þann 12. júní sl. ný persónuverndarlög sem taka gildi 15. júlí n.k. Nokkurrar óvissu og óánægju hefur gætt meðal sveitarfélaga varðandi hvernig staðið hefur verið að löggjöfinni og að lítið hefur verið hlustað á sjónarmið um kostnað sveitarfélaganna við hina nýju löggjöf. Nú eru aðeins nokkrir dagar til stefnu hvað undirbúning varðar fyrir löggjöfina og því er mikilvægt að byggðarráð sé upplýst um stöðu mála er snýr að vinnu sveitarfélagsins í þeim efnum. Berglind Jóna Þorláksdóttir, skrifstofustjóri og Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi koma til fundarins og upplýsa fundarmenn um þær breytingar í lagaumhverfinu sem hafa áhrif á rekstur og starfsemi sveitarfélagsins til framtíðar litið. Jafnframt verður farið yfir stöðuna á þeirri vinnu sem unnin hefur verið til undirbúnings þessum breytingum.
Lagt fram til kynningar.

Fjölskylduráð - 6. fundur - 24.09.2018

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar vinnu Sambands íslenskra sveitarfélaga með leikskólum vegna innleiðingar nýrra persónuverndarlaga. Óskað er eftir staðfestingu Norðurþings um þátttöku í verkefninu.
Fjölskylduráð staðfestir þátttöku Norðurþings í verkefninu.
Ráðið þakkar persónuverndarfulltrúa Norðurþings fyrir kynninguna.